Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Page 7

Fálkinn - 09.01.1932, Page 7
F Á L K I N N 7 J a n E r i k. Sænsk sveitasaga eftir Steen Nordenson. Jan Erik sat á steini og hugs- aði sig um. Hvað hafði komið fyrir? Þessi gamli friðsæli bær var varla þekkjanlegur, síðan járn- brautin var lögð. Hræðslan við ,.rallarana“ stóð ekki lengi yfir, því að þeir voru ekki annað en híenn og ekki voru þeir leiðin- legir. Þeir voru víðförulli en sjálfur presturinn, sem þó hafði verið í Stokkhólmi og ferðaðist þangað þriðja hvert ár. Einkum þófti ungu stúlkunum gaman að kynnast þeim. Á laugardagskvöldin sóttu allir rallarar dansleiki. Þar kyntust þeir stúlkunum. Á sunnudögum gengu þeir skemti göngu með þeim úti í skóg. Það var alt annað en gaman fyrir hændasynina þarna úr grend- inni að sjá þessa flækinga ganga með festarmeyjum þeirra og öðrum stúlkum, er þeir höfðu helst augastað á. Nú var held- ur ekki lengur friðar að leita í skógunum, alstaðar fanst þeim þeir heyra kossasmellina. Þetta olli Jan Erik hugarsorg- ar. Hann átti stúlku eins og aðr- ir. Betty hjet hún. Hún var vinnuköna hjá óðalsbóndanum Per Ersson. Þau ætluðu að gift- ast á jólunum, þó að Jan Erik ætti heldur lítil efni við að búa. Faðir hans hafði átt jarðar- skika, en hann varð að selja þegar hann dó. Nú hafði Jan Erik leigt nokkrar dagsláttur rjett við bæinn, og þar bjó hann með móður sinni. Hann hafði komið upp sæmilegri íbúð handa þeim. Það vildi svo vel til, að land hans hallaði mót suðri og þess vegna lánaðist honum að rækta bæði rúg og hafra. Ennfremur ræktaði hann þar kartöflur. Peningsliús hafði hann reist. Einkum var fjósið gott og innangengt var í það. Hann hafði lika grafið brunn, svo að stútt var fyírir móður hans að sækja vatnið. Skógar- högg hafði liann eins og hann þurfti til heimilisins. Það var Jan Erik óblandin ánægja, að alt þetta skyldi vera verk hans eigin handa. Það virt- ist svo, að Betty væri líka gleði- efni að mega setjast þarna að. En þá voru það bölvaðir rall- ararnir! Honum fanst, að Betty væri hrifnari af ,siðmenningu‘ þeirra en óframfærni bændasonanna þar í sveitinni. Hún sá þá líka ausa út peningum eins og stór- herra. Jan Erik liafði ekki efni á að eyða meira á heilu ári sjer til skemtunar en þeir eyddu á einu laugardagskvöldi. Svo hafði borist með þeim svo margt nýstárlegt og skemtilegt þangað í sveitina. Einn þeirra spilaði á harmoniku og annar átti grammófón. Það var nú kom- andi í tjöldin til þeirra! Tjöldin stóðu á tjarnarhakka skamt frá bænum. Tjörnin lá milli dökkgrænna grenihríslna og grárra klettahleina. Þar var dimt og draugalegt, enda áttu álfar og aðrar óvættir að ganga þar ljósum logum. En eftir að rallararnir komu breyttist þetta alt. Þeir hrutu vegi gegnum skóginn og nú lágu allar leiðir að tjöldunum. Einkum var ungu stúlkunum og vínsölunum leið- in kunn. Langi-Ágúst hjet sá versti rallaranna, og það vildi einmitt svo illa til að hann hafði liremt Bett}% Hann var maður grann- vaxinn með upp á snúið yfir- skegg og bar barðastóran liatt. Hann hafði hverja stúlku á valdi sínu. En hvers vegna þurft Betty endilega að lenda í klónum á honum? Hann vafði Betty örmum og kysti hana á munninn, á vangann og á háls- inn, og' það sem versl var, hlát- urinn ýskraði í Betty meðan á þessu stóð. Þetta var á dansleik. Jan Erik var nóg boðið. Hann stökk upp og gekk rakleiðis að Langa-Ágústi og mælti: „Þetta er unnustan mín. Sleptu henni“. Ágúst slepti stúlkunni, leysti af sjer sultarbeltið, sveiflaði því lraman í Jan Erik og sagði: „Jeg skal berja þig eins og harð- fisk, ef þú snautar ekki strax á brott“. Jan Erik hopaði undan. Allir hlógu að honum og Bettv líka. Hann fann, að hann hafði orðið sjer til minkunar. Hann gekk nokkra stund fram og aft- ur og krepti lmefana í buxna- vösunum. En það var hest, að menn fengju að sjá, að hann væri ekki blauður. Hann, sem hafði barist við björn og lagt hann að velli. Hann ætlaði að minsta kosti að krefjast þess, að Betty hætti að dansa og kæmi með honum. Reiðin sauð í honum, þegar hann gekk að Agústi og Betty, þar sem þau sátu í faðmlögum. Ágúst var rauður eftir kossa og brennivín. Jan Erik tók um handlegginn: „Komdu með mjer Betty“, sagði hann. „Ætlarðu aftur að fara að ybba þig“, hrópaði Ágúst um leið og hann rak hnefann i Jan Erik, svo að hann misti nærri fótanna. Nú rann honum svo í skap, að hann vissi lítið, hvað hann gerði. Hann slepti Bettv. Hann ræðst á Langa-Ágúst. Bardaginn hefst. Jan Erik sá nú hvorki nje hevrði. Og sú eina hugsun sem komst fyrir í hausnum á honum var, að hann ætti að brytja Ágúst i smá- slvkki. Honum var alveg sama i hug, og þegar hann barðist við björninn og rak hnífinn í hjartað á honum. Langi-Ágúst fjell á dansgólfið og blóðið l'ossaði úr honum. „Jan Erik, hvað hefir þú gjört?“ hrópaði Bettv. Jan Erik heyrði ekkert. Hann stökk á hrott. Hann staðnæmd- ist ekki fyr en lengst inni i skógi. Honum fanst, hann ekki geta skilið það, að liann væri morðingi. Nú mundi verða kallað á sýslumanninn. Síðan yrðu rjett- arhöld og svo fangelsi. Ef til vill yrði hann alla æfina að sitja í fangelsi. Hann hugsaði til Betty — og mömmu sinnar. Hann ætlaði heim til hennar, en hvernig átti hann nú að geta litið upp á hana? Annars var hún sú eina, sem mundi fvrir- gefa honum. Jú, hún fyrirgefur vist. Menn geta deilt og rifist út af lítilfjör- legum atriðum, en ef það er eitthvað, sem varðar lífinu þá reynir á hið elskandi hjarta og [■að stenst prófið, sje ástin af ó- sviknum toga spunnin. Jan Erik þorði varla að vona, að Betty fyrirgæfi honum, en hann var viss um móður sína. Hann ætlaði nú heim til lienn- ar áður en hann kæmi sjer und- an, því að hann fann það glögt, að hann vrði að strjúka. Hann sat lengi á steini þarna inn í skóginum. Áður en varði tóku fvrstu sólargeislarnir að verma vanga hans. Það var svo að sjá, að það vrði heíðbjartur dagur. Jan Erik megnaði varla að standa upp. Skrokkurihn yar cins og blý og fæturna gát Kann naumast hreyft. Hann fjell því örmagna niður og sofnaði. Hann vaknaði aftur við kirkju- klukkurnar í dalnum. Fólkið í hænum streymdi nú i kirkjuná og' Bettv með. Og allir tala ef- laust um morðið —- og um morðingjann. Nú stóð alt ljóst fyrir hug- skotsjónum hans. ■Hann sá og skildi, hvilíkt óhæfuverk hann hafði framið og þessvegna greip iðrunin hann. Hann nötraði all- ur og skalf. Hann sat lengi og háði stríð við sjálfan sig. Þegar hann stóð upp var hann þess fullvís, að hann yrði að gera bætur fyrir glæp sinn. Hann ráfaði áfram án þess að skeyta þvi, hvert liann gengi. Alt í einu verður liann þess var, að hann er kom- inn inn í bæinn. Hann sjer borðalagðan mann safna um sig liði. Það var sýslumaðurinn. Hann þurfti ekki að spyrja um, hvað væri á seyði. Hann hljóp inn i skóginn, svo að hann yrði ekki sjeður. Hann langaði að geta fundið griðastað, því að hann var dauðþreyttur, en þá sá hann hópinn koma. Hann hljóp því áfram eins og fætur toguðu. Hann þreyttist altaf meir, því að leiðin lá upp í móti. Hann var kominn heimundir bæinn sinn. Hann varð þess vis, að leitarmennirnir ætluðu að leita hans þangað. Ef til vill voru þeir búnir að leita hans heima hjá honum. Atti hann að voga sjer að skreppa heim?. Nei, það var sama og hlaupa í fangið á leit- armönnunum. Nú heyrði hann til þeirru einhversstaðar mjög' skamt frá sjer. Jan Erik klifraði upp i trje og ljet sem minst á sjer hæra. Leitarmennirnir flyktust framhjá og enginn veitti hon- um eftirtekt. Nokkru síðar sá hann nokkra menn ganga heim til hans. Þeir komu brátt út aft- ur, er þeir höfðu gengið úr skugga um, að Jan Erik væri' ekki þar innan veggja. Eftir þetta var ráðstefna og menn skiftust í flokka til að leita x skóginum þar í kring. Jan Erik hnipraði sig saman í trjenu og beið þess, að leitar- mennirnir hefðu sig á brott. Þegar skygði að ætlaði hann að læðast heim og reyna að tala við móður sína. Alt í einu kom hann auga á cinhverja þústu rjett fyrir utan hæjardyrnar heima hjá sjer. I>að var þá ljótur og loðinn Ixjörn. Hann gekk að brunnin- um og lapti vatnið. Frh. á bls. lí. Hann ræðst jjet/ar á bangsa

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.