Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.10.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Smávegis að leika sjer að. Eitt er leiðinlegt við leikföngin. Þeim hættir við að skemmast og brotna ef ekki er farið varlega með þau. Sum börn eru nú þannig gerð að þau geta geymt leikföng sín ár frá ári, en þau eru fá. Hjá flestum vill fara svo, að dótið gengur úr sjer og það stundum svo fljótt, að þið eigið ekkert nýtilegt eftir af afmælis- gjöfunum þegar þið fáið leikföngin ykkar í jólagjöf. En það er hægt að nota margt í leikföng fleira en þið haldið. Til dæmis eru notaðar eld- spítur bestu leikföng eins og þið skul uð bráðum sjá. Safnið þið brendum eldspítum og byrjið þið svo. 7 >M/< Æí W Mesta listaaerk. Lítið þið á myndina lijerna að of- an og þá sjáið þið, að það er hægt að gera ýmislegt fallegt með eldspít- um. Teikningarnar eru báðar falleg- ar og ef þið leggið ykkur í líma ef- ast jeg ekki um, að þið getið gert margar fleiri myndir og ennþá lallegri. Fyrst skulið þið samt gera þessar, sem sýndar eru á myndinni og reyna svo við nýjar myndir. Skritin þraut. Þessi þraut virðist vera talsverl erfið: Hver getur lyft til dæmis 15 eldspítum með einni? Það getur eng- inn nema hann hafi lært til þess að- ferðina, sem sýnd er hjer á mynd- inni. Þú tekur eina eldspitu og heldur henni í þriggja sentimetra hæð yfir borði með dúk á. Svo raðarðu eld- spítum eins og sperruleggjum á báðar ar hliðar fyrstu eldspítunni, þangað komnar eru sjö hvoru megin, og að endingu leggur þú svo fimtándu eld- spítuna ofan á og skorðar hana vel. Nú geturðu lyft öllum eldspítunum með þeirri fyrstu. nr. 2 og 3. Lyftu svo nr. 1 með þum- al- og vísifingri og rendu nr. 5 og 6 inn á milli nr. 4 og 1. Nr. 7 er lögð þversum yfir nr. 5 og 6 og nr. 8 und- ir endan á þeim. Svo er nr. 8 lyft varlega og' nr. 9 og 10 skotið undir nr. 8 og yfir nr. 7. Svona má halda áfrain i sífellu og gera brúna eins langa og maður get- ur. En á endanum fer svo, að brúin hrynur hjá þjer. Og þá er ekki annað en að hyrja á nýjan leik. RáÖningin. Nú er alt komið undir skarpskygn- inni. Ekki hjá þjer, þvi að þú sjerð ráðninguna á myndinni. En spurðu kunningja þinn hvort hann geti gert 25 úr 6 eldspítum, án þess að brjóta þær. — Jeg er hræddur um að hann geti það ekki, en þegar hann hefir gefist upp getur þú sýnt honum hvernig farið er að þvi. Ef þú þekk- ir rómversku tölurnar. rn r_L_ l l I IH I___________1 " □ Tvær lausnir og tvœr þrautir. Þessar tvær þrautir eru mjög skemtilegar. Lærðu þær utan að og vittu svo hvort kunningjar þínir geta leyst þær án þinnar hjálpar. 1. Þessi sýnist nú vera auðveld. Taktu þrjár eldspítur burf þannig að af fimm ferhyrningunum verði aðeins þrír eftir. 2. Gierðu mynd eins og þá neðri til vinstri úr 24 eldspítum. Þar verða níu fyrhyrningar. Og nú er spurn- ingin: Geturðu tekið 8 eldspitur burt þannig, að ekki verði eftir nema tveir ferhyrningar. Þeir þurfa ekki að vera jafn stórir. Þjer veitist víst sjálfum auðvelt að gera þetta gera þetta hvorttveggja þegar þú sjerð ráðningarnar til hægri. En mundu eftir hvernig farið ei að þessum eldspitnaþrautum, þó að þú hafir ekki blaðið fyrir þjer og þú mátt vera viss um, að kunningj- um þínum þykir gaman að þvi að sjá þig ráða fram úr þrautunum, eftir að þeir hafa sjálfir gefist upp. tírannbygö en sterk Næst ætla jeg að kenná ykkur að smíða litla en ljómandi fallega brú. Byrjunin er ofur einföld: Eldspíta nr. 1 er lögð á gólfið og á hana þvera eru lagðir endarnir af nr. 2 og nr. 3. Legg svo nr. 4 þversum á endana á I SVARAÐU ÞESSU FLJÓTT. Ef maður ætti níu syni og hver sonurinn ætti eina systur, hvað væri þá systkynin mörg? Flestir svara án þess að hugsa sig um: átján! En vitanlega eru systkynin' ekki nema tíu. Fwirluihiarlítid pi)œ jeg pvotlinrí seqir María Rmso þýóir minni vinnu oq hvítari þvott STOR PAKKI o,55 AURA LITILL pakki 0,30 AURA M-R 4 1-047A IC Þvotturinn minn er hvítari en nokkurntíma á'Sur — en jeg er líka. hætt viS ]?etta gamla þvottabretta nudd. Fötin, seni eru mjög óhrein sýS jeg eSa nudda pau laus- lega, s\'o skola jeg ]>au — og enn :i ný ver'Sa ]>au braggleg og hrein og alveg mjallhvít. Þvottadagurinn verSur eins og halfgerSur helgidagur ]?egar maSur notar Rinso. R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOI., ENGLAND FELUMYND. Garðeigandinn er fjúkandi vond- ur. Tveir slæmir strákar hafa stolið öilum eplunum af uppáhaldstrjenu hans, og nú ætlar hann-að flengja þá fyrir strákapörin. En strákarnir hafa orðið hræddir og falið sig fyrir garð- eigandanum. Geturðu fundið þá? KRINGUM HNÖTTINN. Þessi leikur er skemtilegur til að hvila sig á, þegar þið hafið lengi verið á hlaupum úti. Þið seljist í hring öll saman. Þá stendur einn upp og nefnir nafnið á einhverri borg, t. d. Paris. Sá næsti á þá undir eins að nefna nafn á annari borg, sem hefir að upphafstaf saina stafinn og hitt nafnið endaði á, t. d. Sevilla. Sá næsti nefnir t. d. Amst- erdam, næsti Madrid, næsti Dramm- en, næsti Néapel, næsti Liverpool og svona koll al' kolli þangað til einhver getur ekki svarað. Þá verð- iii- hann að gefa pant. GRAND HOTEL. Hin heimsfræga skáldsaga Vicky Baum, með þessu nafni, hefir verið kvikmynduð af Metro Goldwyn og er sagt að aldrei liafi verið. notaðir jafn margir frægir leikendur i sömu mynd, enda hefir henni verið tekið alburða vel þar sem hún hefir verið sýnd. En þó gnæfir Greta Qarbo hátt yfir alla aðra leikendur í mynd- inni. Hún leikur dansmærina Gru- sinskaja og er tekið til þess hve áhrifamikið það sje, er baróninn (John Barrymore) kemur inn i stofu hennar til þess að stela dýrgripum frá henni, en verður ástfanginn af lienni í staðinn! í kvikmyndinni er söguþræðinum l'ylgt eftir því sem föng eru á, og myndin látin gerast i Þýskalandi. Hefir gistihúsið, sem sagan gerist í verið stælt eftir Eden- gistihúsinu í Berlín. ----x---- Nálægt Nisjni-Novgorod var verið að byggja stóra brú yfir ána Oka i sumar. Nýlega hrundi brúin og fór- ust þar yfir 100 verkamenn, en skað- inn er metinn á miljónir rúbla. Tal- ið er víst, að brúin hafi hrunið af mannavöldum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.