Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.07.1932, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Kenning og framkvæmd er sitl hvað og fylgist sjaldan að hjá sama manninum. Eins er það lika sjald- gæft, að maður sem oft dettur ýmis- legt ágætt í hug, sje um það fær að framkvæma það. Annars væri mikil- mennin fleiri i veröldinni. Það er altítt að rekast á frásagn- ir um þennan og þennan hugvits- mann, sem kunnur er um allan heim ai' uppfundningum sínum. Saga hans endar að jafnaði á þá leið, að hann liafi dáið í mestu eymd og átt illa tiaga lengst af æfinni. Fyrri hluta hennar hafi hann barist við að koma uppfundningum sínum áfram og follkomna þær og ekki notið nema lítillar styrktar fárra manna. En svo þegar uppfundningin var gerð, komu tjárplógsmennirnir í leikinn, gerðu við hann samninga og sneru -á hann, því að snillingurinn hafði ekki fjár- málavit. En undantekningarnarverða frægar. Ef Edison hefði ekki verið slyngur fjármálamaður jafnframt því að vera hugvitsmaður má full- yrða, að hann hefði aldrei unnið hálft verk við það, sem hann ljet eftir sig. Hið mikla lífsstarf Edisons hyggist á því, að eftir að hann hafði gert hinar fyrstu uppgötvanir sínar græddist honum svo fje, að hann gat starfað af alhug að nýjum verk- efnum og keypt sjer aðstoð fjöl- margra hjálparmanna og varið ó- grynnum fjár lil rannsókna, sem annars hefðu ekki verið gerðar. Þar hjálpaðist að hugvit og auður. Sumum mönnum er þannig varið að því er kauþsýslu og framkvæmd- ir snértir, að þeir eru hugvitsmenn i því, að gera áætlanir, sem í hönd- um rjettra manna verða að fjeþúfu. En sjálfir eru þeir gjörsneyddir allri getu til þess, að framkvæma þessar aætlanir. Það verða aðrir að gera. Þessvegna hefir á síðari árum, eftir að fjármál og atvinnumál urðu flókn- ar| og stórskornari en áður var, myndast samvinna um þetta. Ein- slakir menn gera áættanir og fá borgun fyrir annaðhvort ákveðna upphæð eða hundraðshluta af ágóða fyrirtækisins þegar það er komið á stofn. Þannig löguð verkaskifting hefir orðið undirstaða ýmsra stærstu l'yrirtækja i heiminum og kostir hennar eru orðnir ljósir. Þetta eru aðeins fá dæmi um þá nauðsyn, sem er á því, að hver fái það verk að vinna, sem hann er hæl'- astur til. Það er allur galdurinn. Og er það nokkur furða þó að svo sje? — úr því að mennirnir eru ekki þannig skapaðir, að þeir sjeu jafnvígir á alt. Á síðasta állsherjarmóti í. S. í. var flokkur manna, sem vakti einna mesta athygli á mótinu, þó að ekki yrði hann hlutskarpastur. Þetta voru Vestmannaeyingar, sem hjer birtist mynd af. Bar framkoma þessa l'lokks þess glöggt vitni, að Vest- manneyingar höfðu æft sig vel og kappsamlega undir mótið og að þeir eiga marga slórefnilega íþróttamenn þó að einn beri af í flokknum, Karl Sigurhansson. Er hann Eyfellingur að ætt, rúmlega þrítugur, en svo mikill þolhlaupari að óvíst er, hvort G. T. Zoéga: Ensk-íslensk orðabók. Önnur útgáfa af enslt-ísl. orðabók Geirs T. Zoega, sem út kom 1911 hefir hún verið uppseld í mörg ár. En áður en höfundurinn andaðist, fyrir fjórum árum, hafði hann búið undir prentun nýja útgáfu af bók- inni og endurskoðað og aukið þá fyrri. Þessi prcntun er nú komin út á forlag Bókaverslunar Sigurðar Kristjánssonar og var ekki vanþörf á, því að siðustu árin hefir verið tilfinnanleg vöntun á bókinni, eins og vænta mátti, þar sem hún er notuð að kalla eingöngu af öllu enskunemandi fólki á landinu, og það er orðið margt siðan enskunám fór að aukast hjer á landi eftir alda- mótin og enskan komst svo að segja í öndvegissess. Orðabækur G. T. Zoéga hafa frá því fyrsta notð mikilla vinsælda. Orðaforðinn er svo mikill, að hann uægir vel til venjulegs enskunáms og er einmitt valinn með tilliti lil skólanáms í enskri tungu fyrst og fremst. ítarlegar orðabækur, sem liafa að geyma nokkurnveginn tæm- andi orðaforða enskrar tungu eru óhentugar og ómeðfærilegar öllum Lnskunemendum fyrir stærðar sak- ir, en það mun flestra mál, er not- að hafa orðabækur G. T. Zoéga, að honum hafi tekist að velja svo á milli þess nauðsynlega og ónauðsyn- lega að allir megi vel við una, enda hefir hann haft mesta reynslu i enskukenslu allra hjerlendra manna, og enn er kenslubók hans í ensku eina innlenda bókin, sem alment ér liOtuð. Þessi þriðja útgáfa bókarinnár er mun stærri en síðasta útgáfa, eða yfir 44 arkir að stærð, en 2. útg. var 35 arkir. Þar er bæði bætt við enskum orðum, þýðingar orða i'leiri en áður og meira tekið með af setn- ingum og talsháttum. Fylgist bókin þvi með þeim auknu kröfum, sem gerðar eru til enskunáms nú orðið. Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri hefir sjeð um útgáfuna og les- ið prófarkir af bókinni. Er útgáfan hin snertilegasta, góður pappír og greinilegt letur. Eins og í fyrrj út- gáfum er framburður orða táknaður maður með betra upplagi til hlaupa hefir komið fram hjer á leikmóti. Vann hann bæði 5 og 10 rasta hlaup- ið og setti i þvi siðara nýtt met nokkru betra en met hins ágæta þol- hlaupara Jóns Kaldal, sem staðið hefir óhaggað í mörg ár. Karl er 1. frá vinstri hjer á myndinni. Fleiri afrek unnu Vestmanneyingar, sem hjer skulu ekki talin og fleiri munu þau þó verða á næsta móti, ef fram- hald verður á kappsemi þeirra og alúð við íþróttaiðkanir. með isl. tiljóðmerkjum en ekki hin- um útlendu, sem eru ærið erfið við- fangs byrjendum og þeim, sem læra n.álið tilsagnarlítið. — Bókin er inn- bundin í heilshirtingsband og kost- ar 18 kr. og er það lægra verð en á ísl.-ensku orðabókinni sem endur- prentuð var fyrir nokkrum árum. Gimnlaugur Einarsson læknir, verður fertugur 5. ágúst. Jón Þorbergsson, bóndi á Laxa- mýri, verður fimtugiir á morg- un. Ekkjan Ingveldur Eiríksdóttir, Þjórsártúni, varð 90 ára lð. þ. m. Guðlaug Jónsdóttir, fíræðru- borgarstíg 26, verður áttræð 2. ágúsi. Myndin hjer að ofan er af minn- isvarða þeim, sem íslendingar og Danir hafa nýlega reist síra Þórði heitnúm Tómassyni síðast klaustur- presti í Vemmetofte. Þó að sira Þórður heitinn flýttist hjeðan af landi barn að aldri og ynni æfi- starf sitt i Danmörku, var hann jafnan íslendingur i huga, unni ís- landi og vannst jafnan tími til að auka þekking manna á þvi í Dan- mörku, í þeim greinum, sem eink- um voru áhugamál hans, eins og þýðing hans á Passíusálmunum og starf hans i þágu „Dansk-islandsk Kirkesag" og viðar, bera vott um. Steinninn hjer að ofan er úr falleg- um islenskum grásteini, og er gefinn af íslenskum unnendum sira Þórðar, en klukkan er.úr klausturkirkjunni í Hprsens, þar sem hann þjónaði lengi umsvifamiklu prestakalli. Minnisvarðinn er á gröf síra Þórðar beitins í Vestre Ki'rkegaard i Kaup- mannahöfn, en þar hafði hann kosið sjer legstað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.