Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1932, Síða 4

Fálkinn - 05.11.1932, Síða 4
4 F Á L K 1 N N Púðurgeymslan. Vegarálman lá í bugðum nið- ,ur að voginum, milli kræklóttra píltrjáá, ofan frá þjóðveginum milli sjávarþorpanna tveggja. Við þessa vegarálmu stóð lítið hús með torfþaki. Fæiá maður þessa leið alveg niður að vogin- um mátti sjá langt undan grátt steinhús, sem varla stóð upp úr mýrinni í kring og beitti maður augunum vel var hægt að grilla í veg með skurðum á báða vegu, sem hafði verið lagður }’fir mýr- ina að lágg steinhúsinu; þetta var vegur, sem liermálaráðu- neytið hafði látið gera og var hans gætt vandlega dag og nótt, því að lága steinhúsið hafði að geyma púðurbirgðir frá ríkinu og önnur sprengiefni. Milli geymsluskálans og vegarálm- unnar sást gömul mylla, sem hætt var að nota, bera við himin og niður við voginn stóð hrör- legur fiskimannakofi, sem nú var í eyði. — annars var þarna engin bygð. Það var einn dumbungsgráan vetrardag að ung og tiltakanlega fríð kona kom gangandi neðan frá voginum áleiðis að fiski- mannskofanum. Henni var erf- itt um gang, þvi að liún bar á bakinu heilmikið al' humartein- um, sem hún lagði af sjer þeg- ar liún koma að kofanum, en þar livíldi hún sig og setti hendurn- ar að mjöðmunum. Þetta var Jael Hackett, sem átti heima i litla húsinu með torfþalcinu, of- an við veginn. Hún stóð þarna og einblíndi á púðurgeymsluhús- ið í fjarska; þar í námunda við var Jim Hackett, maðuirinn hennar, sem nú hafði verið varð- rnaður þar undanfarnar sex vilc- ur. Stríðið var nýlega dunið yf- ir og Jim hafði verið kvaddur undir fánann ásamt öðrum ung- um mönnum úr nágrenninu; þeir áttu að gæta þess, að engir óviðkomandi kæmi of nærri púðurgeymslunni, hvorki af sjó, landi eða úr lofti. Síðan Jim fór að heiman hafði hún stundað starf hans áfram, en það var að veiða skelfisk og selja hann í næsta þorpi og á þann hátt liöfðu þau ofan af fyrir sjer. Einveran skelfdi hana ekki, því að á dag- inn hafði hún ekki tíma til að hugsa um hana en á nóttunni hafði hún huggun af leitarljós- unum frá púðurgeymslunni, sem var varpað í sífellu liringinn í kring um mýrarnar þangað til fór að birta af degi. Hún Ieit af púðurgeymslunni og upp veginn, sem hún varð að fara til þess að komast heim. Langt undan sá hún mann koma á móti sjer og þekti að það var maðurinn, sem hún síst af öllum vildi hitta. Hún þekti á göngu- laginu að það var Jack Fleet, sem einu sinni hafði beðið henn- ar og sem hafði sagt orð, sem hana langaði ekki til að minnasl, þegar hún tók Jim Hackett fram yfir hann. Fleet hafði ekki komið auga á hana og liún flýtti sjer að skjótast inn í kofann; vonaði að hann mundi ganga framhjá. En þegar hann kom að kofan- um staðnæmdisl hann og blístraði einsog hann væri að gefa merki. Hún klöngraðist upp stigagarminn og gægðist út um þakgluggann. Sá hún þá bát leggja að landi niðri í fjörunni og maður sem blístraði á móti veifaði til Fleet. Það hafði sifelt verið að þykna í lofti um daginn og nú skall á hellirigning. Jael ' heyrði að mennirnir leituðu skjóls niðri í kofanum. Hún lagðist á gólfið og gægðist niður um rifu milli fjalanna. Maðurinn sem Fleet var með var i þessu að taka af sjer sjóhattinn og fara úr olíu- kápunni og hún sá að hann var ungur, vel klæddur og Ijós yfir- litum og ósjálfrátt fanst henni strax að hann mundi vera út- lendingur. Hann tók upp silfur- veski og kveikti í sígarettu og reykurinn, sem lagði upp til liennar og styrkti liana i þeim grun, að hann væri útlendur, en þegar hann tók til máls heyrði lmn að hann talaði góða eusku. — Þjpr haldið að það væri gott að reyna í kvöld? sagði hann og í?neri sjer að Fleet, sem sestur var í gluggakistuna og púaði úr sjer reyknum úr pípunni sinni. Yður finst veðrið hagstætt? — Það gæti ekki verið betra, svaraði Fleet. I svona bullandi rigningu er mjög erfitt að sjá J'rá sjer. — En getið þjer fundið veginn í svona veðri? Þjer sögðuð að það væri svo erfitt að finna hann, sagði ókunni maðurinn. — Jeg um það, svaraði Fleet rólega. Fái jeg það sem jeg lieimta getið þjer reitt yður á mig. En jeg geri þetta ekki fyr- ir minna en jeg hefi sagt: tvö hundruð pund í gulli, helming- inn núna og hinn hehninginn þegar jeg hefi sýnt j'ður leiðina. Jeg verð hjer klukkan átta í kvöld. Ókumii maðurinn kinkaði kolli og tók upp ljereftspoka, sem hann fjekk Fleet. Hann flýtti sjer að telja innihaldið. — Við verðum tveir i kvöld, sagði ókunni maðurinn; — það verður annar maður með mjer. Við komum sinn úr hvorri átt- inni og færi svo að við kæmum ekki samtímis er best að þjer fáið „inngangsorð“ svo að þjer getið þekt hinn manninn. Það stendur á sama hvaða orð við veljum, látum okkur segja „sub- marin“. Getið þjer munað það? — Já, það get jeg, svaraði Fleet. Þá erum við sammála: jeg íylgi yður þangað sem þjer get- ið auðveldlega komist að púður- geymslunni frá og þar fæ jeg hundrað pund i viðbót; en jeg lylgi yður ekki alla leið og jeg bíð ekki eftir yður. Já, þá er alt í lagi, sagði ó- kunni maðurinn og gægðisl út úr dyrunum; og þegar hann sá að heldur var farið að draga úr skúrinni fór hann í stakkinn aft- ur og bjóst til ferðar. — Nú er klukkan sex og svo hittumst við þá aftur hjerna eftir tvo tíma. Ekki skal mig vanta, sagði Fleet. Þeir gengu saman niður að bátnum. Jael Hackett fór ofan stigann og hljóp heim á leið eins hratt og hún gat; hún gætti þess að gamla kofann bæri jafnan á milli sín og mannanna tveggja. II. Jael Hackett hafði haft orð fyrir það frá blautu barnsbeini að vera bæði djörf og snarráð. Það fyrsta sem hún gerði þegar hún kom heim var að Ijúka upp kistu og taka upp hlaðna skammbyssu, sem hún geymdi þar. Jim hafði kent henni Jivern- ig ætti að nota liana, áður en hann fór. Hún stakk henni í hrjóstvasann á víða karlmanns- iakkanum, sem liún gekk i að jafnaði, þegar hún var við vinnu. Svo settist hún ogfór að hugsa um það sem hún liafði heyrt niðri i gamla. sjómannakofanum. Henni var ljóst að ókunni mað- urinn var úr liði óvinanna; hún hafði heyrt að ýmsir útlending- ar væru enn í landinu. Ókurmi maðurinn ætlaði að sprengja púðurgeymsluna i loft upp og það mundi óhjákvæmilega verða manni liennar að bana. Nei, ekki vildi hún láta það við gangast, að Jim ætti að deyja og land- ráðamaðurinn Jack Fleet stinga 200 pundum í vasann. En hvað átti hún að gei'a? Hún leit út um gluggann og sá að Fleet kom labbandi upp veginn, sem lá framhjá húsinu hennar. Og skyndilega rann upp fyrir henni í einni svipan hvaða ráðs hún skyldi grípa til. Hún flýtti sjer út í garðinn og að hlið- inu. Hún kunni vel þær ástar- glettur, sem tíðkaðar voru í sveitinni og í sama bili sem Fleet gekk fram hjá rendi hún glettn- islega til hans augunum svo að hann stáðnæmdist. Þetta var í fyrsta sinn sem hann liitti Jael síðan hún giftist Jim Hackett. — Ætlarðu ekki að líla inn og fá þjer eitt glas og rabba dá- litla stund við gamlan kunn- ingja? spurði hún brosandi. Það er nú víst fátt, sem þú hefir við mig að tala, úr því að þú erl orðin konan hans Jim Hackett, sagði Fleet ólundarlega. Yertu ekki að þessu. Jim er á vísum stað við púðurgeymsl- una og mjer finst svo leiðinlegt að vera altaf ein. Fleel hló og fór inn með lienni. Hann horl'ði á hana og var sigurbros á andlitinu þegar hann settist við arininn. Hún fann að nú varð að nota timann vel. Þú ert rennvotur, sagði hún og lagði höndina á öxlina á honum. — Farðu úr jakkanum og hengdu liann þarna við eld- inn. Það e.r eins g'ott að það fari sæmilega um þig, meðan þú stendur við. Fleet gerði eins og hún sagði, en Jael gekk að skápnum i horn- inu og fór að handleika glös og flöskur. Æ, hvað er þetta, hjer er ekki nokkur dropi eftir, kallaði hún og hjelt tómri wiskyflösku á lofti. En i kjallaranum á jeg bæði wisky og romm. Viltu ekki skreppa niður og ná í annað- hvort; þú getur tekið hvort sem þú vilt heldur. Gerðu það fvrir mig, sagði hún og rjetti honum eldspitnastokk. .Teg ætla að setja yfir vatn á meðan. Stiginn niðúr í kjallarann var í stofuhorninu. Fleel lauk upp hurðinni og sá 3—4 steinþrep fyrir neðan sig. — Hjer er niðamyrkur, sagði hann um leið og hann kveikti a eldspítu og fór niður. Hún þaut að kjallarahurðinni eins og elding, skelti henni í lás og hleypti lokunni fyrir. Hún heyrði að hann ragnaði hamslaus af bræði niðri i kjallaranum; hann skildi að hann hafði geng- ið í gildruna. Hdnn reyndi. þrá- sinnis á liurðina, en hún var úr þykkri eik og ljet ekki undan. II. Þegar Jael kom niður í fiski- mannakofann var komið niða- myrkur. Leitarljósið á þaki púð- urgeymsluskálans sendi skjálf- andi ljósrák yfir mýrarnar og út á sjó. Hún læddist inn í kofann og stóð þar á verði og lilustaði. Leitarljósið leið hægt yfir myll- una sm hún var að koma frá og yfir húsið linnar sjálfrar, ]iar sem Jack Fleet var í öruggri geymslu. Svo leið það aftur að kofanum, sem hún var stödd í og á sama augnabliki sem það lýsti þar sá hún að tveir menn voru hjá henni. Annar þeirra var ungi mað urinn sem hún hafði sjeð áður en hinn var fullorðinn maður hæruskotinn, sem horfði hvöss- um augum á Jael um leið og glampinn fór hjá. Jael tók á því sem hún átti til; hún hafði i sí- fellu verið að hafa yfir inngangs- orðið með sjálfri sjer. — Submarin, hvislaði hún. Hver eruð þjer? spurði gamli maðurinn. Jeg er send af honum — þjer ritið, svaraði hún. Hann varð fyrir óhappi og getur ekki komið sjálfur. Hann sendi mig í sinn stað og sagði mjer orðið,

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.