Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1932, Page 5

Fálkinn - 20.02.1932, Page 5
F A L K I N N 5 inn. — Allra vaensta hurð, safeði hann, en snjeri sjer við i sömu svip- an og horfðist þá í augu við skamm- byssuhlaup Whitey Carsons. Upp með þig! öskraði Carson og sveiflaði skammbyssunni. — Þú hefir gert þitt, en nú kemur lil minna kasta. Sestu þarna á stólinn! Denver Dan hugsaði sig um sem snöggvast, en svo ypti hann öxlum og settist. - Jeg á ekki betra skilið, sagði hann kæruleysislega. — Jeg hefði átt að vita, að það var ekki að reiða sig á------- — — Haltu kjafti, fnæsti Whitey. Iíann hafði tekið upp snærishönk úr skúffu i borðinu og rígbatt nú ljelaga sinn niður á stölinn, eftir að hann hafði tekið af honum báð- a r skammbyssu rn ar. — Já, við þessu niátti jeg búast, sagði Dan kaldranalcga. - En sann- ast að segja, þá gat jeg ekki um annað hugsað en hann Watkins litla. — Nú skaltu fá nóg næði til að hugsa, urraði Whitey. Jcg þarf víst ekki að kefta þig, því að Denver Dan fer varla að hrópa á lögregluna. Ansi var það annars hugulsamt af þjer, að koma hjerna og hjálpa mjer, og jeg skal svei mjer launa þjer með því að láta lögregluna vita, hvar þig er að hitta. Hann tæmdi skápinn og Ijet alt í tftskuna, án þess að Dan gæti sjeð hvað það var. Má jeg lána regnkápuna þína, Dan? kallaði hann. Þú hefir liennar engin not framar. Og svo skundaði hann út í anddyrið og inn í borðstofuna. Augnabliki síðar heyrði Denver Dan tvo hvelli af skotum -— og svo varð löng þögn. Rigningin lamdi rúðurnar í bókastofuglugganum. Nú heyrðist þrammað þunglama- lega úti í anddyrinu. Og inn kom rauðbirkinn maður með skamrn- byssuna á lofti. A regnkápu hans glampaði á lögreglumerki. — Hingað! lögregluþjónn, kall- aði Denver. — Hjálp! —• Það er þá svona, urraði lög- regluþjónninn, lagði skammbyssuna á skrifborðið og tók upp liníf, en hugsaði sig um, sem snöggvast. Hver eruð ])jer? spurði hann. Þjer megið vera að því að spyrja slíkra spurninga, sagði Den- ver Dan byrstur. — Munið þjer ekki, að þjer sáuð mig með Winston Brevord daginn áður en hann fór? Jeg er bróðursonur hans frá San Francisco — Maxwell Brevord. Já, alveg rjett, hr. Brevord, sagði maðurinn afsakandi. Nú man jeg eftir yður. .1 á, nú munaði minstu, ha? — sagði hann hann um leið og hann skar á síðasta spottann. Denver Dan spratt upp og benti á opna skápinn: — Jeg heyrði skot Þvi miður, hr. Brevord, jeg var tilneyddur. Bófinn miðaði á mig skammbyssu, annarhvor varð að týna lifinu. Svo skaut jeg hann tveimur skotum, beint í andlitið. Hann var steindauður þegar haun datt um. En mætti jeg 'nú biðja um að fá lánaðan síma? Þa fór hrollur um Denver Dan, en hann tók sig á og sagði. — Sím- inn er í ólagi, því er nú ver, en — — Jæja, það gerir þá ekkert til. Sveitarforinginn kemur hvort sem er að vörmu spori. Er ekki best að koma þessum peningum iun í skáp- inn á meðan. Jú, langbest. Afsakið þjer, en jeg er ekki búinn að jafna mig eft- ir þetta ennþá, og — Cögregluþjónninn gekk í áttina til dyranna; það var pollur eftir hann á gólfinu, þar sem hann hafði staðið. - Jeg — jeg hafði tekið af mjer skóna og sat og var að lesa í bók, sagði Denver Dan, meðan þeir voru á leiðinni fram i anddyrið. — Svo hlýt jeg að hafa sofnað. Meðal ann- ara orða: hvað ætli þess verði langt að bíða, að fjelagar yðar komi? Jeg vildi gjarnan láta rannsaka garðinn. Þeir koma á hverri stundu, sagði lögregluþjónninn um leið og hann lauk upp eldhúsdyrunúm. Denver Dan fór með honum inn. Lögregluþjójininn hafði fuiidið .slftkkvarann á veggnum og kveikti Ijós. Hann hafði dregið lik Whitey Carsons ineð sjer inn í eldhúsið. Whitey Carson lá þarna á grúfu i votri regnkápunni hans Dan. Und- ir andlitinu var stór blóðpollur. Skamnibyssan hans var horfin. Aftur fór hrollur um Denver Dan. Hann leit upp. Þarna stóð lögreglu- þjónninn og horfði á hann, og þaö brá lyrir glampa í kænlegu augunum. — Má jeg spyrja hafið þjer heyrt getið um Denver Dan? spurði hann. Það kom kökkur í hálsinn á Den- ver Dan, en hann hristi höfuðið. Þetta er hann! Denver Dan starði á dauða mann- inn. Svo? inuldraði hann. Þjer hafið þá þekt þann mann fyr? Nei, en jeg er handviss um, að það er hann. Þegar kapteinninn kemur, þá þekkir hann hann aftur. Hann kann alla stórbófana utanað. Jeg hefi altaf verið svo óheppinn, að vera bakhjarl í lögreglunni. Hefi aídrei fengið tækifæri tit að láta að mjer kveða fyr en núna í nótt. En þegar hann, drengurinn, sagði mjer að hann hefði sjeð Denver Dan hjerna, þá fann jeg að nú var að duga eða drepast. Svo bað jeg hann að hringja tii kapteinsins, meðan jeg skærist í leikinn hjerna. Denver Dan kinkaði kolli: Jeg skal ekki gleyma, að borga heimild- armanni yðar hæfilega fyrir hjálp- ina. Hann hefir fengið nægilega borgun, hr. Brevord! Það var ó- mögulegt að toga nokkurt orð út úr honum, fyr en jeg hafði lofað hon- um helmingnum af þvi fje, sem lagt hefir verið til höfuðs Denver Dan! Að rjettu lagi ætti hann að vera i tugthúsihu, en i hvert skifli sem hann er tekinn fer hann að skæla og ber sig svo aumlega, að honum er slept. Það er þessvegna sem þeir kalla hann „Skælu-Charley". Hann sagðist hafa þekt Denver Dan eftir myndum, sem hann hafði klipt út úr blöðum og límt upp á vegg heima hjá sjer. Jeg sagði við hann, að jeg þyrði að veðja um, að erindi hans hingað hefði verið það, að stela silf- urborðbúnaði, en hann sór sig og sárt við lagði, að hann væri fyrir löngu hættur slíku. Jæja, sagði lög- regluþjónninn, ]iegar hann heyrði að dyrabjöllunni var hringt, þhrna koma þeir þá víst, piltarnir! Denver Dan brá hendinni upp að hálsinum til þess að lagfæra á sjer hálshnýtið. — Viljið þjer gera svo vel að hle.vpa þeim inn, sagði hann brosandi. - Jeg ætla að biða hjerna og kveikja á ljóskerunum úti i garð- inum. Sjálfsagt, svaraði lögrgluþjónn- inn og fór út. Denver rjetti út hönd- ina, el'tir töskunni en kipti henni að sjer með hryllingi. Handfangið var atað i blóði. A næsta augnahliki æddi Denver Dan áfram á sokkaleistunum. Það var sleipt í votu grasinu og ísköld rigningin lamdi hann í andlitið. Ilann fór tómhentur og skjálfandi af hræðslu í fyrsta skifti á æf- inni. Um víða veröld. ---Y---- FIMTÁN ÁRA FRÍ- i Derby á MERKJAFRÆÐINGUR. heima 15 -------------------ára gamall piltur, scm heitir Ronald Douglas. Hefir hann safnað frímerkjum frá því að hann man eftir sjer og fjekk nýlega bikar í verðlaunaskyni fyrir frábæran dugnað sem frí- merkjasafnari. Fjekk hann verð- launin sjerstak- lega fyrir safn af elstu persnesku Irímerkjunum, sem gefin voru út, „Ijónsfrímerkjun- um“ svonefndu. fengið verðlauna- bikara fyrir frímerkjasöfnun og þeg- ar hann var þrettán ára hafði hann svo góða þekkingu á persneskum frimerkjum, að ýmsir helstu ‘fri- merkjasafnendur Englands leituðu ráða til haiis, barnsins, um alt, sem laut að persneskum frimerkjum. Dreng þessum kippir í kynið, því að faðir hans var kunnur frimerkja- safnari og leiðheindi drengnum harnungúm. Nú eru í safni piltsins 25.000 l'rímerki og mun mftrgum öðrum frimerkjasafnenduin ekki þykja það ýkja há tala. En þess ber að gæta,' að þessi frímcrki eru að kalla ftll frá þeim löndum, sem nota tillölulega svo lítið af frímerkj- um, eða svo há og sjaldgæf að liægl er að verðleggja þau eftir stykkja tali, en ekki eftir þyngd. Meðal ann- ars á Ronald 8 persnesk frímerki, sem eru 1400 króna virði. Getur drengurinn verið fyrirmynd annara drengja í því, að safna eftir ákveðn- um reglum, en ekki af liandahófi. Því að handahófssöfnunin verður sjaldan til þess, að menn nái sam- an eigulegu frímerkjasafni. Söfnun frímerkja cr fræðigrein, eins og alt annað, sem gert er með viti. Huagun í rauu. Göinul kona á Neseýjum álti tvo kanarífugla og voru þeir það eina, sem henni þótti vænt uin á jarðríki. Eina gleði heunar var sú, að fóstra þá og hlusta á tístið í þeim. En svo bar það við einn dag, að kattarskrattinn náði í annan kanarí- fuglinn og át hann með húð og l'jöðrum. Og má nærri gela, hve ó- umræðilega aumingja gamla konan syrgði h'ann. Þarna hjekk búrið tómt dag eftir dag og viku eftir viku, og i hvert skifti sem luin leit á það ýfðust harmar hennar. Loks fanst henni óhærilegt að hafa búr- ið i stofunni sinni, svo hún gaf það dreng, sem var hálfgerður heimagangur hjá henni. Hann þakk- aði henni innilega gjöfina og hljóp á burt með búrið. — En daginn eft- ir fjekk vcslings garrila konan heim- sókn af bróður drcngsins og hann segir: Blessuð, viltu ekki gefa mjer hitt búrið, þegar kötturinn er búinn að jeta kanarífuglinn úr því? ----x---- KVENNFEGURÐ í AFRÍKU. Þetta listaverk er kvenhöfuðsmynd frá hinum spanska hluta Guinea og sýnir hugmyndir þær er einn inn- fæddi kynstofninn þar, gerir sjer um kvenlega fegurð. Líklega mundu samt svona stúlkur tæplega þykja útgcngilegar hjerna. SKATTUIÍINN í HNETUM. Sumstað- ar i Bandaríkjunum er leyft að gjalda opinber gjöld i vörum, eða friðu, en þó'má eigi greiða hann í ódýrri þungavöru, svo sem hveiti eða maís. Hinsvegar eru hnetur tals- vert notaðar sem gjaldeyrir. Hjer á myndinni sjest s k g't I hei mt u maðiú r einn sem er að vikta hnetur er skatl- greiðandinn hefir koniið með til hans. Þetta minnir á smjörafgjaldið, sem altitt var áður hjer á landi og tiðkast sumstaðar enn. o ■•%.• o -•m,.- • • ■••«,.• < ..••••%.•■•%.■• ; ' • ■•%.■•■•%. • ' Dnekkiö Egils-öl ,.'•■«%■ • •-%■ • ••%.■ ••%■■ • ■•'%•• ■•%.• • • ■••% • ■••! Munið Herbertsprent. Bankastr.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.