Fálkinn - 22.08.1931, Síða 7
F Á L IC I N N
7
332
Biðlarnir hennar Gerðu frænku.
Efiir SNORRA.
Hún (ieröa litla, það var nú stúlka,
sem sagði sex. Hún var reyndar fá-
tæk hún Gerða litla — en falleg var
hún, því var ekki neitandi. Hún var
lí) ára grannvaxin mær og liafði litla
von um að verða piparmey -— því
biðlarnir voru strax farnir að
streyma tiJ hennar í hópum. Fyrsti
kom þegar hún var 17 ára. Hann var
klunnalegur kaupmannssonur, sem
hafði þann ljóta vana að gretta sig
þegar hann lalaði, og svo stamaði
hann þar að auki. Hún Gerða litla
sagðist hafa alveg ætlað að sálast úr
hlátri eftir komu hans, söguna sagði
Gerða mjer svona.
Jeg var nýkomin heim úr verslun-
inni, sem jeg afgreiði i, og jeg var
að tiita ofan í mig kvöldmatinn á
olíuvjel. Eins og þú veist, þá liafði
jeg eitt herbergi og aðgang að eld-
húsi. Og það þurfti að ganga gegn
um eldhúsið til að komast inní her-
bergið mitt.
A neðri hæðinni býr hann Einar
Gestsson trjeskurðarmeistari, en á
neðstu hæðinni hann Gisli Hamars
stórkaupmaður, og hann Jón, sem
stamar er sonur hans og fyrsti bið-
illinn minn.
Jæja jeg var að elda kvöldmatinn,
konan hans Þórbergs á loftinu var
að þvo ]>vott frammi i eldhúsi, svo
jeg var í þetla skifti með olíuvjelina
inni í herberginu, til þess að tefja
hana ekki við þvottinn. Hurðin var
í hálfa gátl hjá mjer, svo sargið i
þvottabrettinu ællaði alveg að æra
mig. Jeg hugðist að loka hurðinni,
en þá heyrðist fótatak í st’iganum,
svo jeg lokaði ekki strax, ef vera
kynni að einhver heimsækti okkur.
Jú viti menn, það var barið að dyr-
um, fyrst eitt stórl högg, svo ein
átta smærri. Jæja, konan sagði „kom
inn“, en enginn kom, en bara haldið
áfram að berja með sama liætti og
fyr. „Kom inn“ var kallað nokkrum
sinnum — árangurslaust. Ilelgu rann
í skap, hún þaut að hurðinni og reif
hana opna. — En það hefði liún ekki
átt að gera, því aðkomumaður, sem
var enginn annar en Jón Hannesson,
ljet höggin sem liann ætiaði liurðinni
riða á brjósti hennar, hún hopaði til
baka, en hann sótroðnaði og stamaði
cinliver ókjör af afsökunum. En
undrandi var jeg, er liann kvaðst
vilja tala við mig — svo þegar liann
kom auga á mig í gættinni bauð
hann gott kvöld og gekk þvert yfir
gólfið í áttina lil mín. Þvottabala
liafði Helga eða forsjónin selt á mitt
gólfið, en manninum var auðsjáan-
lega talsvert niðri fyrir, því hann sá
hann ekki, heldur gekk beint á hann,
balinn valt og ihaðurinn valt, og jeg
hló, en Helga æpti er hún leit ný-
þvegið tauið á óhreinu gólfinu. Ekki
bað hann afsökunar á þessu heldur
fór hann að róta flíkunum i balann
aftur, að þessu verki loknu, bað hann
mig að tala við sig undir fjögur augu,
jeg leyfði það, við fórum inn, hann
hlammaðist á stól og hóf ræðu sína
með miklu stami og erfiðismunum.
Dæmalaus veðurblíða nún'a? var
byrjunin, já svaraði jeg. Eruð þjer
komnar heim úr vinnunni? já hvað
sýnist yður. Hann roðnaði og sneri
hattinum milli handann. — ÞÖgn.
Iiiginlega, efnið var að segja yður,
að jeg er nú 22. ára. faðir minn á
stóra heildverslun, jeg er fulltrúi og
allve) efnaður, og jeg er nefnilega
að liugsa um að gifta mig! —
— Nú, jeg óska yður til hamingju
svaraði jeg — hm þakka — en jeg
meinti ekki að jeg væri trúlofaður,
sei sei nei langt í frá, jeg nefnilega,
sko sjáið þjer, elska yður, jeg hef
lengi haft augastað á yður, sko, viljið
þjer verða konan min — að svo
mæltu greip hann með eldmóði í
handlegginn á mjer og vildi kyssa
mig — jeg var sem steini lostinn,
hratt honum frá mjer og hjelt yfir
honum þrumandi ræðu eins og mjer
er lagið, því jeg er af mælskumönn-
um komin. Hann gretti sig hræði-
lega og bjóst til farar. Að skilnaði
sagði jeg: Ef jeg væri karlmaður þá
henti jeg yður út, en af því að jeg
er kvenmaður læt jeg injer nægja,
að sýna yður dyrnar og vara yður
við þvottabalanum á gólfinu — hann
sótroðnaði og afskræmdist í framan
af grettum, bauð góða nótt, og hvarf.
Jeg varð að leggjast upp i legubekk-
inn, jeg hló svo mikið.
Næstur vr ungur sveitapiltur, sem
tilbað Gerðu eins og gullkálf, hún
sendi hann heim með brotinn hrygg.
Þriðji var miðaldra ríkisbubbi.
Gerða sagðist hafa verið lengi að
koma honum af sjer, hann vildi
hlaða á hana skartgripum og gjöfum
en hún Gerða litla neilaði að taka
við nokkru af lionum, heilan vetur
gekk hann eftir henni — árangurs-
laust — nú er hann farinn af landi
burt með brotinn hrygg eins og
fleiri.
Einu sinni spurði jeg Gerðu hvað
þetta ætti að þýða, hversvegna luin
læki engum biðli. Hún sagði að af
því jeg væri frændi sinn þá skildi
hún trúa mjer fyrir því, að hún elsk-
aði mann, sem einu sinni ekki vildi
líta við henni. Ilún Gerða litla varð
niðurlút og tár komu í fallegu aug-
un liennar er lnin hafði trúað mjer
fyrir þessu einkamáli sinu. Mig fók
þetta sárt, því að ykkur að segja þá
elskaði jeg hana Gerðu litlu frænku
— Jeg var ungur stúdent, 21 árs að
aldri, og mjer sjálfum fanst jeg vera
fjári laglegur. — Jeg leit í spegil
eftir að Gerða var farin og horfði
á mynd mína lengi. — Hvernig í
skollanum var því varið að hún
Gerða lilla skildi ekki geta sjeð hvað
jeg var fjári laglegur.
Hvaða strákskömm gat liaft svona
mikil áhrif á hana Gerðu, að hún
vildi ekki lita við mjer — og svo
i ofanálag vildi hann ekki lita
við henni — nei, það getur ekki ver-
ið — Gerða skrökvar. — Hver getur
staðist yndislega brosið hennar.
Jeg sleit af mjer flibbann, liáttaði
og reyndi að sofna — árangurslaust.
Jeg settist upp, sat svolitla stund,
klæddi mig aftur, leit í spegil og
gerði gys að sjálfum mjer. Svo settist
jeg öfugt á stólinn og kreisti stól-
bakið, mjer hughægðist við það mjer
fanst jeg vera að kreista hálsvöðv-
ana á þessum strókskratta, sem vildi
ekki líta við henni Gerðu litlu. Nótt-
in leið, jeg vakti — dagur rann, jeg
fór i skólann, kunni ekkerl, varð til
athlægis. Tíminn leið, háskólapróf-
ið kom, jeg fjell, alt Gerðu og strák-
skrattanum að kenna.
Jeg ætlaði að fara af landi burl
cins og ríkisbubbinn, það yrði besta
úrlausnin, svo jeg gæti gleymt Gerðu.
Jeg ke.vpti farseðil með Lyru til Nor-
egs, útbjó mig á einum degi, sendi
farangur minn um borð og fór svo
að kveðja kunningjana. — Þegar jeg
var búinn að kveðja alla fór jeg inn
á kaffihús, keypti kaffi. Þegar þvi
var lokið leit jeg á klukkuna, hún
var 10 mínútur genginn i átta. Ó,
þessi timi, nærri klukkutími þangað
til Lyra færi. Jeg fór að hugsa um
Gerðu; — var nú ekki Ijótt af mjer
að kveðja hana ekki. Hún var þó
frænka min, og alls ekki illa við mig,
þó hún vildi eklci elska mig, á jeg
að fara! nei jeg borgaði kaffið og
lagði af stað um borð. Jeg fór hratt
Lækjargötuna og var í þungum hugs-
unum, er snerust allar pi Gerðu.
Er jeg kom fyrir hornið á Lækjar-
götunni og vildi beygja á Austur-
slræti kom kvenmaður í fangið á
mjer með svo mikilli ferð að báðum
lá við falli jeg greip utan um hana,
til að afstýra byltjmni, augnablik lá
hún í faðmi minum, heitur andar-
drátturinn Ijek um andlit mjer, ein-
hver unaðskend gerði vart við sig í
brjósti mínu, kanske af því þetta
var engin önnur en hún Gerða litla,
sem var á heimleið úr búðinni, en
jeg vissi samt ekki fyr en við höfð-
um losnað úr þessum götufaðmlög-
um. Angantýr hrópaði Gerða, hvert
eríu að fara! hvernig stendur á því
að þú liefir ekki heimsótt mig —
Hver spurningin rak aðra, svo jeg
varð ráðalaus óg stamaði einhverja
vitleysu, sem jeg sjálfur vissi ekki
liót hvað var, loksins áttaði jeg mig
og sagði henni að jeg væri á förum
til Noregs, og jeg færi með Lyru
eftir 45 mínútur. Og ætlarðu ekki að
kveðja mig? sagði Gerða og sótroðn-
aði. Nei—jú, jeg var á leiðinni ofan
í búðina til að kveðja þig — laug jeg.
Þú kemur með mjer heim svo fer
jeg í aðra kápu og fylgi þjer til skips,
það eru 45 minútur eftir og þú hefir
nægan tíma. Jeg neifaði fyrst i of-
boði, en hver stenst Gerðu litlu, —
ekki jeg. Heim fórum við — og
klukkan hálf tvö um nóttina fór jeg
út aftur trúlofaður Gerðu — en far-
angur minn var á leið lil Noregs. Jeg
fór heim, sleit af mjer flihbann, hátt-
aði og dreymdi Gerðu.
Þrjú ár eru liðin. Jeg er giftur
elskulegustu konunni undir sólunni,
jeg sit.með Kjartan litla son okkar
Gerðu, hún situr á móti mjer og
saumar. Nú stendur hún upp, sest
hjá mjer og leggur yndislegu hend-
urnar um hálsinn á mjer. Nú dettur
mjer nokkuð í hug, Gerða!
I öll þessi þrjú ár hefi jeg ætlað
að spyrja þig að nokkru. Hver var
þessi maður, sem þú sagðist elska
forðum?
Gerða verður niðurlút og brosir,
svo stendur hún upp sækir inyhd,
sem stendur á litlu borði við rúmið
okkar, og segir, — lijerna er hann.
■— Jeg gapi. — Myndin er af mjer.
Svo segir hún; þú varst maðurinn,
jeg sagði þjer það til þess að vita
hvort þig grunáði ekki að jeg elskaði
þig. Nei í þess stað grettir þú þig,
eins og fyrsti biðillinn minn. — Jeg
lokaði munni hennar með kossi. —
Iljer er sagan, jeg gleymdi að geta
þess að jeg tók próf aftur við háskól-
ann með I. betri einkunil og nú er
jeg læknir með góðum tekjum, og þar
með talinn fjórði biðillinn hennar
Gerðu litln.
Heilsubót.
Á litla baðstaðnum Franzenbaden
í Þýskaniandi, skemtu menn sjer
hjartanlega yfir ungri stúlku, sem
gekk á meðal gestanna og skammaði
einhvern Murten lækni svo eftir-
minnilega að flestum þótti nóg um.
En eiginlega hefði hún átt að vera
lionum af hjarta þakklál, en það
verður hún ef til vill þegar fram
liða stundir, þegar öldurótið í sál-
ar’.ífi hennar er kyrt orðið.
En ti’efnið til þessa framferðis
ungu stúlkunnar er svona:
Fyrir eigi löngu síðan kom lil
Fransenbaden ung stúlka frá Prag.
Hún var dóttir Scheknest miljóna-
mærings, og þar að auki ákaflega
falleg, svo það er auðskilið, að ungu
memiirnir sem dvöldu i Franzen-
baden um söiiui mundir voru í
betri buxúnum. Én það kom á dag-
inn að allar tilraunir þeirra urðu
árangurslausár. Miljóna mærin unga
þjáðist af lífsleiðu, eða hún hjelt
]iað að minstá kosti sjálf, var svo
gersamlega leið af öllu, og leit svo á
að það svaraði ekki kostnaði að lifa.
Hún leitaðist ekkert við að leyna
neinn lífsleiðunum, því að á fáum
dögum vissu allir íbúar í Franzen-
bad að miljónamærin vildi ekki lifa
lengur, en leitaði að einhverjum,
sem gæti aðstoðað hana við flóttann
inn i annan heim. Það varð nefni-
lega að gerast á alveg sjerstakan
hátt. Hún vildi ekki lýta útlit sitt
með skammbyssuskoli, eða neinu
sem líktist því, það var svo rudda-
legt. Nei, hún vildi skilja við þenn-
an leiðinlega heim með rólegum og
fögrum hætti, t. d. með þvi að taka
inn eitur þó þvi aðeins að það væri
bragðgott.
Þrátt fyrir alla peningana, veittist
henni þó merkilega erfitt að finna
mann, sem gæti hjálpað henni um
þetta lítilræði. En að lokum hitti
hún þó rjetta manninn. Það var ein-
hver herra sem nefndist, Murten
læknir. Hann dvaldi í Franzenbad
til að hvíla sig, en eiginlega var það
tilgangur hans — hann trúði mil-
jónamærinni frá Prag fyrir ]iví —
að stytta sjer aldur hjerna á þessum
kyrláta stað, en gera það í kyrþey
og eins þjáningalaust og mögulegt
væri. Hann var svo þreyttur á líf-
inu og þráði svo heitt að öðlast
hvíldina eilífu.
Miljónamærin unga varð hjartan-
lega glöð þegar lnin hitti þessa
skyldu sál. Og luin trúði lækninum,
sem var svo einstaklega samúðarrik-
ur, fyrir því, að hún hefi ásett sjer
að yfirgefi þetta jarðneska líf. Og
hún gráthændi hann að gefa sjer
nokkuð af eitrinu, sem hann ætlaði
að nota.
lín hvernig seni þetta gekk, þá
urðú þau ásátt um að verða samferða
inn í eilífðina. Murten læknir heim-
sólli ungfrúna á hótelinu þar sem
hún bjó, gekk inn i herbergi hennar
og hafði nieð sjer þessa nauðsynlegu
skamta.
Miljónamærin bruggaði þessa fyr-
irmyndar vinblöndun og Murten
læknir blandaði eitrinu hátíðlega
út i, sinn skamtinn handa hvoru.
Svo klingdu þau glösunum saman
óskuðu hvort öðru góðrar heimkomu
og tæmdu glösin í hotn.
Og tíminn leið, alt í einu opnaði
miljónamærin bláu augun sin og
starði undrandi i kringum sig. Hvar
var hún eiginlega? — Jú, svo sann-
arlega var hún í sínu eigin herbergi
i hótelinu og alveg hráðlifandi. En
umhverfið bar helst vott um að
komíð hefði hræðilegur jarðskjálfti.
Skúffurnar voru brotnar upp, skáp-
uriiin stóð galopinn. — En lik Mur-
tens læknis var hvergi sýnilegt.
Lausleg rannsókn léiddi í Ijós, að
læknirinn, þó að þreyttur væri liann
á lífinu, hafði farið leið sína og tek-
ið með sjer alla dýrgripi miljóna-
mærinnar, og þar að auki álitlega
fúlgu af peningum, sem hún hafði
geymt í útfararkostnaðimi.
Og nú rann þetta alt samah upp
fyrir hinni ungu sjálfsmorðsmær.
Hún varð alt í einu reið. Óskaplega
og eðlilega reið. Svo reið meira að
segja, að hún hentist viðstöðulaust
lil dyravarðarins, sagði honum alla
söguna og krafðist þess, að hann
samstundis tilkynti Iögreglunni livað
gerst hefði.
Þegar dreggjarnar í giösunum
voru ransakaðar kom það i ljós, að
læknirinn hafði blandað svefnmeð-
ali i glas unfrúarinnar, en sjálfur
hafði hann látið sjer nægja púður-
sykur.
Eins og gefur að skilja breiddist
þessi saga út og það var hlegið dátt
að miljónamærinni. En fátt er svo
ilt að einugi dugi. Hún læknaðist
fullkomlega. Og lætur sjer aldrei
framar koma til hugar að stytta sjer
aldur.