Fálkinn - 16.04.1932, Blaðsíða 12
12
F A 1.KINN
------- VIKURITIÐ ---------------
Útkomið:
I. Sabuntini: Hefnd , . . 3.80
II. Bridges: Rauða húsið . 3.00
III. — Strokuinaðurinn 4.00
IV. Horler: Dr. Vívant . . 3.00
V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00
í prentun:
Ph. Oppenheim: Leyniskjölin.
Zane Grey: Ljóssporið.
biöjiö bóksala þann, sem þjer
skiftió viö, um bækurnar.
Ungur Bostonbúi geklc nýlega inn
i tatabúð þar i borginni, til að- líta
á siðjakkaföt. Er hann hafði litið á
birgðirnar, valdi hann ein, sem síð-
an voru send honum heim. Daginn
eftir mátaði hann nýju fötin á sig,
og er honum varð þreifað í vasa
sinn, fann hann, sjer til mikillar
undrunar miða, þar sem meðal ann-
ara orða stóð: ,,ó, betur að Jretta
yrði fundið af manni í góðri stöðu,
sem óskaði að hafa brjefaskifti við
unga laglega stúlku, sem langar til
að giftast“. Þessi ungi maður var
lorvitinn að vita, hvort hjer væri
gaman eða alvara á ferðum. Hann
reit því brjef með jieirri utanáskrift,
sem á miðanum stóð. Skömmu síð-
ar l'jekk hann sjer til gleði svar.
Kr hann leit nánar á skriftina, sá
hann, að á brjefinu var karlmanns-
hönd. Brjefið hljóðaði þannig:
Maður góður! Konu minni hefir
borist brjef yðar í bendur. Það var
sent á heimili, þar sem hún bjó áð-
ur en hún giftist. Hún hefir beðið
mig að svara þessu tilskrifi yð-
ar. Þennan iniða, er þjer talið um,
hefir hún sett þarna í vasann i
svipstundar gáleysi fyrir 15 árum,
er hún var afgreiðslustúlka í fata-
búð. En nú er hún gift mjer og á
0 börh. Og ef þjer leyfið yður að
halda ál'ram þessum brjefaskriftum
eða reynið aðra nærgöngli við hana,
mun það verða yður dýrkeypt.
Unga manninum kom víst síst ti!
Iiugar að eiga nokkur kynni við fi
barna móður, og skrifaði hann þvi
ekki fleiri brjef. En hann gekk rak-
leiðis lil fatabúðarinnar, og kvart-
aði um, að sjer hafi verið seldur 15
ára gamall fatnaður.
----x-----
Þnð munaði minstu að Gary
Cooper, hinn frægi kvikmyndaleik-
ari, væri drepinn um daginn. Hann
var á dýraveiðum í Kenya í Austur-
Afríku er gríðarstór nashyrningur
rjeSist að honum. Dýrið hljóp á
tiann, 'en hann gat vikið sjer und-
an svo að dýrið snerli hann aðeins
en sakaði ekki. Komu svo svertingj-
ar þar að og skutu dýrið.
Fyrir kvenfólkið.
Mlklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi af nýtlsku
hömkum i
Hanskabúðimii
Smávegis nm fot.
Iljer birtast nokkrar myndir af
kvenfatnaði, sem ekki er áberandi
eða skjannalegur, en þokkalegur og
samkvæmt tískunni. Sum tiska er
eins og spennitreyja á það sem fag-
urt er, eu önnur er eftirlátari og
gefur svigrúm og myndirnar hjer
að ofan eru i samræmi við þá tísku.
Og verður að muna það, að þó ein-
hver klæðnaður fari einni stúlkunni
vel ])á getur hann farið annari illa,
alveg eins og löngu er viðurkent
um hattana.
Stúlkan með loðna hundinn er i
blárri kápu með stórum kraga úr
rauðu tófuskinni. Kápan er ekki
fullsíð og sjest á kjólinn niður und-
an, en hann er alsettur hnöppum og
snumum. Hatturinn brettur upp
hægra meginn og blár eins og kápan.
Hin myndin sýnir samkvæmis-
kjól, sem virðist altof íburðarmikill
til jioss að geta orðið vinsæll.
Alll með islenskiim skipuin' *fi
Vertu sæll, andarunginn Ijóti.
Tískubrjef frá London.
Tískan krefst þess að okkur, að
við breytum útliti í sífellu, jafnvel
andlitinu er nú ekki erfitt að breyta,
þvi að allir bestu heilar tískuheims-
ins eru óðfúsir lil lijálpar andarung-
nnum Ijóta. Það mun ekki líða á
löngu, áður en ekki finst nokkur
ungfrú, sem ekki er máluð og fegr-
uð. En þá verður ekki lengur gam-
an að vera fædd lagleg.
í vor á hárið að vera silfurgrátt.
Hárgreiðslukonurnar nota ýmis
efni, sem fá hárið tíl að gljá eins
og silfur, og ef það þóknasi ekki
þá má fá það til að bera vaxgljáa
(el' það er nokkur bragarbót).
Ef |iig langar til, gelur þú litið
úl eins og griskur drenghnokki eða
greidd eins og kerúb höggvinn í
stein. Hárið á að falla í fínum lið-
um og liggja þjett að höfðinu.
A liðabrúðasýningunni (manne-
cpiin) í febr. liktust liðabrúðurnar
huldumeyjum. Heillandi voru þær
með fallegu ennisbrúskana sína og
oddundna liði. Það er iíka víða sið-
ur nú að klippa hárið ójafnl yfir
enni og gagnaugu ogg líma svo lokk-
ana (að höfðinu). Eða hvernig lísl
þjer á dömur með kuðungsliði yfir
enninu og nokkra Viktoríuliði, sem
liggja þjett að höfðinu í hnakkan-
um?
í París er algengt að nota parulc
sem fellur í liðum yfir andlitið.
Fáðu þjer einn slíkan hadd, úr
gljáðu hári, sem fer þjer vel. Ef
þú erl hrædd um, að þú sjert á eft-
ir tímanum, skaltu velja hann blá-
an, og þá mun enginn saka þig um,
að Jiú fylgist ekki með. Það er um
að gera að nota liti og efni, sem
aldrei hafa fyr verið notuð án l)ess
nokkuð að hugsa um sinn persónu-
lega stil. Ef |)ú erl vön að klæðast
flaueli eða þunnu silki (georgette),
þá skaltu laka upp eitthvað annað,
alveg sama hvað það er, aðeins ef
það er eitthvað annað.
Mest í tísku hjer er svo nefnt
„baby-skinn“, ofið ullartau, sem
mjög líkis finu musselini.
Ef þú heflr ekki ráð á að fá J)jer
ný klæði, verðurðu að láta þjer
nægja a'ð fá þjer lífstykki, því að
það verður þú að eiga á dögum
J)essara þröngu og strengdu kjóla.
Algengast er nú að nota gúmmí-
lífstykki með rennilásum á mjöðm-
IIIIUIII.
Vorhattarnir.
Hjer koma nokkur sýnishorn al'
hattatiskunni, sem ráðandi verður
í vor. Þar kennir margra grasa, en
flestir eru hattarnir mjög yfirlætis-
lausir.
Þessi hattur er skreytlur með martj-
faldri slaufu úr flauelsbandí,