Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Útvarpráðs íslands. Hjer birtist mynd af útvarps- ráði oy útvarpsstjóra ríkisút- varpsins. Eru það þessir sex menn, sem hafa það vandasama starf með höndum, að semja dagskrá útvarpsins og hafa jafn- an fjölbreytt efni á takteinum. Vtvarpið hefir orði fyrir tals- verðum árásum síðan það hófst og margt verið að dagskránni fundið. En hjá þjóðum, sem úr meira efni hafa að moða, hefir það reynst erfitt að fullnægja kröfum almennings. tslenska út- varpið stendur mjög illa að vígi að fullnægja ströngum kröfum, hjer er lítið um tónlistamenn í samanburði við það sem er í stórborgunum, bæði hljóðfæra- leikara og söngfólk og verður vitanlega erfitt þegar fram í sækir, að bjóða nýja og nýja fyrirlesara, sem gaman sje að. Á myndinni sjást (talið frá vinstri) standandi: Síra Friðrik Hallgrímsson, Páll tsólfsson, Guðjón Guðjónsson og Al. Jó- hannesson, en sitj. Helgi Hjövar formaður útvarpsráðsins og Jón- as Þorbergsson útvarpsstjóri. Ekkjufrú Susie Briem í Reykja- vík verður 70 ára í dag. Frú Iíristín Arnoddsdóttir, Fálkag. 25 verður sjötug 30. þ.m. Björn Jónsson bakari í Reykja- Guðmundur Guðmundsson trje- vík verður fimtugur á morgun. sm., Lv. Í60 varð 50 ára 23. þ. m. »Tvítugir« fimleikamenn. íþróttafjelag Reykjavíkur hjelt nýlega ársfagnað sinn á Hotel Borg að viðstöddu hinu mesta fjölmenni. Var þar sjerslaklega minst þess, að nú 20 ár siðan I. R. kepti opinberlega í fimleik- um í fyrsta sinn; var það gegn flokki frá U.M.F. Reykja- vikur, og hafði 1. R. sigur. Ilef- ir fjelag þetta jafnan iðkað leikfimi af miklu kappi og haft forgöngu í íþróttum höf- uðstaðarins um langt skeið, og þó að önnur fjelög fari fram úr því á síðari árum má ekki gleyma því, að 1. R. var brautryðjandi íþrótta- mála hjer. Af þeim þrettán mönnum, sem tóku þátt í liinni fyrstu fimleikasýningu 1911 er einn látinn, Magnús Ármanns- son stud. art. en hinir eru allir á lífi og búsettir hjer í bænum. Eru það þeir Árni Sighvatsson kaupmaður, Ben. G. Waage kaupmaður, Carl Ryden for- stjóri, Einar Pjetursson stór- kaupm., Geir Thorsteinss. útgstj. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupm-, Helgi Jónasson frá Brennu, Helgi Þorkelsson klæð- skeri, Jón Þorsteinsson slcó- smíðameistari, Kjartan Ólafsson rakari, Kristinn Pjetursson blikksmiður og Sighv■ Jónsson vjelsmiður. Hjer á myndinni, sem tekin er fyrir nærfelt 20 árum, sjest hið fyrsta kapplið 1. R. í fimleikum. Myndin hjer að ofan er af hljómsveit þeirri, „Donde’s Band“, sem leikur á Hótel Borg og margir bæjarbúar kannast við. Þessi ágæta jass-hljómsveit er nú á förum, því að hún er að- eins ráðin til sex mánaða dvalar hjer, og er sá tími bráðum liðinn. Er þessi hljómsveit talin standa framarlega meðal jafn- stórra jass-hljómsveita á Norðurlöndum. Halldór Friðriksson skipstjóri í Hafnarf. varð 60 ára lí. þ. m. HjálpræSisherinn enski erfði ný- lega á fimlu miljón króna eftir iðju- höld einn í Lancashire. Verður þess- um peningum varið til þess að hjáipa fólki til að komast úr landi. ----x---- Wilkins auglýsti fyrir nokkru eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í kaf- bátsförinni til norðurpólsins. Tólf hundruð manns gáfu sig fram, þar á meðal nokkrar stúlkur. Allskonar viðgcrðir. Ókeypis gleraugna mátun. Tveir útlærðir sjerfræðingar máta og slípa gleraugun. Kom- ið þessvegna aðeins í Gleraugnabúðina Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.