Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1932, Blaðsíða 1

Fálkinn - 30.04.1932, Blaðsíða 1
16 síður 40 aura HOLMENKOLL-SKÍÐAHLAUPIÐ. HolmenkoU-skíðahlaupið í Oslo, er svo sem kunnugt er, stærsta og frægasta íþróttamót Norðmanna. 1 því taka þált allir bestu skíðamenn hvaðanæfa úr Noregi og það segir ekki lítið, því tvímælalaust eru Norðmenn mestu skíðagarpar heimsins. Það lá nærri, að ekkert yrði úr þe.ssu mikla móti i ár. Veturinn hefir verið svo að segja snjóalaus, auð jörð mestan hluta vetrar og elckert tækifæri fyrir skíðamenn að iðka íþróttina og æfa sig, nema þá uppi á háfjöllum. Skíðanefndin var búinn að ákveða, að láta sldðamótið falla niður að þe.ssu sinni — en þá byrjaði skyndilega að snjóa. Föynin var ekki mikil, ekki nægileg á skiðabrekkuna, en hvað gerði skiðafjelagið? Það rjeði 100 manns í vinnu í heila viku við að aka snjó á brekkuna og þegar sá mikli dagur loks rann upp, var brekkan i fínasta standi. — Áhorfendur voru að þessu sinni með fæsta móti, aðeíns hO— 't5),000 manna. Og skíðahlaupið sjálft tæplega eins fullkomið og venjulega, sem enginn heldur gat biíisl við, þar sem flestir skíðamennirnir voru tiltölulega óþjálfaðir. En áhorfendur skemtu sjer og eru skíðaf jelaginu þakktátir fyrir að það ekki Ijet þetta þjóðlega og eftirminnilega íþrótlamót falla niður, þó snjólítið væri í brekkunni. — Myndin hjer að ofan sýnir skíða- brekkuna, neðst sjer maður konungshjónin og ólaf rikiserfingja, beggja megin við sldðabrekkuna situr og stendur fólk í þúsundatali, en efst í horninu er myndin af þeim, sem hlutskarpastur varð í ár, Oddbjörn Jlagen, er hlaut konungsbikarinn og nafnbótina „skíðakonungur Noregs".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.