Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Page 4

Fálkinn - 09.01.1932, Page 4
4 F Á L K I N N |)iiu ueia jetið. Þeim er gefið korn'fóður klukkan hálf sex á morgnana. Fær þá hver hæna H5 gr. af liöfrum. En klukkan átta á kvöldin fær liver hæna 30 gr. af hveiti og heilum mais með % gr- af lýsi í. Á vetrin fá hænsnin einnig eins mikið af grænkáli og hafraspíru og þau þarfnast. Mjölfóður- blanda með öllum þeim efnum (,animalske‘ og ,vegetabiliske‘), sem hænur þarfnast til þess að geta verpt vel og safnað á sig fiðri, er gefin í sjálfvirkum fóð- urkössum, þannig að hænsnin geta jafnan jetið eftir vild. Enn fremur er þess gætt, að altaf sje nóg af hreinu drykkjarvatni í hænsnahúsinu. Til þess að nægilega löng birta sje á vetrin, cr húsið vel upp lýst frá því kl. liálf sex á morgnana, þar til hjart er orðið, og frá rökkur- byrjun til kl. hálf tólf á kvöldin. Til þess að hænsnin hafi næga hreyfingu eru hengdar upp á víð og dreif gulrófur handa þeim til þess að kroppa í, og verða þær jafnan að flögra lítið eitt til þess að ná til rófnanna. Einnig er kornfóðrið gefið í 15 cm. þykt lag af sagspónum. Til útungunar eru eingöngu notaðar vjelar, og er útungun- artíminn 20 dagar. Á sjötta degi eru eggin lýst og tekin frá þau, sem reynast ófrjó. Eggin eru enn lýst á tólfta og átjánda degi og ef þá sjest, að ungar hafa dáið í einhverjum af eggjun- um, eru þan tekin burt. Ef loft- ið í vjelunum verður of þurt, cru látnir bakkar með vatni undir eggin, og fæst við jiað nægur raki. Eggjunum er snú- ið jjrisvar á sólarhring, því að ella mundi rauðan í þeim siga og fóstrin deyja. Hitinn á eggj- unum á að vera 103° á Fahren- heit. l lungunaregg mega aldrei vera eldri en tólf daga, þegar þau eru látin í vjelarnar, þvi að eftir þann tima fara rauð- an og frjóefni hennar að tapa sjer. Á tuttugasta og fyrsta degi < i u ungarnir teknir úr vjelun- um og látnir undir upphitaða skerma, sem nefndir eru fóst- urmæður. Venjulega koma 75- <S0% af hraustum ungum úr vjel. Á fyrsta degi er þeim að cins gefirin sandur og vatu, en næsta dag er jieim gefið hafra- mjöl og sjerstakt þurfóður, sem í eru ýms efni, þar á meðal jmfkaðar áfir. Nú á tímum, þegar alþjóð manna er orðið ljóst, að Islend- ingar eiga umfram alt að húa að sinni eigin framleiðslu og leitast við að fullnægja þörf- um sínum með innlendum iðn- aði, liljóta menn að líta á Jjetta framtak Einars Einarssonar með velvild. Með stofnun fyrsta fyrirmyndar-hænsnabús á íslndi, sem jafnast fylli- lega á við samskonar stofn- anir erlendis, hefir hann vissulega unnið mikið jjarfa- verk. Sá, er jietta ritar, á- lítur, að vel sje vert að skreppa til Grindavíkur til jjess eins að sjá jjennan myndarbúskap Ein- ars í Krosshúsum, enda hafa þó nokkrir menn gert jjað. Samkvæmt verslunarskýrsl- um hafa á árunum 1918—1928 verið flutt inn egg fyrir verð- magn sem hj er segir: Ár 1918 2.536 kr, — 1919 10.656 — 1920 15.986 — — 1921 77.424 — —' 1922 105.650 — — 1923 137.328 - 1924 97.060 — — 1925 144.924 — — 1926 156.704 — 1927 134.856 — — 1928 149.118 — Þar með er talið það verð, sem gefið hefir verið fyrir þurkuð egg frá 1921. Árið 1928 hefir einnig verið byrjað að flytja inn niður soðin egg, en ekki svo að neinu næmi það ár. Meðan þeim upphæðum, sem hjer er getið, er árlega fleygt út úr landinu fyrir vöru, sem hjer er auðgert að framleiða, er sannarlega ekki alt sem skyldi. En því er ver, að það eru ekki eggin ein, sem vjer Islendingar höfum látið útlendinga færa okkur hingað árum saman á er- lendum skipum, í stað jjess að framleiða vörurnar sjálfir og efla þannig atvinnu og velmeg- un í landinu. Einar í Krosshúsum segir, að gönrul „præserveruð“ útlend egg og gömul íslensk egg spilli ailmikið eggjamarkaði lijer, j>vi að enn sje fjölda margir, sem ekki geri sjer ljóst, hve geysimikla kosti glæný egg hafi fram yfir gömul, hálfskemd i gg. Einar lætur stimpla öll egg frá hænsnabúi sínu, og merki lians á að tryggja kaupendum góða vöru. Verðið segist hann miða við verð á fyrsta flokks cggjum i Danmörku . Eiriar Einarsson segisl muni geta selt lifandi hænuunga, svo að þúsundum ski]>tir, ef mark- aður bjóðist. Væri vel, ef liann gæti þannig smám saman út- vegað sem flestmu hænsni af liinu ágæta ítalska kyni. Hann kveðst og hafa selt um 1000 hænsni lil veislumatar í Reykja- vik síðast liðið ár. l'ramtaks- semi Einars og allur sá myndar hragur, sem auðkennir þessa starfsemi hans, gefur góðar vonir um, að hún geti orðið öðrum athafnamönnum vorum til fvrirmyndar. Sujiirður Skúlason. A myiulununi, scni lijer fylgja cr sýnt: Kfst á bls. ,‘i hænsnabúiS að utan, en neðar á söniu síðu gangur inni i liúsi. Á ]>essari bls. sjest elsl i ctálkinmn piltur með hænu og eggjakarfa stendur lijá, en neðsl er |>að sýnt, hvernig mnbúðirnar eru, sem eggin lcoma í á markaðinn. »Lagleg stúlka gefins«. |.Á Jólasýning Leikfjelagsins var nýmæli i íslenskri leiklist. Var þá sýnd i fyrsta skifti hjer á landi óperetta og hafði Leikfje- lagið valið valið þýskan leik, sem á íslensku er kallaður:Lag- leg stúlka gefins. Þó að hjer vanti flest J>að, sem þarf til j>ess að sýna svona lcik, sem sje gott söiigfólk, stóra hljómsveit og í- burðarmikið leiksvið, tókst j>ó sýningin svo, áð mikill sómi var að, og áhorfendur skemtu sjer j>rýðilega. Hcfir hingað til ávalt verið fult hús á sýningunum. lljer birtast nokkrar myndir úr leiknum. Efst Dansmeyjaflokk- urinn, sein stjórnað var af Heklu og Sögu .Tósefsson; sjást þær systurnar sitjandi hjer á mynd- inni. Þá gömlu hjónin, Friðfinn- ur og Gunnþórunn, næst elslc- endurnir Sigrún og Brynjólfur og loks Sigrún og Friðfinnur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.