Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 9
P A L K I N N y Hinn 22. f. m. voru liðin 25 ár síðan Carl Danaprins, bróð- ir Kristjáns konungs tíunda, og Maud drotning, dóttir Játvarð- ar 7. Englalconungs voru krýnd konungur og drotning Noregs og tók konungur þá nafnið Hákon 7. En riki hafði hanu lekið haustið áður. Krýningin fór fram í dómkirkjunni í Niðarósi, með afar mikilli viðhöfn. Hjer sjást konungshjónin í krýningar- skrúðanum. Um miðjan síð- asta mánuð varð œgilegt stgs við Frakk- landsströnd, skamt frá St. Nazaire. Skipið „St. Philibert", er verkamanna fjelagið í Nan- tes hafði leigt til skemtiferð- ar með rúm- lega 500 fje- lagsmenn sína, strandaði á skeri skamt undan landi, í miklum sjó- gangi og komst alt í uppnám á svipstundu og björguðust eigi nema örfáir af öllum innan- borðs, en hátt á fimta hundr- að manns druknuðu. Var mjög ili að koma björgunartilraunum við, því að skipið sjálft liðaðist i sundur á mjög skömmum tíma og veðrið var ilt. Er þetta með hryggiiegustu sjóslysum, sem orð- ið hafa um langt skeið í Evrópu. Björgunarútbúnaði skipsins hafði verið mjög áfátt, en þó talið óvíst, hvort stoðað hefði þó hann hefði verið betri, því að flestir farþegarnir sópuðust fyr- ir borð er skipið lagðist á hliðina er það snerti skerið. Hjer sjást ættingjar vera að horfa út á strandstaðinn. Óvíða hefir eins mikil bylting orðið á síðari árum og í bygginga- listinni og hefir Fálkinn sýnt myndir af mörgum nýtískubygg- ingum. líjer er ein byggingin, frá Liegnitz í Þýzkalandi. Er það fangelsi og er stórum fegurra en mörg nýju verslunarhúsin er- lendis. Myndin sýnir framhliðina. Við Menstad. sem er útflutningshöfn hinna miklu áburðargerða Norsk Ilydro, hafa verið alvarlegar óeirðir undanfarið, vegna þess, að starfsmenn, sem voru ráðnir sem fastir menn, hjeldu áfram að vinna, eftir að vinnuteppa var skollin á í Noregi. Varð að kveðja herlið til að skakka leikinn. Myndin sýnir upp- þotsmennina vera að fara út í skip.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.