Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 Skraðdaraþankar. í síðasta mánuSi skeði þaS i fyrsta sinn, aS tilraun sem dálítiS kvaS aS, var gerS til þess aS kynna ísland, islensku þjóSina og menningu henn- ar í bókmentum og listum, erlendri þjóS. Þessi tilraun var „íslenska vik- an“ svonefnda, sem hatdin var i Stokkhólmi. Svíar hafa löngum veriS taldir nor- rænasta þjóS NorSurlanda og þeir eru slærsta þjóSin og standa fremst i verklegri og andlegri menning. Var ]3vi vel fariS, aS þessi fyrsta erlenda vika skyldi haldin einmitt þar. ÁSur hefir dálítiS í áttina til þessa veriS gert i Þýskalandi, en ekki eins fjöl- l)reytt og myndarlega. Tit þess aS al- menningur veiti svona tilstofnunum eftirtekt þarf aS vera vel i garSinn húiS. Og þaS hefir þaS veriS í Stokk- hólmi, eftir öllum fregnum þaSan aS dæma. Um fimtiu íslendingar voru stadd ir þarna, þar á meSal forsætisráð- herra, islensk skáld, rithöfundar og listamenn og stór flokkur fimleika- og glímumanna. íslensk málverka- sýning var haldin um sama leyti. Og blöSin fluttu meiri fregnir um ís- land en þau aS jafnaSi gera á lieilu ári samtals. MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSiS kemur út hvern laugardag. ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi; kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Minningargjafir um „Þór“ Seint í sumar færðu þau hjón- in, frú Anna Páls- dóttir og SigurS- . ur SigurSsson . skáld Fiskifjelag' íslands að gjöf á þriðja tug gripa, sem þeim höfðu verið gefnir af ýmsum i viður- kenningarskykní fyrir starf þeirra hjóna i þágu B jörgunarfjelags V estmannaeyja. Eins og kunnugt er átti SigurSur frumkvæSiS aS þeirri fjelags- myndun og tókst, með óbifandi á- huga og ærnu starfi, aS safna svo miklu fje til fyrirtækisins, aS hægt var aS kaupa skip, hafrann- sóknaskipið ,Þór‘ sem björgunar- skip fyrir Vest- mannaeyjar. Sig- urSur átti einnig hugmyndina að því, að björgun- arskipið yrði lát- ið gæta landhelg- innar og varð starfsemi „Þórs“ upphaf innlendr- ar landhelgis- gæslu. Hugsjón Sigurðar samein- aði þannig mann- úðarmál og jajóð- ernismál. Það eru mörg mannslif, sem bjargast hafa fyrir starfsemi Björgunarfjelagsins og sú hugsjón, að landhelgisgæslan yrði islensk komst í framkvæmd fyrir frumkvæði Sigurðar og annara áhugasamra manna, sem ljeðu lið sitt i barátt- unni fyrir heillavænlegu fyrirtæki. Tilgangur gefendanna er sá, að þetta geti orðið vísir til íslensks sjómenskusafns, sem vissuíega ris upp hjer er tímar líða. Þessir mun- ir, sem þau hjón hafa gefið Fiski- fjelaginu eru allir nátengdir sögu Björgunarfjelagsins. Þar eru mynd- ir af hi'nu fyrsta björgunarskipi og foringjum þess, ávarp, akkeri, kík- irar, björugunarhringur úr silfri, krónómeter og fleira. Varð ekki á kosið betri hyrningarstein undir væntanlegu sjómenskusafni, en þessa gjöf. Hjer að ofan er mynd af mununum, tekin á skrifstofu Fiskifjelagsins. ----Hvaða gagn ætli svo sem sje að þessu? segja ýmsir efunargjarnir menn, sem ólust upp við þann hugs- unarhátt að þjóðinni væri hollast að fela sig undir dönskum pilsfaldi. Svona menn eru nefnilega enn til Og þeir eru svo margir, að enn hefir sá skilningur ekki sigrað að fullu, að þjóðinni er það lífsnauðsyn að aðrar þjóðir þekki hana. Þeir halda svo margir i einfeldni sinni að aðrar þjóðir viti margfalt meira um ísland en þær vita og að heimurinn veiti athygli þvi sem gerist á íslandi. Sannleikurinn er alt annar. Erlendar þjóðir vita næsta litið um ísland og liefir þekking útlendinga þó mikið aukist á síðustu tiu árum, eftir að erlendir blaðamenn fóru að koma hingað og ferðastraumurinn fór að aukast. Þvi að ekkert eykur þekk- ingu á landi eins mikið og þetta tvent, þó að vitanlega kenni stund- um misskilnings og jafnvel skáld- skapar í því, sem hermt er þegar heim kemur. — En „islensk vika“ á ekki að ljúga. Hún er staðreynd, sem allir taka marlc á og opnar mörg augu, sem áður voru lokuð. Vel sje þeim, sem studdu fram- kvæmd íslensku vikunnar í Stokk- hólmi, bæði Svíum og íslendingum. Og komi íslenskar vikur sem viðast. SJERA MAGNÚS OG ÞOKKI. Myndina, sem hjer að ofan er sýnd, gerði Jón listamálari Stefánsson að tilmælum Síðumanna af sjera Magn- úsi Bjarnasyni prófasti, er verið hafði prestur þeirra i 35 ár og bú- ið við sæmd á Prestbakka, en lagði niður embætti og flutti úr hjeraðinu fyrir rúmu ári, sjötugur að aldri. Mönnum, sem lesið hafa hina ágætu frásögn sjera Mágnúsar í bókinni „Vestur-Skaftafellssýsla og ibúar hennar“, af svaðilför á Skeiðarár- sandi í embættiserindum og sjá mynd þessa, mun væntanlega þykja skemtilegt að sjá yfirbragð og bún- ing mannsins, er háði hina tvísýnu haráttu við algleymingsvöxt i jökul- vatni. Frá listar sjónarmiði mun mynd þessi vera frábær. Einlaldur regin- kraftur náttúrulífs stafar af henni, og fjarvíddaráhrifum er óvanalega vel náð. Auk þess er hjer verið að ryðja nýja braut i íslenskri málara- list, og er verkið þeim mun ágæt- ara sem heita má, að ekki hafi verið við nema fyrri reynslu að styðjast. Loks hefir myndin menningarsögu- legt gildi. íslensk list hefir hjer með gert skaftfellskum vatnamönnum si- gilt minnismerki. B. B. Ágúst Helgason í Birtingaholti verður sjötugur 17. þ. m. Teiknibestik hefl Jeg fyrlrliggjandt fyrlr alla skóln. Sjerstakt lágt verð fyrir nðmsfúlk. Komlð sem fyrst á Laugaveg 2 tll Bruun. O-0^0***• •-•Hh.-O'U*- O -O.- O 0^0 ^ • Drekkiö Egils-öl •

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.