Fálkinn - 10.10.1931, Side 9
F Á L K I N N
9
Lóðirnar, sem gamla aðaljárnbraut-
arstöðin í Khöfn stóð á forðum, hafa
verið mikið til óbxjgðar síðan braul-
arstöð þessi var lögð niður fyrir 20
árum. En í fyrra var byrjað þar á
einu mesta stórhýsi, sem til er í borg
inni og er nú nálega fullgert. Heitir
það „Vesterport“ og er tvöfalt stærra
en „Axetborg“, sem bygð var þarna
nálægt fyrir nokkrum árum og ýms-
ir Hafnarfarar kannast við. Það er
hlutafjelag, sem á bygginguna að
nafninu til, cn enska vátryggingar-
fjelagið „Prudential“ hefir lagt til
peningana. Byggingarlagið á þessu
húsi er hið sama og á skýjakljúfun-
um í Ameríku: stálgrind, scm múr-
að er innan i, og er talið sterkara en
nokkuð annað byggingarefni. Um
tveir þriðjuhlutar hússins voru til-
búnir til innflutnings 1. október og
voru þeir leigðir fyrir skrifstofur.
Húsið kostar um 12 miljón krónur
og er dýrasta og stærsta einkabygg-
ingin í Danmörku.
1 þýskalandi hefir nýlega verið
stofnað miljónafjelag og eru raf-
magnsf jelögin A.E.G. og Siemens &
Iíalske meðal þátttakenda. Tilgang-
ur fjelags þessa er að rannsalca skil-
yrði fyrir því, að leiða rafmagn frd
norskum fossum til Þýskalands.
Telst svo til, að Noregur hafi nægi-
legt fossafl til að fullnægja raf-
magnsþörf þýskalands. Álit sjer-
fræðinga á málinu er mjög ósam-
hljóða og halda margir því fram,
að leiðslukostnaðurinn verði of mik-
ill og orkutapið við flutninginn of
mikið. Danir fylgja málinu með á-
)xuga, því að ef framkvæmd verður
á því liggja leiðslurnar um Dan-
mörlcu og njóta þá Danir góðs af.
Þeir hafa í mörg ár keypl raforku
frá Svíþjóð. 1 útjaðri Kaupmanna-
hafnar gefur að líta spennubreyti-
stöðina, sem myndin hjer til hægri
er af; er straumspeiuian á sænska
rafmagninu lækkuð úr háspennu og
raforkunetið kvíslast þaðan um
Kaupmannahöfn og víðar.
/ Sýrlandi hefir fyrir skömmu
verið tekin til notkunar ný brú
yfir fljótið Efrat, 330 km. fyrir
austan Aleppo. Er þetta stærsta
brúin í Veslur-Asíu og er höO
metrar eða nærri því hálfur
kilómeter á lengd• Tyrkir byrj-
uðu á brúarsmíðinni á stríðsár-
unum, en vitanlega hættu þeir
i’ftir að landið, sem njóia álti
brúarinnar Iwarf úr höndum
þeirra, við friðarsamninga'na.
Þá stofnuðu Sýrlendingar og
Frakkar hlutafjelag til þess að
Ijúka brúarsmíðinni. Þar sem
brúin er, var áður bátabrú mjög
ófullkomin, en hún ónýttist fyr-
ir tíu árum, svo að síðan hafa
ferðamenn orðið að nota mjög
ófullkomna ferju á ánni, og gat
hún með naumindum flutl eina
bifreið í ferðinni. Var þetta fyr-
irkomulag mjög á eftir tíman-
um, því að samgöngur eru
þarna miklar. Enda var gleðin
mikil yfir hinni nýju brú cr hún
var vígð. Er búist við að sam-
göngur aukist til mikilla muna
milli Tyrklands, Irak og Persíu
við það að brúin er komin á
fljótið. Hjer á myndunum sjást
annarsvegar nýja brúin og hins-
vegar gamla ferjan.