Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.08.1931, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Um fimtungur alls ræktanlegs lands í Japan er hrísekrur. Myndin sijnir menn vera að sá hrísgrjónum. urnar verða að vera votlendar en í votlendi þrífast alskonar gerlar betur en á þurru. Þess- vegna neyddust Italir til, að setja skorður við stækkun hrísekr- anna. Fjölda margar tegundir hrís- grjóna eru á boðstólum í heim- inum. Mikið ber á svokölluðum Karolinarís, en undir þvi sam- heiti ganga lirísgrjón þau, sem ræktuð eru í Norður-Ameríku. Þangað fluttust hrísgrjónin ár- ið 1701. Það ár flutti skip eitt nokkrar skeppur af hrísgrjónum frá Madagaskar til Karolina og af þeim stofni er mikið af hrís- grjónum Ameríkumanna kom- ið. Uppskerunni er hagað þannig að öxin eru skorin af stöngl- inum og kornið síðan þrekst. Síð an er meðferðin mismunandi eftir því hvaða grjónategund framleiða skal. Gerður er mun- ur á óafhýddum hrísgrjónum (paddy), afhýddum, „póleruð- um“ grjónum (brass eða bray) og svo blöndunum af þessum tegundum. Hýðið af grjónunum er notað til skepnufóðurs. Hjer á landi eru nær eingöngu notuð hrísgrjón frá Austur-Ind- landi og eru grjónin nær ein- göngu notuð ómöluð, enda þó að dálítið sje farið að nota ,rísmjel‘ á síðustu árum. 1 Austur-Asíu eru hrísgrjónin ekki aðeins aðal fæðutegundin, heldur eru þau mikið notuð til þess að gera úr þeim áfengi. Flestum börnum þykir góður grjóna- grautur. Kínversku börnin fá soðin grjón oftar en einu sinni á hverjum degi, og komast furðu fljótt upp á að nota prjónna til þess að eta með. Hrísekra í Kóreu. Mennirnir eru að reita illgresi. SVARTI RÁÐHERRANN Það vakti OG FRÆNDI HANS. — mikla at- -------------------- hygli víðs- vegar í Evrópu i vor, er svertingi var tekinn inn i ráðuneyti Frakklands, NÝTÍSKU Blöð Ameríkumanna FANGELSI. hafa upp á siðkastið ----------- ritað meira um fangels- ismálin en nolckru sinni fyr. Það þykir sem sje sýnt og sahnað, að með þvi fyrirkomulagi, sem nú er á fangelsunum sjeu þau beinlínis gróðr- arstöð allra hugsanlegra glæpa, þar sem ungt fólk, er vilst hefir út á glæpabrautina og hægt væri að gera að góðum borgurum, forherðist og fær hatur til alls sem heita lög, og gerir sjer far um að brjóta þau, und- ir eins og það sleppur úr prísund- inni. Til samanburðar við gömlu fangelsin eru svo tekin nýju fangels- in i Massachucetts, þar sem alt er gert til þess að fara mannúðarlega með fangana og innræta þeim góða siði með þeim árangri, að 80 af hverju hundraði hafa gerst góðir og löghlýðnir borgarar. „Það eru lælcn- ar og kennarar, sem fangelsin þurfa með í stað fangavarðanna, björt hý- býli og sem mest frjálsræði". Nokkr- um hluta fangelsisins Sing Sing hefir nú verið breytt í samræmi við kröf- ur tímans. 1 sumum klefum eru spegl- ar, heitt og kalt vatn og jafnvel út- varpstæki, svo að herbergin eru ekki ósvipuð þvi_ sem er i sæmilegum gistihúsum. í þessa klefa eru látnir þeir fangar, sem talið er líklegt að hægt sje að leiða á rjetta braut aft- ur, en reynslan fyrir áhrifunum er enn svo stutt þarna, að of snemt þyk- ir, að byggja dóm á henni. í Judenberg i Steiermark gerðu 2 bóndakonur aðsúg að stúlku einni og Ijeku hana lirapallega. Hafði mað- ur annarar konunnar víst átt vingott við stúlkuna, svo að konan varð af- brýðisöm og fjekk mágkonu sína í lið með sjer; rjeðust þær á stúlkuna, flettu hana klæðum og heltu yfir hana sjóðandi tjöru. í þessum svif- um kom bóndinn að, og tók hann stúlkuna og henli henni út í læk, en þaðan var henni svo bjargað, illa útleikinni og meðvitundarlauri. Þessi þrjú þokkahjú voru öll tekin föst og bíður þeirra alvarleg hegning. og gerður að nýlenduráðherra. Ráð- herra þessi heitir Diagne og er svert- ingi frá Senegambiu. Sjest hann hjer til hægri, en til vinstri er frændi hans, sem er hermaður í franska liernum. Nýlega kom út i Englandi bók, sem gerir grein fyrir mannfallinu i heims- styrjöldinni. Samkvæmt henni hefir mannfallið orðið meira i þessari einu styrjöld, en í öllum styrjölduin 19. aldarinnar til samans. Er talið að fallið hafi milli 814 og 10 miljónir manna og var mannfallið tvöfallt hjá bandamönnum á við miðveldin Telst svo til að bandamenn, að frá- töldum Ameríkumönnum og Japön- um, hafi mist 5—6% miljón manns en miðveldin, að frátöldu Tyrklandi, 3 miljón manns. Talið er að 20 milj- ónr hafi sájrst, en í flokknum „fang- ar og horfnir“ eru nærri 6 miljónir. -----x---- Yisindaleiðangur einn í Suðurhafi fann nýlega mann á einni af smá- eyjunum þar syðra Var han þarna aleinn og hafði lifað þarna árum saman. Maðurinn kvaðst vera þýskur liðsforingi og hefði hann einsett sjer eftir stríðið að yfirgefa siðmenn- inguna og lifa sem einbúi þarna suð- ur frá. Þessi nýi Róbinson þvertók fyrir, að fara burt af eyjunni með leiðangursmönnunum. Hann lifir mestmegnis á kokoshnetum, og segir að sjer hafi aldrei á æfinni liðið eins vel Og siðan hann nam land þarna. Abdullah Mohamed frá Kairo er 130 ára gamall. Ilann hefir verið kvæntur 20 sinnum en er nú orðinn leiður á tuttugustu konunni og er að svipast um eftir þeirri tuttugustu og fyrstu. Hagfræðingurinn J. Koralnik hefir rannsakað útbreiðslu gyðinga i Ev- rópu og kemst að þeirri niðurstöðu, að alls sjeu 9.785.000 gyðingar i álf- unni. í Póllandi eru þeir flestir, eða 3.125.000, Rússlandi 2.970.000, Rúm- eníu 800.000, Englándi og írlandi 300.000, Austurríki 220.000, Lilhauen 167.000, Frakklandi 160.000, Hollandi 120.000, Lettlandi 96.000, Grikklandi 73.000, Jugoslaviu 67.000, Tyrklandi 50.000, Búlgariu 45.000, Ítalíu 45.000, Sviss 18.000, Danzig 9.000, Svíþjóð 6000, Danmörku 5500, Estlandi 5000, Spáni 3000, Portugal 2500, Finnlandi 1800, Luxemburg 1750 og Noregi 1450. -----x---- Merkilegur dómur var nýlega kveð inn upp í Berlín. Lesen byggingar- meistari gerði teikningu að gisti- húsinu „Eden“. í fyrra var bygð ein hæð ofan á húsið án þess að Lessen þessi væri þar með í ráðum. Hann fór í mál við eigandann og vann það út frá þeirri staðreynd að gistihúsið væri lians andans verk og þvi mætti ekki breyta án hans leyfis. J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.