Fálkinn - 30.04.1932, Qupperneq 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Biaðið kemur út hvern iaugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Síðastliðinn sumardagurinn fyrsti
var helgaður börnunum, eins og
nokkur undanfarin ár, en fjársöfnun
til fyrirtækja þeirra, sem frumkvöðl-
ar barnaverndarinnar starfækja, var
stórum minni nú en árin á undan.
Er ])etta sennilega að kenna krepp-
nnni, sem kemur víða við, en þó
helst þar, sem hún ætti síst að koma.
Annars hefur lengi verið kreppa
í því, sem forráða menn Reykjavík-
ur hafa gert fyrir börnin. Það er
eins og þeim sje ekki enn farið að
skiljast, að eins og nú er, þá stefnir
í beinan voða fyrir uppvaxandi kyn-
slóð Reykjavíkur, þeirri kynslóð,
sem á sínum tíina á að byggja þenn-
an bæ og auka hróður hans. Börnin
í Reykjavík eru í rauninni ófriðhelg.
Þeim er enginn staður ætlaður nema
gatan og mölin, þar sem þau í raun-
inni eru í stöðugri lífshættu, bæði
bráðri, vegna umferðarinnar og svo
hinni, sem jafnvel er verri, heilsu-
spillinum, sem þessi „leikvöllur"
hefir i i'ör með sjer. Leikvöllurinn
er mettaður hrákum þeirna, sem
um ganga og hvort ungum börnum
sje heilsusamlegt að soga rykið af
þeim inn i lungun, er atriði, sem
enginn efast um. Enda sýna verkin
merkin. Heilbrigðisástand barnanna
í Reykjavik er bágborið, og það þýð-
ir ekkert að kenna húsakynnunum
einum um það. Útiveran, sem á að
þroska og hressa börnin, verður
þeiin oft og einatt lind sjúkdóma.
Læknarnir geta borið vitni um það.
Og andlegu áhrifin eru ekki betri,
því að ekki þarf nema einn gikkinn
í hverri veiðistöðinni, einn frakkan
strák eða stelpu, til þess að kenna
tylftinni illan niunnsöfnuð og ó-
luiytti. Kennararnir geta borið um
það.
Útlendingar, sem hingað koma
laka eftir fáu meira, en barnagrúan-
um, sem hefst við á götunúm, án for-
sjár fullorðinna, smábörnum, sem
fara ein síns liðs á fjölförnustu göt-
um eða velta sjer i rykinu á miðri
akbrautinni í hinum fáfarnari. Þeir
skilja ekkert í þessu, því að jafnvel
í fátækrahverfum stórborganna er
ástandið betra í þessu efni, en hjer
i hinni fámennu höfuðborg íslands.
Hvenær verður hafist handa að
bæta úr þessu? Hvenær verður
börnunum sjeð fyrir víðlendum
grasvelli,, þar sem þau geta veit sjer
og leikið sjer á sumrum, í stað þess
að vera á götunni eða á hinum svo-
kölluðu „leikvöllum" bæjarins, sem
ekki eru annað en hart moldarflag?
Hans Kragh viðgerðarstjóri Bæj-
arsímans verður sjötugur á
morgun.
Steinn Sigurðsson rithöfundur i
Hafnarfirði varð sextugur 2-,i.
apríl.
Tryggvi Jónatansson bygginga-
meistari á Akureyri varð fertug-
ur 15. apríl.
Þektur kvenlæknir á Englandi,
Elísabeth Chester gat þess nýlega í
fyrirlestri sem hún flutti i London,
að besta ráðið til þess að koma i
veg fyrú' hjónaskilnað, væri að gera
unga fólkinu unt að giflast ungu, þ.
e. a. s. innan tvitugs aldurs. „Við
verðum að hjálpa sonum vorum og
dærum til að giftasl fyr en venjulegt
ei- nú“, sagði hún. „Látum þau fá sitt
eigið heimili og eignast börn meðan
þau eru nógu ung — og það mun
ktíma í ljós, að hjónaskilnaðir verða
færri. Lofum þeim að njóta lífsins
meðan þau eru ung“. Þessi orð
stinga nokkuð í stúf við það sem
aðrir haida fram, nfj. að aukning
hjónaskilnaðanna komi mest af því,
að fólk giftist of ungt, að það ani úl
í hjónabandið án þess að vita hvað
það vill.
Leikhúsið:
Töfraflautan.
Leikfjelagið hefir nýlega tek-
ið lil leiks æfintýraleik fyrir
börn og unglinga, sem heitir
„Töfraflautan“ og er eftir Ósk-
ar Kjartansson. Er leikurinn
sýndur síðdegis og hefir fengið
und. Þessi leikur er prýðisvel
fallinn lit barnasýninga og höf-
undi til mesta sóma. Hann er
lmittinn og skemtilegur, efnið
liugnæmt, og futt af tilbreyting-
um, söng og dans. Söngvarnir
eru eftir Árna Björnsson í Hafn-
arf. Leikurinn fór vel úr hendi
og er sjerstaklega vert að minn-
ast 7 áraperlu (Dóru Haralds-
dóttur), Tobíasar rauðnefs
(Helga S. Jónssonar) og Gunn-
hinar bestu viðtökur. Þetta mun
vera í fyrsta skifti, sem Leikfje-
lagið efnir til sýninga fyrir
ars förusveins (Alfr. Andrjes-
sonar) . Ennfremur má nefna
Konginn i Thule (Valdemar
Helgason), Fjólu kongsdóttur
(Hönnu Friðfinnsdóttur) og
Starkaður. Myndirnar sem hjer
fylgja sýna Fjólu kongsdóttur,
sömu og Gunnar förusvein,
Konginn í Thule og Tobías
rauðnef. — Þó að leikur þessi
sje einkum ætlaður börnum og
unglingum er það víst, að marg-
ur fullorðinn hefir gaman af að
sjá hann og heyra, ekki sist fyr-
ir það, ad hann er íslenskur.
Leikurinn verður sýndur næst á
morgun.
börn, en áður hafa aðrir gerl
það„ og hefir m. a. verið sýnd-
m annar leikur eftir sama höf-
Múönrmál vort, islenskan.
uiu pao
efni ætl-
ar Sigurð-
ur Skúla-
son mag-
ister að
flytja er-
indi í
Gamla Bíó
kl. 3 síðd.
á morgun.
Hann hef-
ir nýlega
skrifað
tvær all-
miklar
greinar i
dagblaðið Vísi og gert þar athuga-
semdir við nýyrðastefnuna og staf-
setningarreglugerðina frá 1929. Hafa
þessar greinar vakið athygli og sætt
nokkurum mótmælum. Er líklegt að
skólafólk og þeir, sem unna íslensku
máli fjölmenni í Gamla Bíó til að
heyra, hvað Sigurður hefir fram að
færa,