Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 14
1 I F Á L K I N N Sjálfyírkt þvoHaefni 7 /<a L P\ sríS** Heiðruðu Húsmæður! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvotta- efni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið, að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálfsagt að þjer þvoið aðeins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhrein- indi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótt- hreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silkisokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. Guy annars með, Tony, og hvert ætlar þú. að fara með okkur?“ „Jú, Guy kemur með okkur. Hann er sem stendur að skoða björgunarvesti. Hvað segir j þú um Buenos Aires, Fanny frænka?“ „Sama er mjer“, svaraði lafði Jocelyn. „Jeg veit ekkert annað um þá borg, en það, að þú berð nafnið skakt fram. Hvenær á svo að leggja af stað?“ „Þegar þjer hentar best“, svaraði Tony göf ugmannlega. Lafði Jocelyn hugsaði sig um stundarkorn. „Jeg held að jeg geti orðið tilbúin eftir átta daga. Það er ekki vert að bíða íengur ef da Freitas skyldi komast eftir því, bvar Isabella beldur til“. „Eftir átta daga“, endurtók Tony. „Jeg skal síma til Simons um að vera þá tilbú- inn. Við getum ekið þangað öll í einu, i stóra bilnum“. „Jeg held að best væri að þú kæmir ekki hingað meðan stendur á þessu, Tony“, sagði lafði Jocelyn. „Það má búast við því að þeir haldi vörð um þig til að reyna að finna Isa- bellu“. .„Því miður hefur þú vafalaust á rjettu að standa, Fanny frænka, en það verður mjög leiðinlegt að mega ekki koma hingað svona lengi“, sagði Tony dálítið beisklega. „Jeg er orðinn vanur Isabellu og mjer er sárilla við alla nýbreytni“. „Þú hefur ekki nema gott af því“, sagði lafði Jocelyn ákveðin. „Þú ert orðinn svo vanur því að fá alt, sem þú bendir á, að þú lilýtur að vera orðinn leiður á þvi“. Hún sneri sjer að Isabellu. „Þjer getið ávalt símað til hans, ef yður leiðist að tala við gamla kerlingu". Isabella brosti: „Jeg er hrædd um að jeg bíði ekki svo lengi, því ef jeg gerði það, þá er jeg hrædd um að jeg talaði aldrei við Tony frænda“. XV. „Brjef til þín,“ sagði Guy. „Frá Livadiu“. „Það er frá Jimmy“, sagði Tony, og opn- aði brjefið. Hann hagræddi sjer i stólnum og breiddi úr brjefinu. Það var á þessa leið: Bilgeymslan „Anglais“ Praca D. Porto, Portrigo. Kæri Tony! Mjer fanst það bæði vingjarnlegt og óvænt að þú skyldir svara brjefi mínu, einkum eft- ir að þrír mánuðir voru liðnir frá því að þú fjekst það. Það ar auðsjeð að þú ert að verða framtakssamur með aldrinum, ef til vill eru þetta aðeins áhrif frá ungu og laglegu „vin- konunni" þinni, sem hefir svo mikinn ábuga á stjórnmálum Livadiu? En nú er best að reyna að svara spurningum þínum. Hið eina áreiðanlega um framtíðina, er það að hjer verður innan skamms ógurlegt uppþot. Það er opinbert lejmdarmál að konungssinnar safna nú liði um land alt, og mikill hluti af foringjum hersins er á þeirra bandi. I suð- urhluta landsins virðist einnig vera öflugur flokkur, sem heldur fast við bina grein ætt- arinnar — eftirkomendur drykkjuræfilsins don Francesco — bverjir sem þeir annars kunna að vera. Jeg bef engan ábuga á þessum flokkum. Jeg ímynda mjer að Evrópa hefði best af því að þeir skæru bvor annan á báls, að und- antéknum gamla forsetanum, sem er lielm- ingi skárri en hinir. Hann befir vaðið fyrir neðan sig, og þegar ólætin byrja þá hypjar bann sig burtu í kjTþey. Jeg var slingheppinn núna nýlega. .Teg seldi innlendu fjelagi fyrirtæki mrtt fyrir mörg þúsund, og er nú forstjóri þess með fimm hundruð punda árslaunum, ásamt bagnaðaruppbót. Hjer í Livadiu þýðir bagn- aðaruppbót það sem hægt er að flá af við- skiftavinunum, og á hinn bóginn stela frá yfirboðurum sínum. Það er fallega gert af þjer að bjóða mjer þetta fyrirtæki í Piccadilly, en jeg vil ekki vera með í því fyr en jeg get lagt í það nokkra peninga. Alt sem jeg á, sem stendur, verður að ganga til minna kæru og þolin- móðu skuldheimtumanna. — Jeg segi ekki, guð blessi þá. En ef þú gætir haldið stöðunni lausri í eitt ár eða svo —; jeg vona að jeg verði þá búinn að svíkja svo 'mikið út á bif- reiðageymslunni „Anglais“ að jeg geti borg- að skuldir mínar — þá skal jeg með ánægju koma og leika við þig knattborðsleik. Berðu Guy kveðju mina. — Hann er víst sami æringinn ennþá — og þeim öðrum úr óaldarflokknum, sem ennþá rnuna eftir mjer. Þinn vinur, Jimmy. Gefið ut í felustað vorum hinn þriðja dag bins fimta mánaðar á öðru útlegðarári voru. — ■----— Tony rjetti Guy brjefið, og las bann það íljótlega. „Erviðleikarnir virðast ekki hafa unnið bug á ofstopa hans“, sagði hann í á- vítunartón. „Vonandi ekki“, sagði Tonjr. „Sigraður .Timmy væri eins og vængstífður erkiengill1. „Að minsta kosti ber brjefinu saman við ])að sem Congosta sagði þjer“, sagði Guy. Tony kinkaði kolli. „Þetta virðist vera á braðri ferð, sem stendur. Da Freitas ætlar sjer víst að varpa sprengikúlunni undir eins og brúðkaupið er um garð gengið“. „Mjer þykir vænt um að Isabella er far- inn frá frú Spalding“,sagði Guy. „.Teg sef ekki rólega fyr en hún er komin út á ,,„Betty“ “. „.Tæja. — Það er nú ekki svo langt þangað til; en í öllu falli býst jeg við að benni sje óbætt í Chester Square. Fanny frænka lileyp- ir benni ekkert út, og enginn befir tekið eft- ir njósnurum þar í kring“. „Jeg vildi óska þess að við vissum nú bvað da Freilas befir í byggju“, sagði Guy. „.Teg reiði mig mest á Molly“, sagði Tony. „Hún bað mig að heimsækja sig i dag. Ann- ars finst mjer tími kominn til þess að Con- gosta geri vart við sig“. Hann ýtti stólnum aftur á bak og stcið upp. „Jeg fer beina leið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.