Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Kodak & Agfd Filranr. Alt sein þarf til framköllunar & kopiering, svo sem: Dags & Gas- ljósapappír, Framkallari, Fixer- bað, kopierrammar, Skálar, o. fl. fæst í LAUGAVEGS APOTEKI Laugaveg 16. Sími 755. Pantanir eru sendar gegn póst kröfu. — Skrifið til okkar. y „Sirius“ súkkulaði og kakó- * 0 duft velja allir smekkmenn. * | 5 Gætið vörumerkisins. | ♦€=>«C=> ♦<=>♦€=3 ♦<=>♦«=> <=>♦<=>♦ C=^C=4 <=»♦=»♦ S - I - L - V - O silfurfægilögur til að fægja silfur, plet, nickel o.s.frv. S I L V O gerir alt ákaflega blæfallegt og fljót- legur að fægja með. Fæst í öllum verslunum. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■♦■■■■■ Póithússt. 2 Reykjavlk Síraar 542, 254 og J0#(framkv.»tj.) Alíslenskt fyrirtæki. •Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.; • Hvcrgi betrl nje áreiðanlegrl viOskiiti. S Leitið upplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. ■ Barnaheimili í Rússlandi. Greinin er lauslega þýdd úr þýsku kvennablaði. Barnaheimilin — það eru vöggur þeirra, sem framtíðina eiga. Þegar byrjað var á því að reisa fyrstu barnaheimilin í Moskva árið 1918, var það fyrsl og fremst gert vegna móðurinnar en ekki eiginlega vegna barnsins. Hundruð þúsundir kvenna drógust. við byltinguna inn í við- skiftalífið, stjórmnál og vísindi. Hundruð þúsundir kvenna lögðu krafta sína í að byggja upp hið sósíalistiska ríki við hlið manna sinna. Fyrir börn þessara kvenna var barnaheimilunum og dagheimil- unum komið upp, svo þær gætu unn- ið í næði með þá ineðvitund að vel væri sjeð um og hugsað fyrir börn- unum þeirra. í Moskva eru sem stendur 115 dag- heimili fyrir börn, þar sem tekið er á móti 7.000 börnum, og barnaheim- ili með yfir 1000 börnum. Þegar fimmáraáætluninni er lokið eiga að vera komin upp dagheimili og barna- heimili fyrir 17.000 börn í Moskva og 500.000 börn alls í öllu Sovjet- ríkinu. Herskarar þessarar litlu liávaða- sömu vera fylla hina þægilegu sali, þar sem þau eiga alt og alt er sniðið við þeirra hæfi. Sjerhverf þessara litlu barnaríkja, hefir sinn sjerstaka svip. Við skulum svipast sem snöggv- ast um á vöggustofu nýs samvinnu- húss í Moskva. Við gönguin í gegnum vítt og bjart fordyri, allstaðar eru glerdyr. í her- bergi einu sjáum við litlu börnin. Þau sitja hringin í kringum kringlótt borð; fyrir framan hvert barn stendur grautarskál með rauðum graut, sem þau borða með mikilli áfergju. Þar næst komum við í stórt og bjart og glóhreint herbergi, veggir og hús- gögn eru blá. 1 miðju herberginu eru stórar kviar, þar skríða og veltast 1—2 ára gönml börn, öll eru þau eins klædd í ljósbláum fötum. Næst kom- um við inn í hvítvoðungastofuna. Ilvít rúm, borð sem hægt er að slá sainan, skápur og leikfangabekkur — engin óþarfi. Herbergið er tómt, börnin sofa úti á glersvölunum. Gegn- um opna gluggana streymir Ijós og loft inn í herbergið. í herberginu við liliðina á eru tvær mæður að láta börn sín sjúga. Önnur þeirra er bú- in. Hún fær fóstrunni barnið, flýtir sjer í kirtil sinn og fer aftur til vinnu sinnar, barnið liennar er hjer i góð- um höndum, hjá reyndum fóstrum, undir daglegu eftirliti lækna. Þarna er einnig herbergi fyrir stærri börn. Börnin eru einmitt að safna saman klossuni sínum, sem þau hafa verið að leika sjer að. Minstu börnin koma til okkar, skvaldrandi og hávaðasöm. Hjer og þar heyrist grátur, en hann þagiiar skjótt. í næsta herbergi er verið að leggja á borðið. Ein systir- in kemur inn. „Nú förum við að borða miðdegismatinn, en fyrst verð- um við að vera róleg“, segir hún. Börnin hætta að hávaðast, og setjast niður og eru alveg róleg. „Is — is, alveg róleg“. Börnin horfa fast og ákveðið fram fyrir sig, enginn hreyf- ir sig. „Jura, komdu hjerna, en al- veg hljótt“. Litill feitur pottormur laumast til hennar á tánum. „Nína, komdu nú“. Nína litla klifrar varlega niður af stólnum og læðist jafn hægt til systurinnar. Ágætt ráð til þess að þagga niður og sefa börnin og venja liau á að stjórna sjer. Máltíðin fer fram jafn rólega og háfíðlega. Börn- in eru snemma vanin á það að líta á líkamlegar nauðsynjar svo sem það að eta drekka og sofa sem þýðingar- mikil störf fyrir líkaman. Eftir mál- tíðina 1V-2 st'undar svefn. Litlu börn- in læða sig úr og í eins og þau geta eða lijálpa hvert öðru, án þess að systirin þurfi að skifta sjer af því. Síðan eru leikir til kvelds. Þegar við förum út mællum við hóp stálpaðra barna, þau eru að koma af skemtigöngu, Öll eru þau glöð, frískleg og masandi. Fyrir framan húsið er leikvöllur með litlum bekkjum, sandhaugum, leiktækjum, rennibraut o. s. frv. Börnin hlaupa, detta, skæla, hlæja, og hávaðast. Svona gengur það allan liðlangan daginn, þangað til mæð- urnar koma úr vinunni og fara heiin með börnin. Klukkan var 81/* um inorgun þeg- ar við fórum í vöggustofu eiiia, sem tilheyrði einni verksmiðjunni. Alls- staðar streyma að mæðurnar með börnin á handleggnuin eða við hlið sjer. I móttökuherberginu fóru þær í gráa kirtla og klæddu börnin úr. Systurnar mæla hiia barnanna og skoða upp í þau. Hraustu börnin eru sett inn í baðherbergið, þar eru þau þvegin, klædd í „Vöggu-fiitin11 og send inn í leikherbergin. Veik börn eru send á annan stað. Föt barnsins leggur móðirin saman og kemur fyrir í skáp, hvert barn hefir lokaða skúffu. Á sama hátt er það með hvít- voðuiigana aðeins eru þeir vegnir á hverjum degi og baðaðir. Við og við sjest grátandi barn, sem heldur sjer dauðalialdi í pils móður- innar. Það eru ný börn, sem ekki þora að skilja við móður sína. f leik- herberginu standa þau lirædd og þegjandi upp við veggina, en brátt hrífast þau með af leiknum og liá- vaðanum og verða eins áköf eins og hin að leika sjer. Litlu börnin liafa nákvæma stunda- töflu. Öllu er raðað nákvæmlega nið- ur, einnig leikjunum. Við og við er leikurinn skipulagsbundinn, það er að segja í einliverju ákveðnu mark- miði, t. d. þannig að hann þroski lilaupa- og gangvöðva barnanna. Litlu börnin lilaða tréklossum á litla vagna, og draga þá um af áhuga en ekki nema í 5—10 inínútiir, lengur geta samleikir ekki staðið, þvi börn- in geta ekki haldið sjer við saina málið lengi í enu. Allir leikir barnanna eru skipu- lagðir af uppeldisfræðingum og ná- kvæmlega undirbúnir og .hugsaðir: Leikirnir eiga að kenna börnunum að gera börnin sjálfstæð og fjelagslynd. í leikjunum sína þau gáfur sínar og lmeigðir. Allar vöggustofur, dagheimiliv og barnaheimili eru undir stöðugu lækn- iseftirliti og er stjórnað af hæfum hjúkrunarkonum og uppeldisfræðing- um. Það er erfitt verk og ábyrgðar- mikið, en stórt hluverk er það, því framliðin tilheyrir barnimu. Ferrosan er brafíðfíott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyf jabúðum í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. Vandlátar húsfreyjur kaupa Tígulás- jurtafeiti. Foreldrar. í Danmörku deyja sjö sinnum fleiri pelabörn en brjóst- mylkingar. Kaupið Mæðrabókina eftir prófessor Monrad. Kostar 3.75. Kvikmyndastjarnan Sue Carroll varð fyrir því óláni um daginn að öllum gimsteinum hennar var stolið. En þeir voru um 30.000 dollara virði. Það Leið yfir aumingja stúlkuna þeg- ar luin uppgötvaði þjófnaðinn! ----x----- I Kansas City var maður nýlega dæmdur í æfilangt fangelsi lyrir að hafa haft undir höndum tvo lítra af brennivíni. Þetla þykir strangur dómur, þó maðurinn auðvitað oft áður hal'i verið staðinn að óleyfi- legri brennivínssölu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.