Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1931, Page 1

Fálkinn - 22.08.1931, Page 1
SKEMTIKVÖLD í KÁKASUS. Mijndin hjer að ofan er ár sveitajwrpi í Kákasus. Þar býr glaðlijnt fólk og gefið fyrir söng og dans og er það siður þar i landi, að fólk kemur saman á torginu á kvöldin, að afloknum vinnutíma og stígur þar þjóðdansa sína og syngur undir. En þó að dansarnir sjeu þjóðlegir og danslögin og búningar fólksins sömuleiðis þá er liljóðfærið ekki þjóðlegt að sama skapi, því það er harmonika. Kákasusmenn og Kósakkar eru heimsfrægir fyrir dansfimi sína og dansar þeirra eru einkum eftir- tektarverðir fyrir það, hve fimir dansmennirnir eru að dansa á hælunum og halda jafnvægi. Jafnvægislistin í þessum döns- um er mjög einkennileg og oft verða dansararnir að snúast eins og skopparakringla á hælunum til þess að detta ekki. — Dansar þessir hafa verið iðkaðir kynslóð eftir kynslóð og engin breyting hefir orðið á þeim á síðari árnm, þrátt fyrir allar breytingarnar i Rússlandi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.