Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1931, Qupperneq 8

Fálkinn - 07.11.1931, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N Kína, mesta hrísgrjónarækhinarland heimsins hefir orðið að flýja á náðir fíandaríkjanna til þess að biðja nm kornmat til láns, en fenc/ið daufá á- heyrn, þó aö Bandaríkin hafi svo mik- ið hveiti aflögum, að bændur verða að brenna því, vegna þess að það svarar ekki kostnaði að koma því á markað- inn. Þetta skeður á þeim tímu sem samgöngnr eru fullkomnari í lieimin- um en nokkru sinni fyr, og á þeim tima, sem meira er talað um mannúð en nokkurntíma fyr. í Kína hefir Iwer plágan rekið aðra hin síðari áir, sífeld borgarastyrjöld í landinu og svo í sum- ar hinir geigvænlegu vextir í Jangtsek- iang, sem eyðilagt hafa uppskeruna fyrir tugum miljóna. Og hjer við bæt- isl svo yfirvofandi ófriður við Japana, sem virðast ætla að nota sjer eymd Kínverja lil þess að taka af þeim Mand sjúríu. Hjer á myndinni til hægri, sem er úr Talishafylki sjest hungrað fólk, sem er að tína ber, sjer til matar í hungursneyðinni. Á Cúba hefir verið mjog mikil ókyrð i sumar, sífeldar óeirðir og uþpreisnartilraiinir. Stýrði þessu í fyrslu Menocal fyrv. for- seti en svo var hann tekinn fastur og hefir þó ekki lint látum síðan. A myndinni hjer að ofan sjest flokkur uppreisnar- manna. Þeir hafa talsverðan her og nóg af vopnum og hafa þessvegna reynst stjórninni þungir í skauti. Banduríkjamenn hafa senl stjórninni liðsauka, en þó hefir henni ekki tekist að bæla niður uppreisnina. Það er einkennilegt skipsþilfar, sem sjest hjer á myndinni. Hún er tekin um borð á Saratoga, hinu nýja flugvjelaskipi Bandaríkjahersins, þegar það var stall í Panamaskurðinum nýlega. Rúmar skipið á þilfari 80 stórar flugvjelar og áhöfn skipsins er 1500 manns. Getur það siglt 20 kvartmílur á klukku- stund og á að vera einskonar móðurskip fyrir flugvjelar á stríðstímum. Við kosningarnar í fíerlin, 9. ágúsl í sumur óðu kommúnistar og naz- istar uppi, og gengu vopnaðir um göturnar og efndu til óspekta en rjeðust á lögregluna þar sem hún vildi veita viðnám og drápu tvo lög- regluþjóna í þeim skærum. Höfðu manndráp þessi verið [yrirfram á- kveðin. Útför liinna myrtu fór fram með mikilli viðhöfn og á myndinni sjest ein lögreglusveit minnast hinna föllnu að hermannasið. Þrátt fyrir allan glundroðann í Þýskalandi verð ur ekki annars vart en að lögreglu- lið stórborganna sje trútl yfirvöld- unum og liggi alls ekki á liði sínu hvar sem á þarf að halda og það er víða og oft á þessum upplausnar tímum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.