Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.08.1931, Blaðsíða 6
c F Á L K I N N I>essi teikning sýnir part af strengbrautinni frú Chamonix tii Breve.nl. Efri endi brautarinnar er í 2500 metra hæð. legar leiðir og með fylgdar- mönnum og þessvegna geta sum ir fjallgöngumenn sjer frægðar- orð með því að fara einif' og fylgdarlausir. Fyrir fáum árum fóru Englendingarnir próf. Gra- iiam Brown og Smythe upp á tindinn og fóru nýja leið, sem enginn hafcv farið áður. Frægasti fjalltindur í heimi og sá hæsti, er hinsvegar enn ó- snortinn af mannafótum, að því er menn hest vita. Englendingar hafa gert íterkaðar tilraunir til þess að komast upp á Mount Everest og hefir tekist að kom- ast svo langt áleiðis, að ekki vantaði nema sem svai'aði fells- iiæð. Tveir menn lögðu upp í síð- asta áfangann og sást til þeirra hátt uppi í námunda við tind- inn. En síðan hefir ekki til þeirra spurst. Fortakslaust er það ekki, að þelm hafi tekist að komast alla leið upp, en orðið úti i l>aka- leiðinni. 1 Evrópu eru Alpafjöllin lang- mestu fjallgönguslóðirnar, en þó sækja margir til Noregs til að iðka fjallgöngur. Þar eru ýms fjöll og tindar, erfið viðureign- ar og má þar geta um Raums- dalshorn og Skagastólstindana, sem eru snarbrattir og erfiðir. En iiyggjuvit 20. aldarinnar og vjelamenning lætur jafnvel ekki fjallgöngumennina af- skiftalausa. Á síðustu áratugum hefir mikið verið gert til þess að ljetta mönnum fjallgöngur og Mgndin sýnir strengina með ,,kláfn- um“. Er hann er dreginn tipp með rafmagni og fer á fleygiferð; er mörgum gjarnt á að sttndla á þesstt ferðalagi, ,ef þeir líta niður fgrir sig. gera jafnvel „silakeppunum“ fært að komast upp á tinda og njóta útsýnisins og ljetta lofts- ins. Cook ljet hyggja járnbraut upp á Vesúvíus og ferðafjelög og stjórnarvöld í Sviss, hafa gert Alpagöngurnar að leik móts við það sem áður var. Tökum til dæmis Chamonix, sem svo oft er nefnt í sömu andránni og' Mont Blanc. Frá Chamonix eru hengibrautir einskonar kláf- ferjur tind af tindi alla leið upp á Breventlind, svo að nú má komast þangað á hálftíma, en áður var leiðln erfiður 24 stunda gangur. Alstaðar færist ástand- ið i þessa sömu átt: að meðal skemtiferðamanninum er gert kleyft að komast áfram og sjá það, sem aðeins færustu íþrótta- garpar fengu áður að sjá og borguðu ánægjuna með ærnu erfiði, hugdirfsku og þoli. Hin- um eiginlegu fjallgöngumönn- um þvkir ekkert vænt um þessa hreytingu. Þeim þykir ekki hálft gaman er þeir hafa klifrað fjall- ið neðan frá rótum og hitta svo fyrir uppi á tindi fólk, sem hefir látið liengibrautir, tannhjóla- brautir eða þessháttar nývirki skila sjer þangað, eða i besta lagi hefir gengið allra síðasta á- fangann til þess að sýnast. En eina bótin er, að heimur- inn á ennþá eftir nóg af ósnortn- um fjallahnúkum, sem gera ó- bilgjarnar kröfur lil allra, sem þeim vilja kynnast, og sem verk- fræðingar hafa ekki lagt nein heisli við og afvopnað. Spánverjar ætla nú að gera alvöru úr áformi sínu að gera jarðgöng frá Spáni undir Njörvasund til Afriku. ——x-------------------- Breskt blað segir frá því a'ð reið- hjól sjeu orðin mjög almenn í Ugandahjeraðinu í Afríku. Allir sem vetlingi geta valdið eiga reiðhjól. Yfirvöldin hafa því tekið það ráð, að leggja skatt á reiðhjólamenn. Þeir verða að kaupa skírteini alveg eins og bifreiðamenn ökuskírteini. Við löku kvikmynda í Hollywood fórust 55 manneskjur á síðasta ári en 10.794 meiddust meira eða minna. Það er ekki alveg hættulaust að vera með í töku kvikmynda. ----x---- Um daginn var stolið mjög dýru málverki í Frankfurt. Það var eftir van Dyck og var virt á 200.000 mörk. Sterkasta kona i heimi er talin vera ítölsk stúlka, Teresa Folsini að nafni. Hún er 23 ára að aldri og veg- ur 2f>7 kíló. Þegar hún fæddist var hún 9 kíló. ----x---- Bernhard Shaw, hinn viðfrægi enski rithöfundur er nýkominn úr ferðalagi til Moskva. Segist hann vera sannfærður um ágæti kom- múnismans og fullyrðir, að 5-ára á- ætlunin rússneska verði haldin svo vel, að hún sannfæri allan heiminn um, að kommúnisminn sje framtið- arstefnan. Nú er Shaw á ferðalagi um England til þess' að segja lönd- um sínum frá Bússum og kommún- ismanum. Hann hefir undanfarið tal- ið sig jafnaðarmann en þó ekki floksbundinn. •——x----- Skipið St. Philibert, sem fórst i vor við Frakklandsstrendur, með fjölda af verkafólki frá Nantes, sem bafði leigt skipið í skemtiferð, verð- ur tekið upp af sjávarbotni. Er það á grunnu og aðeins 150 ínetra frá landi um fjöru. Skipið verður dreg- ið á þurt ekki vegna þess að það sje verðmætt heldur af því, að talið er víst, að það hafi að geyma innan- borðs líkin af fjölmörgu fólki, sem druknaði á ]>ví. Frú Butlin heitir ensk kona, sem nýlega stóð fyrir rjetti í London, á- kærð fyrir fjársvik. Hún hafði geng- ið milli ýmsra ríkra frúa í borginni og fengið þær lil að láta af hendi við sig stórar fjárfúlgur, sem hún kvaðst vera að kaupa korn fyrir í fjelagi við luinningja sinn. Kornið væri frá Rússlandi og mundi hægt að selja ]>að fyrir sjöfalt verð aftur. Loks komust svikin upp, þegar frú Butlin liafði haft um 200 þúsund krónur af frúnum. Þær leggja víst ekki peninga sína i kornkaup næsta daginn. ----X---- Vegna vinudeiliinnar í Noregi, scm nú hefir staðið marga mánuði, er orðið þröngt í húi hjá mörgum, og þar al’ leiðandi fer beiðnum um fátækrastyrk sífjölgandi. Konu einni sem fanst fátækrastyrkurinn ná skamt, liugkvæmdist ráð til þess að lá hann aukinn. Hún setti kodda á magann á sjer og labbaði til fátækra- fulltrúans og kvaðst vera komin að falli og yrði því að fá aukastyrk. Iín henni varð ekki kápan úr því klæðinu, því að fulltrúinn grunaði hana um græsku og fór með hana til læknis og ljet slcoða hana. „Fæð- ingin“ gekk þjáningarlaust og konan varð að fara slyrklaus heim, með koddann undir hendinni. ----x---- Siðastliðinn vetur hefir leikrit sem heitir „Topaze“ verið leikið afar- mikið í flestum stórborgum Evrópu. Höfundur ]>ess er 32 ára og heitir Marcel Pagnor og segir sagan, að enginn franskur rithöfundur græði eins mikið og hann, siðustu árin. „Topaze" var leikið í París tvö ár samfleytt. Eigi að síður ætlar Pag'- nol að hætta við leikritágerð og ger- ast bilaframleiðandi. Segir hann, að hann geti aklrei framar samið eins gott leikrit og „Topaze“ og þess- vegna sje best að hætta. Nú segist haiin ætla að smíða svo góða og ó- dýra bíla, að hann verði eins vold- ugur í Evrópu og Ford er í Ameríku. í fyrstu var Pagnol skólakennari en ritaði leikrit í frimínútunum. ----x——- i Adríahafi fanst uýlega kafbátur á 20 metra dýpi. Líklega er þetta þýskur eða austurrískur kafbátur, sem sokkjð hefir þarna á stríðs- áru num. ----x---- 2(i ára gamall Þjóðverji var ný- lega dæmdur tit dauða fyrir að hafa myrt móður sina. Ástæðan var sú, að hún vildi ekki að sonurin gengi að eiga stúlku þá, sem hann unni hugástum. ----x---- Mussolini hefir nýlega lokið við að semja leikrit, sem hann nefnir „Hundrað dagar“. Það hefir verið lekið til sýningar i London, Vínar- borg og Budapest, auk þess að það vitanlega verður sýnt í Rómaborg. Hjer sjást efstu hmikarnir á Mont Blanc, sá italski og sá franski. Þangað komust tveir Englendingar fyrir rúmti ári og liöföii furið leið, sem enginn hafði reynt áðttr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.