Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1931, Qupperneq 4

Fálkinn - 22.08.1931, Qupperneq 4
4 KÁLKINN Efnalaug Reykjavíkur 10 ára. , í dag fyrir tíu árum tók til starfa hjer í Reykjavík fyrir- tæki, sem þegar i stað sýndi, að þess var full þörf og á umliðn- um tíu árum hefir sýnt, að því er stjórnað með samviskusemi og þeirri nákvæmni, sem nauð- synleg er til þess að vinna sjer traust og vinsældir almennings. Er það Efnalaug Reykjavíkur, sem stofnuð var af Guðsteini Eyjólfssyni klæðskera og þeim hræðrunum Sigurjóni og Tóm- asi Jónssyni, en þessir menn eru eigendur fyrirtækisins enn í dag. Aður en Efnalaug Reykjavík- ur tók til starfa höfðu menn að vísu tekið fatnað til kemiskrar hreinsunar hjer á landi, án þess þó að hal'a fullkomin tæki til þess að geta rekið þetta sem iðn- að. Þegar hreinsa þurfti fatnað, sem vandgert var við eða lita hann, var venjulegast sú leiðin tekin að senda hann til útlanda með „skít og öllu saman“, eins og þar stendur, en lítill vegsauki var þjóðinni að þessu, því að það bar volt um, að Is- lendingar kynnu ekki að hreinsa fatnað sinn sjálfir. Það sást brátt á, að fyrirtækisins var full þörf, þvi að jafnan hefir Efnalaugin haft nóg að starfa, og hefir orð- ið að smáfæra út kvíarnar. Þetta hefir orðið til þess, að hægt hefir verið að gera starfsemina fjöl- breyttari enda er nú leitun á því, sem þessi hreinsunarlaug getur ekki tekið á móti. Jafnvel stærstiú gólfteppi þvær hún og hreinsar og hefir sjerstaka þurkuvindu, sem getur snúisl með þau með þeim feiknar- hraða, að vatnið þrýstist úr þeim fyrir áhrif miðflóttaaflsins. Eim- pressunaráhöldin hafa aukist mjög mikið á síðari árum og nýjasta nýtt er sokkapressunar- vjelin, sem tekur við sex sokka- pörum samtímis og gerir þau strokin og fáguð á 2—3 minút- Efnalaugin hefir nú lagt und- ir sig nálega alt liúsið, sem liún byrjaði í fyrir tíu áruni. Þvotta- skálarnir, litunarskálinn, þurk- húsið, eimpressunin alt hefir þetta húsnæði út al' fyrir sig á- samt fleiru, sem hjer er ekki rúm að telja upp. Um tólf her- bergi þarf fyrirtækið nú til J)ess að afkasta vinnunni i, sem að því herst. Og áhöld Jiau, sem Efna- laugin hefir yfir að j-áða nú orð- Mynd þessi er af húsmæðra- skóla ungfrú Kristinar Thor- oddsen, Fríkirkjuveg 3 í Rvik. Ungfrú Kristín Thoroddsen hefir stundað nám í 2 ár við kunnan matreiðsluskóla í Dan- mörku. Lauk hún þar kenslu- konuprófi með hárri lstu eink- unn, var síðan kenslukona við mæðraskólann að Staðai'felli í Dölum i einn vetur, en setti sjálf upp húsmæðraskóla i Rvík um siðastliðin áramót. Hafa síð- an verið haldin tvö námsskeið. Er kenslutiminn mjög lieppi- legur fyrir stúlkur, sem e. t. v. hafa einnig önnur störf á hendi, Jjví að kenslan fer fram 4 stund- ir hvern virkan dag kl. 3 7 sið- degis. Kennir ungfrú Kr. Th. Jjai- allskonar matreiðslu, meðferð þvotta og veitir fræðslu um nær- ingargildi helstu fæðutegunda. Ungfrú Kr. Th. liefir sýnt hinn mesta dugnað með þvi að koma á stofn þessuni skóla, sem er á einum fegursta og hentugasta stað í höfuðborginni, enda hefir aðsókn verið ágæt þann stutta tíina sem skólinn liefir starfað og bæjarstjórn Rvíkur hefir við- urkent hina miklu þörf á slík- um skóla með þvi að veita hon- um nokkurn styrk. ið, eru svo fjölbreytt og ftill- komin, að Jjað má segja með vissu, að liún standi fyllilega jafnfætis slíkum iðnaðarfyrir- tækjum erlendis. Og er Jjað vel. Hjer birtasl nokki-ar myndir frá Efnalauginni. Efst er mynd- in af afgreiðslunni, jjar sem tek- ið er á móti fatnaði lil hreinsun- ar og litunar og haírn afhentur. Þá er næst mynd af hreinsunar- skálanum og loks af hinni nýju sokkapressunarvjel Efnalaugar- innar. Það er vel, að fyrirtæki þetta, sem var nýtt í sinni röð þegar Jjað var stofnað, hefir tekist svo vel sem raun er á orðin. Því að hvert nýtt iðnaðarfyrirtæki sem gefst vel, livetur aðra til Jjess, að ryðja einhverja al' Jjeim iriörgu óruddu göturii, sem lijer eru lil i iðnaðarmálunum, en Jjegar nýj- ung gefst illa er hún hemill á alla framsækni. Að skólanum geta notið kenslu 12 stúlkur í einu og stendur hvert námsskeið yfir i 3 mánuði. Vcildimur Guðjónsson Nýlendu- götu 6, vavd fimtugur lfn þ. m. Gleraugu kdupiö þjer hbul og údýpabt hjá Bruun. Einnig sól- og rykgleraugu. — Munlð Laugaveg 2

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.