Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.10.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. BlaSið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Það ei' auðvelt að segja um þann, sem er minni máttar, að einmitl styrksvöntun lians geri hann sterkan — alveg eins og segja má með rjettu um konuna, sem hirðir eigi hót um jafnréttiskröfur nútímans, að henni sje betur borgið en þeirri, sem þyk- ist jafnoki karlmannanna. Sá, sem minni máttar er, fær ósjálfrátt vernd, því að enn þykir það lubba- háttur að sitja hjá þegar lagst er á lítilmagnann. Einhverjir standa jafnan á verði til þess að verja hann. Það er oft tekið meira tiliil til hins veika en til sterka, og sterk- ur vilji i veikum líkama, er eitt af því, sem erfiðasl er að yfirbuga í veröldinni. En svo er önnur útgáfa al' veik- leika, sem verður að lifsgildi, sem þú berð altaf með þjer. Það er veikleikatilfinningin, sem þú verður var innra með sjálfum þjer. Sá sem aitaf finst hann vera að þroskast fær aldrei tima til að temja þroska sinn. Sá sem stundum er gripinn af þeirri tilfinningu að hann sje ósjálfbjarga, að trú hans sje að hrynja í rúst, að hæfileikar hans sjeu að þrjóta, að vilji lians sje að bugasl — hann á máske einmitt dýrmætustu augna- blik lífs sins á þeirri stundu. Því að margt fæðist af mótsetningu sjálfs sín. Veikleikinn gerir það máske oft. Og styrkleikurinn gerir það ekki sjaldnar. Veikleikaaugna- blikin — stundirnar þegar maður gerir upp við sjálfan sig — það eru þau augnablik, sem maður notar til |)ess að leggja þroska sjálfs sín við eittlivað meira. Hið nýja, sem bætist við, verður ofl til i augnabliks veik- leikakasti.. Þann, sem aldrei efast, vantar bestu undirstöðuna undir trú sinni, öryggi og lifsskoðun sinni. Þá fyrst kynnist maðurinn fyrir alvöru burðarmagni lifsskoðunar sinnar, þegar hann fer að draga í efa, hvort það sje eins mikið og hann hafði haldið. Þjer þykir manngildi ein- hvers vafasaml og ferð að efast um það, og við efahugleiðingarnar kemstu að raun um, hversu mikið þetta manngildi er í raun og veru. Meðan þú heldur huganum í hvers- dagsfarinu og kennir aldrei þess, að styrkur þinn sje að dvína, dettur þjer ekki i hug, að halda í liann eða auka hann. Þú eyðir honum og hann verður í hættu staddur. Þá tekurðu þig á, verður hræddur um þig — og þjer vex þróttur aftur. Mótlætið er eins og vorskúrin, sem veldur því, að skin sem eftir hana kemur, svíður ekki grasið. Veisla i iiimnaríki. i. Snorri Sturluson segir svo i Gylfa- ginningu, að þrir sjeu himnar og beiti hinn þriðji og efsti Víðbláinn, en þar er Gimlé, er „Ljósálfar einir“ bvggja nú, en eftir Surtarloga munu þar byggja „góðir menn ok rjettlátir of allar aldir“. Einnig EmanueJ Swedenborg segir að himnarnir sjeu |)iíi', og er ekki líklegt, að hann iiafi þar farið eftir fornum norræn- um fræðum; hefi jeg hvergi í rit- um lians rekið mig á neitt sem bent gadi lil þess að hann hafi liaft nokkurn áhuga á þeim fræðum eða verið ])eim kunnugur. Swedenborg (f. 1 (588 d. 1772) var verkfræðing- ur, náttúrufræðingur og rithöfund- ur mjög stórvirkur, en síðustu 25 árin, sem hann lifði voru helguð dulspeki og biblíuskýringu, og mun hann þau árin varla hafa litið í aðra bók en biblíuna. Hann var skygn mjög þennan kafla æfi sinn- ar, og hefir ritað mikið um það sem fyrir hann bar. Segir þar frá því er hann varð þess var eitthvert sinn, uð samkoma mikil var í audaheim- inum, er hann nefnir svo (mundus spiriiuum). Var þar mikið rætt um |)að, livernig vera mundi í Himna- ríki.. En þar sem anda'rnir voru saman komnir sáu þeir raunar Himnaríki álengdar, var það að sjá eins og afarliár fjallgarður eða hálendisbrún, fjarst út við sjón- hring. Heyra þeir nú þarna á fund-® inum rödd frá himnum, er segir, að nokkrir þeirra skuli fá að koma til Himnaríkis, svo að þeir geti af eig- in sjón fræðsl um hvernig þar er, og sagt svo hinum, er þeir koma aftur. Segir síðan at' för hinna út- völdu ,,anda“ til Himnaríkis, og hvernig þeir voru undirbúnir svo að þeir gætu dvalið þar um hríð. Var þeim síðan boðið til veislu mikill- ar, og voru þar á borðum vistir hin- ar ágætustu, en viðræður stórfróð- legar. Segir þarna nokkru nánar frá höfðingja Himnaríkis, og hversu bann var búinn. Enginn gekk þar um beina, en af framreiðslu allri segir nokkuð líld og þar sem lýst er í Skáldskaparmálum, veislu þeirri er Ægir lijell Ásum: „At þeiri veizlu vanzk alt sjálft, bæði vist ok öl ok ÖIl reiða er til veizlunnar þurpti“. II. Það má telja vist, að hinn mikli nállúrufræðingur og dulspekingur, segir i aðalatriðum rjett frá, er hann lýsir veislu þessari í Himnaríki og tildrögum henar. Vitranir eru ekki eintómur hugarburður og tilbúning- ur, eins og mönnum hættir svo oft við að lialda, þegar lokið er hinni barnslegu trú, og ekki annað komið í staðinn en sálufræði, sem aðeins er á byrjunarstigi, og liafn- ai' eigi einungis því, sem rangt var I fornum átrúnaði, heldur einnig því sem er rjett, eða í áttina tli sannleiks. Tilveran er miklii merki- legri heldur en tómfræðin (keno- logian) ímyndar sjer. Vilranir eru daglegir eða öllu lieldur náttlegir viðhurðir hjá öllunx oss, því að vjer fáuni vitranir í hvert skifti, sem vjer sofnum, þó að vanalega sje það, sem fyrir ber, blandað mjög villum eða missýningum, og lítið mark á þvi takandi. En ])að iná segja með hik- lausri vissu, að draumlifið er vitr- anareðlis og þannig er komið, að i svefni fáum vjer þátt i lífi annars og annara eða þeir i oss; hefi jeg nefnf draumgjafa i sambandi við þá fornu málsvenju, að einhverjum gefi sýn. Er alt þetta mál stórþýðingar- mikið l'yrir skiJning vorn á fram- líð og tilgangi lífsins, sem er sam- band alls lifs, til fullkomins sam- ræmis og fullkomins valds á mögu- Jeikum þessa stórkostlega lieims. Og þegar jeg lýsi þannig eðli drauma, ]>á er ekki uin tilgátu eina að ræða, Iieldur uppgötvun, svo að aldrei hefir áreiðanlegrí verið. Marg- ar áreiðanlegar sögur eru nú til af því, hvernig menn hefir dreymt ýmislegt, sem i raun rjettri var að gerast, stundum í öðru her- lærgi í sama húsi, stundum i annari götu eða öðrum landshluta, stund- um jafnvel í annari heimsálfu. Mann dreymdi t. d. að liann bjarg- aði frá druknun, barni sem hann liafði miklar mætur á; og svo kom það í ljós, að manninn hafði dreymt um það, sem fram fór í raun og veru; barninu var bjargað frá druknun, með slikum atvikum, sem vin barnsins hafði dreymt; sá sem bjargaði varð draumgjafi, Annað ágætt og áreiðanlegt dæmi er það, þegar maður verður fyrir því í dýragarði, að hvítabjörn bitur hann, en vin tiahs, sem sefur i húsi sinu skamt þaðan, dreymir að hann verði fyrir einmitt þessu sama sem fyrir vin hans kom; sá sem bitinn var, gerist, án þess að vita eða vilja, draumgjafi vinar síns. í grein í tímaritinu „Light“ hefi jeg bent á, að ])að nær engri átt, að ætla að skýra slíkt með fjarskygni eða þvi, sem menn nefna travelling clair- voyance (þ. e. að sál mannsins hafi „farið úr líkamanum“ og verið við- stödd atburðinn, sem hinn sofandi líkama mannsins dreymir); því að þá Jiefði, í dæmi ]>ví sem áður var nefnt, manninn dreymt, að hann stt’i harninu bjargað, en ekki að liann bjargaði því sjálfur; og að sinu leyti eins.í hinu dæminu. En ])ó að draumgjafinn sje stundum á |>essari jörð, þá sýnir vandleg íhug- un draumlifsins, að vanalegast er um ihúa einliverrar annarar jarðstjörnu að ræða. Er þar sjeð fram á aðferð lil að fá vitneskju um lífið á stjörn- unum, og eru möguleikar draum- lifsins miklir og stórfurðulegir. Saga Swedenborgs gefur nú nokkra bendingu i þá átl, og þessi draumur hans, er liann dreymdi vakandi, og nokkuð hefir verið af sagt, veitir merkilega fræðslu, ekki um líf i andaheimi, heldur á einhverri ann- ari jarðstjörnu. Swedenborg segir sjálfur lrá þvi, að englarnir, er hann nefnir svo, hafi reynl til að sann- færa hann uin, að þeir væru ekki andaheimsverur; en þeim varð þar ekki meira ágengl en mjer, þegar jeg hefi verið að reyna að fá ýmsa ágæla menn til að skilja, að það er liin mesta fjarstæða að íinynda sjer, að lífið eftir dauðann sje andalíf í andaheimi, en ekki líkamlegt líf á einliverri jarðstjörnu. III. Það er nú augljóst, að það sem Swedenborg í vitranarsögu siimi nefnir Himnaríki, er eitthvert injög merkilegt hálendi, þar sem íbúarn- ir eru mjög miklu lengra komnir í að temja öfl náttúrunnar, heldur en þeir sem heima eiga niðri á lág- lendinu. Á dögum Swedenborgs, þótti það ótrúlegt mjög, eða þá yfir- náttúrlegl, þeim sem trúnað vildu leggja á slikt, að nokkur gæti látið heyra rödd sina á fundi, sem hald- inn væri í margra mílna fjarlægð frá lionum. Nú á dögum er slíkt orð- ið algengt, eins og kunnugl er, og ekki lalið yfirnáttúrlegt. Sweden- borg getur ekki um, hver himininn það sje í röðinni, sem hann segir þarna af; en það er þó af ýmsu Ijóst, að það er hinn fyrsti eða neðsti himinn. Þeir sem þarna eiga heima, neyta matar og drykkjar og nota klæðnað; en i hinum þriðja himni segir Swedenborg, að allir gangi allsnaktir; líkamirnir eru þar orðnir svo fagrir og sterkir, að öll þörf fyrir klæðnað er gersamlega horfin. Kemur i slikum sögum greinilega fram, að það er verið að lýsa líkamlegum verum en ekki önd- uin. Og eins bera lýsingarnar það með sjer, ef nógu vandlega er að gætt, að þær eru enganveginn ein- tómur hugarburður eða tilbúningur þeirra, sem slíkt hafa ritað. 12. sept. Helgi Pjeturss. Um víða veröld. ---X---- „AFSETT“ Pegar lýðveldi var lög- LÍKNESKI. tekið ú Spáni, gerðu --------- forsprakkarnir ýmislegt til þess, að sýna i verki, að nýtt stjörnarfar væri orðið í landinu og var þá m. a. gripað til þess að ,,steypa goðunum af stalli“ þ. e. að egðileggja líkneski gamalla þjöð- höfðingja. Fótstállnrinn hjer á mgnd- inni er af líkneski Filippusar kon- nngs, en nngur lýðveldissinni með uppreisnarfánann í hendinni hefir stigið í spar einveldiskonnngsins. LAGHENTUR Mgndin er af 17 ára UNGLINGIJR. gömlnm norskiun ------------pitti i Randarikjun- nm, sem lieitir Torleif Knudtzen og er ættaður frá Þrándheimi. Fór hann vestur um haf fgrir tveinuir áruin og vann í vor sem leið fgrstn verðlaun fgrir hegurð, sem fjelag eitt i Randaríkjunum hafði lofað. l'glgdi verðlaununum ókeypis ferð til Wash- ington og þegar þangað kom veitti Hoover forseti piltinum viðtal, en þuð þgkir mikil æra, ekki síst pilt- mn á Torleifs aldri. Hjer sjest pilt- urinn með verðlaunagripinn, eftir- liking af gamaldags hestvagni. ----x---- Nú er nýlega orðið hæstmóðins að ganga með gráa floshatta, borða- lausa. Byrjaði það á Englandi, og kemur víst bráðlega hingað. Enski kóngurinn var nefnilega með einn slíkan hatt um daginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.