Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1932, Síða 10

Fálkinn - 09.01.1932, Síða 10
10 F Á L K I N N Er búið til úr bestu efnum sem til eru. Berið það saman við annað amjörlíki og notið siðan það sem yður líkar best. MÁLARAVORUR & VE66FÓBUR Landsins besta úrval. B R Y N J A Reyklavík Leðurvörur: Dömutöskur og Veski í stóru úrvali, Samkvæmis- töskur, Seðlaveski, Peninga- buddur, Naglaáhöld, Bursta- sett, Ilmvötn, Umsprautur, Hálsfestar, Armhringir, Kop- ar skildir, Eau de Cologne, Púður og Crem, Varasalve, Hárlitur, Eyrnalokkar, Vasa- greiður, Krullujárn, Vasa- naglaáhöld, Myndarammar, Sápur, Hárspennur, Nagla- klippur, Raksápur, Rakvjel- ar og Rakburstar. Vers!. Goðafoss. . Laugaveg 5- Simi 436. ulaði og kakó- sem vit liafa á. Gætið vörumerkisins. Drekkiö Egils-öl o f Þessi kjóll var nýlega til sýn- is á tískusýningu í Osló. Pilsið og mittisvestið dökkbrúnt, ermalaus blúsa og treyjan brún- röndótt. FIMTA HJÚSKAPAR- í New Jer- ÁRIÐ HÆTTULEGAST sey i Banda- -------------------- ríkjunum var nýlega stofnað fjelag með því markmiði að gera sætlir milli ungra hjóna, sem vildu skilja og yfirleitt að hindra hjónaskilnaði. Þessi fje- lagsstofnun er bygð á hagskýrslum, sem McFrysch prófessor hefir gert um hjónaskilnaði og óstæður til þeirra. Prófessorinn kemst að þeirri niðurstöðu, að fimta hjúskaparórið sje lang hættulegast og á þvi óri verði flestir hjónaskilnaðirnir. Seg- ir hann, að eftir fjögur ár sje alt „nýjabrumið“ farið af hjónaband- inu, þá sjeu kröfur. frúarinnar til þæginda og óhófs farnar að vaxa og hún hætt að sætta sig við það að lifa spart, eins og hún hafi gert með- an ástin var sem heitúst. Þá fari hún yfirleitt að finna til þess, að henni sje byrjað að fara aftur og krefjist meira til þess að viðhalda fegurðinni, svo að hún liti ekki ver út en ungu stúlkurnar, sem eigin- inaðurinn vinnur með á skrifstof- unni. Hjúskaparótrygð er ástæðan til flestra hjónaskilnaða í Ameríku og stafa 70 af hverjum hundrað hjú- skaparslitum af ótrygð annarshvors hjónanna. Þegar það er eiginmað urinn, sem er sekur gerir húsfreyj- an að jafnaði kröfu lil hárra skaða- bóta. Þannig virti t. d. kona ein ný- lega ástir mannsins síns á 300.000 dollara. Maðurinn heitir Brovvn og er ríkur blaðaeigandi. Þau höfðu verið gift í rúm fjögur ár þegar hon- um datl í hug að efna til fegurð- arsamkeppni. Leikmær ein, að nafni Jenny Blow bar sigur úr býtum, fjekk fyrstu verðlaunin og auk þess varð mr. Brown ástfanginn af henni. Hann sendi konu sína til Florida til þess að njóta lifsins á einum bað- staðnum þar, en varð sjólfur eftir — óg ungfrú Jenny vitanlega líka. En svo kom frúin aftur einn góðan veð- urdag — fyr en búist var við og þá komst alt upp. Hún heimtaði skiln- að og 300.000 dollara í sárabætur og rjetturinn dæmdi henni hvort- tveggja. En auk svona mikilla ávirðinga, eins og hjer var nefnd, gerist fjöldi hjónaskilnaða í Ameríku og Jiað at' svo lítilfjörlegum ástæðuin, að hjer í álfu mundu J>ær alls ekki nægja lil Jiess að fá skilnað. Það mundi til dæmis alls ekki takandi í mál í Evrópu, að dómari fengist lil að slíta hjónabandi, þó að konan færði þá óstæðu fram, að maðurinn henn- ar reykti, svo að hvítu gluggatjöld- in hennar gulnuðu. Enn skringi- legra virðist þó framferði konunn- ar, sem sótti um skilnað vegna ])ess, að maðurinn hennar reykli ekki, en þetta gerðist þó í New \fork. „Konan mín fer á fætur á morgn- ana' með sigarettu í munninum og i rúmið á kvöldin með sigarettu i munninum", sagði maðurinn. Af Jiessu leiddi svo jag, sem endaði með ]>vi, að frúin heimtaði, að inað- urinn gerði eins — annars heimt- aði hún skilnað. Dómarinn, sem hafði málið til meðferðar kvaðst sjálfur vera mikill reykingamaður, en taldi þó kröfuna ganga úr hófi og vísaði málinu frá. Þó er dómari þessi enginn kvenhatari, eins og sjó má af undirtektum hans i öðru máli, sem fyrir hann kom. Þar átti í hlut kona, sem talsvert var farin að eld- ast. Hún heimtaði skilnað vegna þess, að maðurinn vildi flytja. Þau hjónin höfðu verið gift í nólægt 30 ár og skift um húsnæði 22 sinnum á þeim tíma. Þegar maðurinn sagði upp húsnæði og ætlaði að flytja í 23. sinn var konunni nóg boðið og var ekki að furða. Dómarinn tók málstað hennar og veitti henni skiln- að eins og hún hafði beðið um. NÝ TEGUND Fyrir jólin var á HVÍTRAR döfinni í Englandi ÞRÆLASÖLU mál, sem vakið hef- ----------- ir mikla athygli og hneyksli orðið af. Það eru ýmsir gestgjafar borgarinnar, sem við það eru riðnir og hafa fengið harða dóma almennings. — Málið er þann- ig vaxið, að þessir gestgjafar hafa ráðið til sín ungar dansmeyjar til þess að skemta gestunum með list sinni. En vegna þess að atvinnu- leysi er mikið meðal dansmeyja hafa gestgjafarnir notað sjer neyð þeirra og ráðið þær kauplaust. Þær verða að taka á móti „vikaskilding“ af gestunum og annað fó þær ekki. Þessi aðferð er komin frá Þýska- landi. Á' ýmsum dansstöðuin í Ber- lín eru dansmeyjarnar neyddar til þess að dvelja ó dansstaðnum frá kl. ■■■■■■■■■■■■■■»•■MBBBfeS ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ Vátryggingarfjelagið NYE ] [ DANSKE siofnað 186h tekur j j að sjer LlFTPYGGINGAR j I og BRUNaTRYGGINGAR \ | allskonar með bestu vá- } : lryggingarkjörum. j j Aðalskrifstofa fyrir lsland: j ■ ■ Sigfús Sighvatsson, I Amtmannsstig 2. ■ • •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ Pósttaússt. 2 1 ■ ■ Reykjavík j ■ ■ ■ Símar 542, 254 í ■ ok • S09(lramkv.it].) * ■ Alialenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar.» Hvergi bctri nje árelðanlegrl viðskifti. j Leitlft upplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. ■ ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■«■■■•■■■■■■■*■■■ . - M á I n i n g a- vörur Veggfóður Landgina stærata úrval. »MÁLARINN« i ■ Keykjsvfk. : 8 á kvöldin til kl. 3 á nóttunni til l>ess að draga gestina að. Fyrir þessa þjónustu borga gestgjafarnir þeim ekki neitt, en gestirnir verða að borga þeim „vikaskildinginn". í Englandi hefir þetta vakið svo mikla gremju, að yfirvöldin hafa þegar bannað þessháttar aðfarir og eigendur skemtistaðanna verða dregnir fyrir lög og dóm. En í Þýskalandi skifta yfirvöldin sjer ekkert af þessu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.