Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 1

Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 1
16 siðnr 40 anra 42. Reykjavík, laugardaginn 15. okt. 1932 V. BARÁTTAN VIÐ KRABBAMEINIÐ. A síðustu áratugum hefir læknavísindamönnunum orðið allvvel ágengt í baráttunni við þann sjúkdóm, sem þótti einna mesl- ur vágestur allra um siðustu aldamót: berklaveikina eða hvita dauðann. Þó að honum verði ef til vill aldrei útrýmt, þái er viðhorfið til lians orðið alt öðruvísi en áður var, því að flesta þá sjúklinga, sem koma til læknis með sjúkdóminn á bgrj- unarstigi reynist færl að lækna, og með því að byggja stór og dýr heilsuhæli hafa sjúklingarnir fengið þá aðhlynningu, sem þeim er liollust og smitiinarhættan minkar. En baráttunni við þetinan óvin er elcki lokið þegar sá sjúkdómurinn er kominn í almætti sitt, sem nú þykir erfiðastur, en það er krabbameinið. Mönnum eru enn ekki tjós upptölc þess og meðan svo er, reyn- ist erfitt að stemma stigu fyrir því. Þó hefir læknunum tekist að fá ýms máttug vopn í baráttunni við það, og má þar fyrst og fremst nefna radíum. Myndirnar hjer að ofan eru frá krabbameinssjúkrahúsi í Osló, sem reist var fyrir almenn samskot og opnað í sumar. 1 sýnir setustofu sjúklinga, II sjúkraherbergi, III skurðstofuna, 1111 kjallaralierbergi með tilrauna dýrum í smá- kössum, en í miðju sjest sjálft sjúkrahúsið að utan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.