Fálkinn - 01.08.1931, Page 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Iljaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstófa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
„Þau eru súr!“, sagði refurinn um
berin. „Þau eru súr“, segjum við um
það, sem við getum ekki náð i, en
sem við þráum.
Enginn maður er svo fullkominn
eða fjölhæfur, að hann geti fram-
kvæmt alt það, sem honum dettur í
hug eða fengið alt það, sem hann
langar í. Enda mundi honum engin
bót í því. Það er staðreynd, að mikið
vill alt af meira, og maður sem hefir
lagt undir sig allan heiminn, mundi
að því loknu eflaust vilja leggja und-
ir sig stjörnurnar.
En maðurinn er svo gerður, að í
stað þess að segja við sjálfan sig, að
hann mundi engu nær, þó að hann
hlyti það sem hugur hans girnist i
það skiftið, þá lætur hann öfundina
koma til sögunnar. Hann þykist
vita, að aðrir mundu höndla það,
sem hann sjálfan langar i en hann
ann ekki neinum að fá það, og þess
vegna snýr han við blaðinu og seg-
ir: „Þetta er óþverri“ eða „þetta er
einskis nýtt — jeg vil ekki sjá það“
•— jafnvei þó að hann fyrir skömmu
neytti allra bragða til þess að ná í
það. Maðurinn huggar sig með þvi,
að gera tilraunir til þess að ljúga að
sjálfum sjer og um leið gera lítið úr
þeim, sem var hepnari eða liæfari
en hann og náði í „súru berin“.
Síðan kemst hann ef til vill í færi,
sem honum var ekki of langt, við
þetta sama. En þá er sjálfslýgin orð-
in svo sterk í honum, að hann hefir
gleymt hinu sanna eðli þess, sem um
er að ræða og segir enn: „Þau eru
súr!“ Tökum lil dæmis manninn,
sem i æsku á eitthvað áhugamál og
reynir að koma þvi i framkvæmd,
en mistekst það. Síðar koma aðrir
og láta sjer hepnast þetta og loks
kemur að því, að maðurinn sjálfur
er þess um kominn að geta látið sjer
hepnast það, með þvi að telja sem
flestum trú um, að þetta sje glapræði
eða að minsta kosti einskis nýtt.
Og þessi tilhneiging verður ósjálf-
rátt til þess, að umræðurnar um al-
nienn mál snúast svo oft um — ekkl
hvað sje best, heldur hvað sje„minst
vont“. Það er að vísu gott, að gera
sjer Ijósa gallana á liverju máli, áðu
en í það er ráðist. En hitt er var-
hugavert, að einblína svo á gallana,
að menn gleymi að gera sjer ljósa
kostina. Einkanlega af því að gall-
arnir eru oft ekki eins miklir og af
er látið, en máske komnir fram við
reynslu þess manns, sem alls ekki
var hæfur til að fá rjetta reynslu.
Heimsmeistarinn í skák
Dr. Alexander Aljechin.
Eftir ELÍS Ó. GUÐMUNDSSON
Doktor Alexander Aljechinerfædd-
ur i Moskva 19. oktober 1892. Hann
hefir afsalað sjer rússneskum ríkis-
borgararjetti og hefir öðlast rikis-
borgararjett í Frakklandi. Hann varð
skákmeistari Rússlands 16 ára gamall
þegar hann vann fyrstu verðlaun á
skákþingi Rússa í St. Pjeturborg árið
1909. Síðan hefir hann meðal annars
hlotið fyrstu verðlaun á þessum skák-
þingum:
Stokkhólmi árið 1912, Schevern-
ing 1913, St. Pjetursborg 1914,
Mannheim 1914, Triberg 1921, Buda-
pest 1921, Ilaag 1921, Hasting 1922,
Karlsbad 1923, Pourtsmouth 1923,
Baden-Baden 1925, París 1925, Bern
1925, Hastings 1926, Scarborough
1926, Burningham 1926, Iíecskemet
1927, Bradley- Beach 1929, San
Remo 1929.
Önnnur verðlaun hefir hann hlot-
ið í London árið 1922, Pistyan árið
1922, Margate árið 1923, Dresden ár-
ið 1926, Semmering árið 1926 og New
York árið 1927.
Auk þessa hefir hann teflt á mörg-
um minni háttar skákþingum víða um
heim og hlotið þar ýms verðlaun.
Árið 1927 kepti Dr. Aljechin við
Gapablanca um heimsmeistaratign-
ina. Tefldu þeir í Buenous Aires og
var Aljechin áskorandinn. Þeir tefldu
34 töfl. Aljechin vann 6, Capablanca
3, en 25 töfl urðu jafntefli. Ákvæðin
um heimsmeistaratingina voru þann-
ig, að sá taldist vinnandi, og þar með
lieimsmeistari, sem fyr vann 6 skák-
ir, og eru jafntefli þá ekki talin.
Að vinna heimsmeífctaratignina i
skák, er sú mesta sæmd sem nokkr-
um taflmanni getur hlotnast og heims-
meistaratignin gerir nafn þeirra sem
hana hljóta, ódauðlegt, en liróður
þeirra fer um allan hinn mentaða
lieim.
Árið 1929 þurfti Dr. Aljechin að
verja heimsmeistaratign sína í ein-
vígi við Bogoljubow. Tefldu þeir 25
töfl á ýmsum stöðum i Þýskalandi og
Hollandi. Úrslitin urðu þau að Al-
jechin vann 15%, en Bogoljubow 91/2
og var þetta skákeinvígi þeirra eitt
hið harðasta sem hefir verið háð
um meistaratignina.
Dr. Aljechin hefir níu sinnum liáð
skákeinvígi, sem sje þessi: Við Blum-
enfeld árið 1908, við C. von Bardele-
ben árið 1908, við Leviski árið 1911,
við Teichmann árið 1921, við Samisch
árið 1921, við Muffang árið 1923, við
Dr. Euwe árið 1927, við Capablanca
árið 1927 og við Bogoljubow árið 1929.
Af þessum skákeinvígjum vann Dr.
Aljechin 8, en þeir skildu jafnir Dr.
Aljechin og Teichmann árið 1921, og
vann hvor þeirra 2 töfl en 2 urðu jafn-
tefli. 1 þessum skákeinvígum tefldi
Dr. Aljechin samtals 102 töfl, og vann
af þeim 44, en tapaði aðeins 15, og 43
urðu jafntefli. Andstæðingar lians
voru allir heimsfrægir skákmeistar-
ar, og meðal þeirra heimsmeistarinn
Capablanca sem þar tapaði heims-
meistaratign sinni.
Dr. Aljechin hefir oft ferðast um
bæði Evrópu og Ameríku, sem gestur
hinna ýmsu skáksambanda og skák-
fjelaga, og sýnt þar snilli sina með
því að tefla samtímis við marga i
einu, teflt við fleiri menn í samráða-
skákum, og gegn mörgum samtímis,
án þess að liann noti skákborð eða
menn (blindskákir). í fyrra ferðaðist
hann t.d. um Danmörku, Svíþjóð og
Noreg og tefldi opinberlega i þessum
horgum: Kaupmannahöfn, Stokk-
hólmi, Örebro, Eskiltuna, Gautaborg
og Oslo.
í Kaupmannahöfn tefldi hann sam-
tímis við 38, og vann af þvi 34, tap-
aði 1 en 3 urðu jafntefli. Stóðu þessi
töfl ca. 6 stundir.
I Stokkhólmi tefldi hann samtímis
við 40. Stóðu þau töfl í ca. 6% stund.
Aljechin vann þar 29, tapaði 7 en 4
urðu jafntefli.
I Örebro tefldi hann samtimis við
35. Af þeim vann hann 22, tapaði 9 en
4 urðu jafntefli.
Eskiltuna tefldi hann einnig við
35 samtímis. Vann 26, tapaði 4 en 5
urðu jafntefli.
í Gautaborg tefldi liann samtímis
við 36, og stóðu þau töfl nærlum í 8
stundir. Aljechin vann 19, tapaði 8,
en 9 urðu jafntefli.
í Oslo tefldi liann við 35 samtimis.
Hann vann 24, tapaði 4 en 7 urðu
jafntefli.
Eins og áður er frá sagt, hlaut Dr.
Aljecliin fyrstu verðlaunin í San
Remo. Þar keplu 16 stórmeistarar, og
meðal þeirra voru flestir eða allir
frægustu skálcsnillingar veraldarinn-
ar nema Dr. Lasker, Capablanca og
Marshall. Dr. Aljechin hlaut þar
fyrstu verðlaun. Hann vann 13 skákir
og gerði 2 jafntefli, tapaði engu (þ. e.
hlaut 14 vinninga af 15 sem mest var
hægt að fá). Slík frammistaða ber
þess ótvíræðast vitni hversu mikill
snillingur Dr. Aljechin er. Það er ekki
heiglum hent að vinna 933 af liundr-
aði á slíku skákþingi, eins og Dr. A1
jechin gerði í San Remo.
Nú er þessi frægi skákmaður
væntanlegur hingað á morgun og
dveur hjer rúma viku. Verður fróð-
legt að sjá hvernig viðureign hans
verður við þá skákmenn, sem ís-
lendingar eiga besta á að skipa.
Um víða veröld.
----X----
Einkennllegar hjónaskiln-
aðaróstæönr.
Fyrir hálfri öld mátti ganga að
þvi visu, að mikilvægar ástæður
væru fyrir hendi, þegar hjón sóttu
um skilnað, því að slikt skref var
ekki stigið að gamni sínu í þá daga.
En á síðustu áratugum hefir álit al-
mennings breyst mikið með tilliti til
hjónabandsins, enda er svo orðið í
flestum löndum, að folki er gert
mjög ljelt fyrir að skilja og giftast á
nýjan leik. Einkum kveður mikið
að þessu í Ameríku. Til dæmis um
hve ljettvægar ástæður dómstólarnir
taka gildar fyrir þvi, að skilja hjón,
skal þetta nefnt:
Síðustu tíu árin hefir fjöldi hjóna
skilið vegna þess, að frúin ljet klippa
á sig drengjakoll, en húsbóndinn,
sem að jafnaði var eldri og kunni
ekki þessari nýtisku, varð svo reiður
að hann heimtaði skilnað. En lika
eru þess dæmi, að hárvöxtur hús-
bóndans hafi orðið að skilnaðarsök.
Þannig var það í Los Angeles i fyrra
að maður einn ljet vaxa á sjer hárið
niður á herðar, til að ergjakonusina
sem vitanlega var með drengjakol.1,
og kvaðst ekki mundu láta skera hár
sitt fyr en hún hafði látið sitt hár
vaxa. Iionan sótti um skilnað — og
fjekk hann.
Önnur hjón i Ameríku skildu í hitt
eðfyrra, þegar það var boðorð allra
kvenna, að vera grannur eins og
spíta. Þessi kona, sem hjer átti hlut
að máli, tók hina stefnuna, fitaði
sig þangað til að hún var orðin eins
og tunna. Maðurinn fjekk skilnað.
Annar maður fjekk skilnað, fyrir
enskum dómstóli, vegna þess að kon-
an tók jafnan til á skrifborðinu hans
svo að það kostaði hann ávalt langa
leit, að finna aftur plöggin sem hann
hafði látið Liggja á borðinu, — vit-
anllegaíeinni hrúgu. Hafði sama kon
an líka fyrir sið, að hengja jafnan á
anlega í einni lirúgu. Hafði sama kon-
aði að nota að morgni. —Ensk frú
fjekk skilnað út af þvi, að maður
hennar hafði þann leiða vana, að
skella á eftir sjer hurðinni.
í Danmörku bar það við fyrir
nokkru að hjón skildu vegna þess að
konan neitað’. að fara með manni
sínum, er hann flutti frá Odense til
smáþorps þar skamt frá, en þar
hafði hann fengið nýja stöðu. Ann-
ar maður, Ukú danskur, heimtaði
skilnað frá konu sinni vegna þess,
að han fjekk ekki annað en flesk til
miðdegisverðar alla sex virka daga
vikunnar — og á sunnudögum fjekk
hann pönnuköku með steiktu fleski.
Austurísk söngkona, sem heitir
Maria Oleyska og rnaður hennar,
sem lika var söngvari, fengu nýlega
skilnað. Þetta vakti athygli, þvi að
það var allra manna mál, að hjónum
þessunt kæmi sjerstaklega vel sam-
an. En ástæðurnar til skilnaðarins
reyndust Líka þær, að hjónin höfðu
sjeð, að þau fengu miklu lægra út-
svar, ef þau h fðu hvort sinn fjárhag
i stað fjelagsbús.
Alvarlegri ástæður hafði maður
einn sem nýlega sótti um hjónaskiln-
að i Chicago. Hann hafði þessa galla
að telja á konu sinni. Hún væri: löt,
jögunarsöm, ónotagjörn, neyðarleg,
afbrýðissöm, ágjörn, skammakjaft-
ur, leiðinleg, ráðdeildarlaus, smekk-
laus, síngjörn, bráð, ofsafengin, ó-
sannsögli, smásál, hlægileg og þótta-
full.
Það ei sagt að ástin blindi. Og
sannarlega hefir þessi maður verið
blindur, þegar hann giftist konunni.
Um daginn fjekk fangavörður einn
í Ameríku lausn frá starfa sínum.
Einhverra hLuta vegna voru honum
ekki veitt eftirlaun. En þegar fang-
arnir frjettu það, tóku þeir sig til og
skutu saman í gjöf handa fangaverð-
inum. Á einurn degi söfnuðust 1200
dollara í sjóðinn, sem svo var af-
hentur hir.um vinsæla fangaverði
----------------x----
Áteiknaðar hannyrðir
fyrir hálfvirði.
Til þess að auglýsa verslun vora
og gera áteiknaðar vörur vorar
kunnar um alt Island á sem skjót-
astan hátt bjóðum vjer öllu ís-
lensku kvenfólki eftirtaldar vörur
1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm.
1 — ljósadúk .. 65 X 65 —
1 — „löber“ ... 35 x 100 —
1 — pyntehandkl. 65x100 —
1 — „toiletgarniture“ (5 stk.)
fyrir danskar kr. 6,85 auk burð-
argjalds.
Við ábyrgjumst að hannyrðirnar
sjeu úr 1. fl. ljerepti og með feg-
urstu nýtísku munstrum. Aðeins
vegna mikillar framleiðslu getum
við gert þetta tilboð, sem er hafið
yfir alla samkepni.
Sjerstök trygging vor: Ef þjer
eruð óánægð sendum við pen-
ingana til baka.
Pöntunarseðill: Fálkinn 1. ágúst.
Nafn .............'............
Heimili........................
Póststöð ......................
Undirrituð pantar hjermeð
gegn eftirkröfu og burðargjaldi
.......... sett hannyrðaefni á
danskar kr. 6,85 settið, 3 sett
send burðargjaldsfrítt.
Skandinavisk Broderifabrik,
(Tidligere Herluf Trollesgade 6,
Nörrevoldgade 54.
Köbenhavn K.