Fálkinn - 08.08.1931, Side 15
F Á L K I N N
15
Hjólhestalugtir.
Höfum nú fengið allar tegundir af hjóihestalugtum.
Verð: 3,00, 4,50, 7,00, 11,00 10,00, 20,00 22,50
Reiðhjólaverksmiðjan ÖRNINN,
Laugaveg 20. Sími 1161.
ZEPPELIN TIL Það er nú af-
NOItÐURPÓLSINS. ráðið, að „Graf
----------------- Zeppelin" fljúgi
lil norðurpólsins í lok þessa inánað-
ar, hvað sem „Nautilus“ liður. Stjórn-
ar dr. Eckener sjálfur loftskipinu í
liessari merkilegu för. En i stað Frið-
þjófs Nansen, sem átti einna fyrstur
hugmyndina að þessu flugi, fyrir
tveiinur árum, en nú er dáinn, verð-
ur rússneski prófessorinn Samoilo-
vitsj hinn vísindalegi leiðtogi farar-
innar. Er hann kunnur af liinni á-
gætu forustu sinni í leiðangri þeim, er
Rússar gerðu út forðum til þess að
leita að Nobile. Jafnframt því að
„Graf Zepp“ flýgur norður, fer rúss-
neski ísbrjóturinn „Malyguin“ norður
i höf til þess að leifa leifa þess
hluta Nobileleiðangursins, Sem aldrei
spurðist af, nfl. Alessandriflokksins.
-----------------x----
SJÚKRAHÚS — í París er það
OKURSTOFNANIR altítt, að lög-
■---------------- reglan tekur
fasta lækna, sem reka lítil sjúkrahús
fyrir eigin reikning og nota sjer fá-
fræði fólks til þess að hafa af því
fje. En að þvi er virðist er ástandið
lítið betra í London hvað þetta
snertir, því að ýmsir frægustu lækn-
ar borgarinnar hafa byrjar herferð
gegn „privat-klinikunum“ alment og
hera á þær ófagrar sakir.
Læknar hika ekki við að segja,
að ýmsar af þessum stofnunum sjeu
hreinar og beinar fjeflettingarstofn-
anir. Læknar, sem ekki eru við þessi
sjúkrahús riðin, fá Stórfje til þess
að vísa sjúklinguin þangað. Stund-
um hafa þessir sjúklingar alls ekki
þörf fyrir sjúkrahúsvist. Stundum
sjá læknarnir um að batanum miði
margfalt hægara áfram en þörf ger-
ist, til þess að geta haldið sjúkling-
unuin sem lengst. Því er bætt við,
að öll lijúkrun í þessum stofnunum
sje mjög ófullkomin og að hjúkrun-
arkonurnar hafa flestar ekkerl lært
til verka sinna. Yerðlag er alt afar
hátt, ekki sist á meðulum og sára-
umbúðum. Þannig verður maður,
sem litilfjörlegur skurður er gerður
á, að borga heilt sterlingspund fyrir
sjúkravatt.
Sjúkrahúsmál Breta eru með mjög
fornu sniði, sjúkrahúsin ekki rekin
fyrir fje hins opinbera heldur styrkt
með gjöfum. Hefir þetta gert mönn-
um ljettara um, að gera sjer fje úr
sjúkdómum annara.
---x----
HVÍTT Hvíta mansalið er einn
MANSAL. af smánarblettum nútíma
--------- siðmenningarinnar. Ung-
ar stúlkur eru tældar til annara
heimsálfa, gefin von um góðar stöð-
ur og þessháttar, en þegar á áfanga
staðinn er komið opinberast þeim
sá hræðilegi sannleikur, að „fyrir-
heitni staðurinn“ er pútnahús. Bæði
alþjóðasambandið og heimsfjelagið
gegn hvítu mansali hafa reynt að
sporna við þessuin ósóma, en orðið
lítið ágnegt, því að aldrei hefir
kveðið meira að þessu en á siðustu
kreppuárum í Evrópu.
Hvergi er markaðurinn eins mik-
ill fyrir hvítu þrælana eins og í
stórborgum Suður-Aineríku, Buenos
Ayres og Rio de Janeiro. Þar eru til
fjelög með margra miljón króna
Fyrirliggjandi:
Miðstöðvartæki,
Katlar, Miðstöðv-
arofnar.
Miðstöðvarelda-
vjelar, alt til
uppsetningar.
Eldavélar, email.
& svartar, Gas-
eldavjelar.
Dælur. Vatnshrút-
ar, Galv. Vatnspipur, alt til vatns-
lagna, Baðker, Vaskar, W. C.,
alt til skolplagna.
Spyrjist fyrir um verð.
Gef tilboð um efni til miðstöðv-
arlagna, með eða án vinnu.
ISLEIFBR JtNSSON,
Aðalstræti 9, Reykjavík.
Simar 1280 & 33. Símn.: isleifur.
eignum, sem hafa atvinnu af jiræla-
sölunni og græða stórfje á. Suin
þessara fjelaga starfa á yfirborðinu
sem góðgerðarfjelög, t. d. fjelagið
„Zwi Migdal“ í Buenos Ayres. Fje-
lag þetta á höll í borginni á einum
besta staðnum. Lögreglan reyndi að
ganga á milli bols og höfuðs á þessu
fjelagi og handtók 104 manns, sem
við það voru riðnir og voru flestir
þeirra miljónamæringar. Kona ein
í þessum friða hóp, átti t. d. lóðir
og jarðeignir, sem nema 115 miljón-
um króna — og alt þetta fje hafði
hún grætt á þrælasölunni. Sumt
fólkið í hópnum sat í fangelsi nokkra
mánuði og slapp síðan, þrátt fyrir
bestu viðleitni dómarans til þess, að
veita þvi húsaskjól æfilangt. Það var
sýknað, vegna vantandi sannana
sem kallað var. Það kvað vera erf-
ilt að ná dómi yfir ríku fólki i Suð-
ur-Ameríku. Og það sem gerir enn
erfiðara fyrir um rekstur þessara
mála er það, að flestar hinna ógæfu-
sömu stúlkna vilja alls ekki liverfa
burt aftur úr spillingunni, eftir að
þær eru orðnar samdauna henni.
Þær venjast allskonar óhófi, búa í
dýrindis salakynnum og hafa tals-
vert frjálsræði, en hafa flestar lifað
við þröngan kost áður en agentar
mansalsins klófestu þær.
Þýskur kvikmyndastjóri sem heit-
ir Manfred Noa hefir gert mynd um
hvítu þrælasöluna og lýsir lienni á-
takanlega. Ileitir myndin „Leiðin
til Buenoes Ayres“ og kvað vera
grípandi lýsing á kjörum hvítu
stúlknanna og lýsa einkar vel fólki
þvi, sem gerir sjer mansalið að at-
vinnu.
----x----
Góð húsgögn auka
heimilisánægjuna.
Húsgagnaverslun
Erlings Jónssonar,
Hverfisg. 4 og Baldursg. 30.
Reynslan er þegar búin að sýna, að það er
ekki hægt að framleiða betri
Málningu
og Lökk
en LEWIS BERGER'S & SONS,
sem er stærsta og besta málningar-
efnaverksmiðja Stóra-Bretlands.
Heild- og smásölubirgðir hefur
Verslunin ,,BRYNJA“
Laugaveg 29.