Fálkinn - 16.04.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Borðhockey og aðrir leikir.
Til jjess að leika bor'ðhockey þarl
vitanlega fyrst eins og nafnið bend-
ir á, nokkuð stórt stofuborð, sem er
vel stöðugt. Leikvöllurinn á bórðinu
er afniarkaður með fjórum listum,
sem mynda einskonar ramma eða
umgcrð. A mjórri enda umgerðar-
innar eru sett tvö mörk, 20 senti-
metra breið. Markstengurnar hjer á
myndinni eru gerðar úr mechano-
stöngum og sijudúkur spentur á þær,
en vitanlega má eins vel gera þær
úr trje cða vír.
irnir balda el'st um kylfuna með
annari hendinni aðeins en mega
ekki styðja hinni hendinni á borð-
brúnina, eins og hægri markvörður-
inn gcrir á myndinni.
Fari knötturinn út af brautinni
tii hliðanna skal hann lagður á miðja
markvörðurinn ,gefur knöttinn upp'.
Fyrir knölt er notaður taflpening-
ur úr „dam".
Fari knötturinn út af brautinni
lil hliðanaa skal hann lagður á miðja
L^ikurinn byrjar.
Hver leikmaður fær kyll’u, sem
hann slær knöttinn með. Hún er
tálguð úr vindlakassaljöl og höfð
lnigða eða klúmba á neðri endanum.
Kylfur markvarðanna eru helmingi
lengri en framherjanna. Til þess að
forðast, að maður risþi borðið með
kylfunum er gott að sivefja endana
á þeim með mjúku seglgarni.
I hvorum leikflokki eru tveir
menn: markvörðurinn og framherj-
inn. Þó geta leikendurnir verið að-
eins tveir, einn hvoru megin. Hver
leikur er í þreniur lotum, alveg eins
og í íshockey, og hver lota í tíu min-
útur.
Innkast.
brautina, jaínlangt frá framherjun-
um (sjá myndina).
..Leikvöllurinn".
1. Markvörður A, 2. Framherji A,
:t. Framherji B, 4. Markvörður B, 5.
mörkin, 6. miðlinan.
Um leikinn gilda þessar reglur:
1. leikmennirnir standa eins og sýnt
er á inyndinni. 2. markvörðurinn
má aldrei leggja kylfuna flata á borð-
ið til jiess að verja knettinum að
komast i mark, heldur skal hann
halda henni lóðrjettri. 3. Markvörð-
urinn má aldrei slá knöttinn nema
á sínum helmingi borðsins (sín
megin við miðlinuna). 4. Leikmenn-
El' leikmaður brýtur i bága við
settar reglur fá andstöðumennirnir
vítishögg. Það er slegið á knöttinn
25—30 sentimetrum frá marki þess,
sem brotið hefur af sjer og aðeins
markvörðurinn má vera til varnar.
Tappaveiöar.
Nú er pvottaclacjurinn
$
Notið
Rinso
þá er
pvottadciqurinn
h ekki ernOur
STOR PAKKI
o,55 AURA
LÍTILL pakki
0,30 AURA
segir María
Jeg heli komist uppá aö gera
pvottadaginn skemtilegann.
— Vandinn er ekki annar,
strá Rinso í heitt vatn og
gegnvæta þvottinn í pví. Eí
paö em mjög óhrein föt pá
kanslce sýð jeg pau eða ]?væli
pau ofurlítið. — Síðan skola
jeg pau og allt er búið. Þvot-
turinn er eins bragglegur og
hvítur og maður getur óskaö
sjer, ekkert nugg eða erfrSi.
R. S. HCnsON' l.IMITKD, Í.IVKRPOOL, ENGLAND
M-R 42-047A IC
Það er segin saga, að þeir sem
l'ara iðka borðhockey að nokkru
raði, verða svo hugfangnir af þvi,
að þeir vilja helst ekki iðka annan
leik fremur, innanhúss.
Þetta er mjög skemtilegur leikur.
Takið 5 tappa og kljúfið þá eftir
endilöngu. í hvern tappahelining
setjið þið svolítinn krók úr stálvir.
svo útbúið þið ykkur veiðistöng:
um 15 sentimetra langa spýtu með
álika langri linu og beygið öngul úr
stálvir og festið hann á linuna.
Tapparnir eru settir á flot i skál
með vatni og virhankarnir lálnir
snúa upp. Ilver þátttakandi i veiði-
skapnum má reyna í tvær minútur
og nú er um að gera, að „veiða" sem
l'lesta tappa á þcssum tíma. Sá sem
l'ær flesta tappana vinnur, og ekki
skáðar að heita þeim fisknasta ofur-
litlum verðlaunum til þess að auka
samkeppnina.
Felumynd.
Hjerna er mynd af aldingarðinum
i Eden og þið sjáið dýrin kringum
skilningstrjeð góðs og ills. En nú
skúluð þið reyna að finna Adam og
Evu. Ef þið leitið vel þá finnið þið
þau þarna á myndinni.
Lausn li felumyndinni.
Fræðimenn i Mount Wilson
stjörnuturninuin hafa fundið tvær
nýjar stjörnur, sem þeir segja, að
sjeu fjarlægustu himinhnettirnir,
sem mannlegt auga hefir nokkurn-
tíma augum litið. Þessar tvær stjörn-
ur eru ekki á vetrarbrautinni og
fjarlægjast jörðina með 15.000
enskra milna hraða á sekúndu!