Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1932, Síða 1

Fálkinn - 05.11.1932, Síða 1
16 siðnr 40 anra Reykjavík, laugardaginn 5. nóv. 1932 MINNING GUSTAFS ADOLFS. 1 ár hafa viðsvegar um Þýskaland verið haldnar minningarhátíðir, vegna þess að 6. nóvember eru 300 ár liðin síðan Gustav 11. Adolf fjell í orustunni við Liitzen. Gustav Adolf var mesti herkonungur sinnar tíðar og er hann hafði snú- ist gegn Rússum og Pólverjum og tekið af þeim lönd rjeðst hann í að fara með Ixer manns suður í Þýskaland til þess að veita protestöntum lið gegn keisaranum. Fór hann með her sinn suður í júní 1630 og lagði fljótlega undir sig Pomm- ern, kúgaði Brandenburg til sambands við sig og rjeðst inn í Saxland og vann sigur á Tilly hershöfðingja við Breiten- feldt 7. september 1631. Hann hjelt liði sínu alla leið suður i Bayern og lagði Miínchen undir sig. En meðan þessu fór fram hafði keisarinn eflt her sinn á ný undir forustu Wallensteins og eftir nokkrar skærur í nágrenni við Niirnberg varð úrslita orusta við Lútzen í Saxlandi 6. nóvember 1632. \Unnu Sviar orustuna en Gustaf Adolf fjell og lifir minning hans síðan meðal mótmælenda, enda var hann mikilhæfur stjórnandi i fleiru en hernaði. — Hjer á myndinni sjest minn- ingarathöfn í Dinkelbúhl í Þýskalandi i sumar, og var þá afhjúpuð tafla til minningar um fall Gustav Adolfs. Til hægri sjest sænski prófessorinn Runestam vera að halda minningarræðuna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.