Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 7
FÁLKINN / ingju og einsetti sjer aö segja henni Við Colhou sálum á svölunum fyr- ir utan klúbbinn og nutum útsýnis- ins yfir eina fegurstu götuna í Lond- on, er maðurinn með hvítu damask- skóna gekk fram hjá. Jeg fylgdi hon- um ineð augunum af því að jeg hafði ekki annað að horfa á, þangað til hann hvárf fyrir hornið neðst í göt- unni. — Sástu uppskafninginn? spurði Colhoun alt éinu. Tókstu eftir honum? — Með hvitu dainaskskóna? svar- aði jeg. — Já, það gerði jeg. -— Hefi jeg sagt þjer söguna af Anne Condover? Eklti það? Það er saga uin damask — hvítt damask og sjálfsfórn, og rofin vinabönd. Jeg er enginn snillingur að segja sögur, en ef þú kærir þig um að hlusta á, þá.... - - Haltu áfram! sagði jeg örfandi. Jeg er eintóm eyru. — Mjer er ekki auðvelt að lýsa hvernig Anne leit út. Hún var há grönn og veikbygð, bauð af sjer góð- an þokka, augun voru góðleg og raunaleg 'senn, eins og hún hefði reynt bæði gleði og sorg í veröld- inni. Jeg ætla ekki að reyna að fara að telja upp kosti hennar; þú getur sjálfur gert þjer hugmynd um þá jiegar þú hefir heyrt söguna. Þegar þessi saga gerðist átti hún heima í lítluin en skrautlegum herbergjum við Piccadilly. Hún l.ifði kyrlátu lífi og dró sig í hlje, en tók jafnan móti heimsóknum vina sinna, hvort held- ur voru karlar eða konur. Sheila Wynde var sú stúlka, sem dáðist einna mest að henni. Frá þeim degi sem þær hittust fyrst höfðu þær dregist hvor að annari ineð ómótstæðilcgu afli; og smám saman höfðu þær orðið bestu vin- konur. Anne Condover og Sheila Wynde urðu óaðskiljanlegar og þvi var ekki nema eðlilegt, að Anne yrði fyrsla manneskjan, sem Sheila trúði fyrir því, að nú ætlaði hún að fara að trúlofast. — Elskan minl sagði Anne þegar Sheila kom inn, — en hvað þú ert falleg í dag. Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir þig. Segðu mjer frá! — Geltu, svaraði Sheila. Og það var ljett verk að geta, því að kona litur aðeins einu sinni á æfi sinni út, eins og Sheila gerði í dag. — Jeg óska þjer til hamingju! mælti Anne glaðlega. — Hver er sá liamingjusami? — Gettu aftur! Hann er góður vin- ur þinn, Anne. — Nei, sagði Anne ákveðin. Mað- ur getur svo vel, giskað rangl. — Jæja, þá skal jeg segja þjer það. Það er Vivian Kensard. Til þess að skilja hin liræðilegu áhrif, sem þetta hafði á Anne, verð- iir maður að þekkja skapgerð henn- ar og Kensards og kærleik hennar til Sheilu. lvensard var fl.jótt á litið mjög ástúðlegur ungur maður, hann var snyrtilegur og fríður sinum, á- valt klæddur samkvæmt nýjustu tísku og ávalt með hvíta damask- skó. En lfann var engin fyrirmynd að innræti, þvert á móti, Hann var ljetúðug gunga, óáreiðanlegur og frámunalega síngjarn. Hann hafði undursamlegt vald á konum og hafði átt í óteljandi ástaræfintýrum. Aune efaðist ekki augnablik um, að Sheilu mundi vegna hræðilega í lijónabandi með honum. Nú varð stutl þögn. Hver liugs- unin rak aðra hjá Anne — hvað átti hún að gjöra? Hún gat ekki fengið af sjer að óska Sheilu til ham- allan sannleikann um Kensard? — Kæra Sheila; hóf hún máls með blíðri og hreimfagurri rödd, — þú veist að jeg er ekki vön að láta til- finningar mínar í ljósi að jafnaði, en jeg vona að þú efist ekki um, að vinátta þín hefir verið mjer afar mikils virði. Þessvegna vona jeg að það, sem jeg segi þjer nú, segi jeg í bestu meiningu, og eingöngu vegna þess, að mjer þykir svo óumræðilega vænt um þig. Vitanlega, Anne! En hvers- vegna í ósköpunum. . . . ? Þá er a'.t gott! Sheila. . . . ertu viss um, alveg viss um, að þú þekkir Vivian Kensard, eins og hann i raun og veru er? Sheila bjóst til varnar, hún var samstundis á verði. Anne sá þetta, en tók á því sem hún átti til. og öllu sínu hugrekki og hjelt áfram: Kæra Sheila mín, jeg er miklu eldri en þú. Jeg þekki heiminn jeg hefi umgengist karlmenn mikið og fengið mikla reynslu. Mjer er afar erfitt og nauðugt að segja þjer það, sem jeg ætla að segja nú. . . . -— jeg hafði hlakkað svo mikið til það! lók Sheila fram í. Hún var orðin náföl. — Er það sem þú veist, eða þykist vita bygt á persónulegri reynslu þinni? Eða er það samkvæmt annara sögusögn? Anne varð að viðurkenna að hið siðara var tilfellið. Henni skildist líka, að það væri vonlaust verk, að reyna að sannfæra Sheilu. — Þá förum við að tala um annað, sagði unga stúlkan, með skjálfandi rödd. — Mjer þykir það svo leiðinlegt — jeg hafði hlakkað svo mikið til að fá hamingjuóskir þínar og tala við þig um.... um svo margt. Anne varp öndinni. — Þú verður að lofa mjer að koina aftur, sagði lnin vingjarnlega. Komdu aftur eftir viku, viltu lofa mjer þvi? Þegar Slieila var farin sat Anne lengi í djúpum hugsunum. Loks stóð luin upp, gekk að símanum og hringdi til Kensard. Ilún þekti hann svo vel, að hún gat sagt við hann livað sem hún vildi. En Kensard ijet ekki telja sjer hughvarf - hann œtlað'i að giftast Sheilu Wynde og svo var ekki meira um jiað. Hann viðurkendi, að hann væri ekki nógu góður maður handa henni, en livað um það: hann var í öngþveiti og þurfti á peningum hennar að halda. — Jeg ræð yður frá því, að segja Sheilu eitt orð af þessu samtali — hún fæst ekki til að trúa neinu, sem miður fer, um mig, sagði hann.. Anne var í öngum sínum. Hvað gat hún gert til jiess að afstýra þessu vandræða hjónabandi? Þegar hún hafði brotið heilann um þetta langa lengi datt lienni loks í hug ráð, sem mundi geta stoðað, en liún fann til verkjar fyrir hjartanu er hún hugs- aði lil þess, að þetta ráð hlyti að kosta vináttu þeirra Sheilu, vináttu, sem var henni svo undur mikils virði. En ráðið mundi bjarga Sheilu frá því að lenda i klóm Kensard. Sheila hafði margsinnis haft orð á því, að hún hefði sjerlega dugleg- an og áreiðanlegan bílstjóra. Og þá sjaldan hún var í slæmu skapi var hún vön að aka út og láta bílstjór- ann ráða hvert aka skyldi. — Hann er svo hugsunarsamur, Anne — hann getur altaf fundið upp á því að .fara einmitt þangað, sem best á við til þess að koma mjer i gott skap. Anne ákvað að ná tali af bílstjór- anum við fyrsta tækifæri. Og þegar hún hitti Smith bílstjóra í næsta sinn, sagði hún hlæjandi við hann: — Ungfrú Sheila segir, að þjer ak- ið oft með hana út seinni hluta dags og að þá láti hún yður ráða hvert förinni skuli heitið. Gætuð þjer ekki komið þvi svo fyrir, að þjer til dæm- is á fimtudaginn kæmuð með hana heim til mín? Jeg sje hana svo sjald- ann núna, og jeg veit að hún er ekki bUndin við að fara neitt sjerstakt á fimtudaginn. Smith hló kankvíslega og sagði, að það væri guðvelkomið. Svo er eiginlega ekki margt fleira að segja. Smith hjelt loforðið. Fimtu- dagskvöl.dið ók hann út með ungfrú Sheiiu og eftir að þau höfðu ekið um einu skemtigarðinn staðnæmdist hann fyrir utan lnistað Anne. -— Hvernig í ósköpunum datt yður í hug að fara hingað, Smith? En úr því að við eruin komin hingað þá ætla jeg að lita inn tii Anne um leið. Anne var undir heimsóknina bú- in. En Sheilu fanst fljótléga, að Anne væri alls ekki viðbúin gest;i- komu. Húu var í skrautlegum nær- klæðuin og hafði varpað yfir sig morgunkjól, hárið var alt úfið og henni virtist vera mjög órótt. Sheila tók líka eftir, að Anne var al.taf að gjóta augunum út að silkidyratjöld- unum á stofuveggnum. Það var orðið framorðið. Klukk- an var langt gengin ellefu. Nú leit Sheila lika út að silkitjöldunum. Mjór, faUegnr lukkskór með hvítn damaski sást fram undiui tjaldimi. Hún rendi augunum eftir tjöldunum ofan frá og niður á gólf. Alt í einu hrökk hún við og það var eins og blóðið hætti að renna í ræðum hennar. Anne liljóp til henri'ar, eins og hún væri hrædd um, að hún mundi hníga niður. -— Þökk fyrir, sagði Sheila og reyndi með erfiðismunum að standa á fótunum. — Það er ekkert að mjer. Þi’i afsakar vonandi að jeg gerði ó- næði. Hún flýtti sjer út. Anne stóð grafkyr og horfði á gluggatjaldið. Mjór, fallegur lakk- skór með hvítu damaski sást koma fram undan tjaldinu. Einmitt skór eins og Kensard var vanur að ganga með.------- Jeg haitaði mjer aftur á bak í stólnum og liorfði á Colhoun. — Jeg get slcilið, að Anne hafi mist vináttu Sheilu eftir þetta. Og að Sheila, sem vitanlega var of stæri- lát til þess að lita bak við tjaldið sló upp trúofun sinni og Kensards. — Einmitt! svaraði Colhoun. — En jeg skil ekki í, að Kensard skyldi ekki — undir eins og hann varð þess var, að Sheila hafði tekið eftir honum — koma fram og reyna að afsaka sig. Þá hló Colhoun góðlátlega: -— Koma fram? Það var nú ekki svo auðvel.t. Sjerðu til, kunningi. l>að var enginn fótur í lakkskónum. Þetta var aðeins skór, söniu tegund- ar og Kensard var vanur að nota -— skór með hvítu damaski. í Miklagarði er fjelag, sem enginn getur orðið meðlimur i, ef hann ekki vegur minst 150 kiló. Nýlega fóru fjelagsmenn, um 100 talsins, í skemti- ferð til Þýskalands. Þeir þóttu æði skrítnir, Tyrkirnir, þar sem þeir fóru um, hver öðruin feitari. ----x----- Noll Cowards, sem hefir skrifað söngiéikinn „Biller S\veets“ er tæp- lega þrítugur að aldri. Leikritið liefir verið sýnt 700 sinnum á Bretlandi, fyrir selda aðgöngumiða liefir komið inn um 385.000 pund sterling, og rit- höfundurinn hefir fengið þúsund pund í þóknun á viku hverri. Stórfeld Wienar-nýung: Hðrli ðunaryreiðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu Þessi greiða liðar og viðheldur lið- tin hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla liár- liðun þegar við fyrstu notkun. Á- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu... . Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.