Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1932, Page 12

Fálkinn - 05.11.1932, Page 12
12 FÁLKINN ------ VIKURITIÐ ---------------- Úlkomið: I. Sabatini: Hetnd , . . 3.80 II. Bridges: Rauða húsið . 3.00 III. — Strokumaður 4.00 IV. Horler: Dr. Vivant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00 Ph. Oppenheim: Leyniskjölin3.00 Zane Grey: Ljóssporið . . 4.00 í prentun: Sabatini: Launsonur. Biðjið bóksala þann, sem þjer skiftið við, um bækurnar. Fyrir eina 40 aura á viku Getur þú veitt þjer og heim- ili þinu bestu ðnægju tvo daga vikunnar, laugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en SFINXiNN RAUF ÞÖGNINA.— Besta ástarsagan. Fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt land. Verð fjórar krónur. Islensk kaupi jeg ávalt hæstaverði Gisli Sigurbjörnsson, Lækjargötu 2. Sími 1292. í Hvinsdal í Noregi gekk nýlega 92 ára gamall karl í heilagt hjóna- band. Brúðurin er 45 ára. Gamli maðurinn hefir verið giftur þrisvar sinnum áður og misti síðustu kon- una fyrir einu ári. En síðasta kon- an, sem aldrei hefir verið gift áður segir, að hún hafi aldrei orðið eins ástfangin á æfi sinni eins og i mann- inum sínum — þó hann sje kom- inn á tíræðisaldurinn. Fyrir kvenfólkið. Falleg börn, / Englandi var nýlega stofnað lil sýningar á ungbörnum og verðlaun veitt þeim, sem þóttu fríðust, hraust- legust og best vaxin. Hjerna á mynd- inni sjást drengir þrír, sem verð- laun fengu. Drengurinn til vinslri fjekk fyrstu verðlaun, sá í miðju önnur verðlaun og drengurinn lil hsegri þriðju verðlaun. Best í heimi. Enskt kvennablað bað nýlega ýmsa kunna lesendur sína að svara því, hvað þeim fyndist mest til um í heiminum. Meðal þeirra sem svör- uðu var ein af allra kunnustu leik- konum Englands, miss Phyllis Neil- son-Terry, sem svaraði á þessa leið: „Jeg liefi óskað mjer peninga, jeg hefi óskað mjer frægðar, jeg hefi óskað mjer himnaríkis á jörðu! Jeg skammast mín ekki fyrir að segja þetta, vegna þess að flestir óska sjer þess, sem þeir ekki hafa þá stund- ina. Nú hefi jeg fengið tvent það íyrstnefnda, en j)ó að jeg vilji eng- an veginn ge'ra iítið peningum og gildi þeirra, þá veit jeg þó, að hvorki frægð nje auðæfi geta skap- að ánægju. — En það sem jeg held að mest sje vert um af öllu er það að hafa starf, sem tekur allan hug manns og í því efni er jeg ein af þeim gæfusömu. Þó veit jeg að það er margt fleira sem mikið er um vert, t. d. gamansemin; trúið mjer til: maður getur þolað mikið ef mað- ur hefir ofurlítið af gletni innan- brjósts. Og svo er mikilsvert um l)að, að liafa huga og auga opið fyrir hinu smávægilega, sem gleður i veröld- inni: að anda að sjer áhrifum ljóss, lita, fegurðar og hamingju, sem mað- ur rekst á svo að segja daglega — og vel að merkja að geta glaðst yfir l>ví, þó að það sjeu aðrir sem njóta þess en ekki maður sjálfur, án þess að fara að andvarpa yfir því, að þetla sje ekki sitt. Það þarf ekki að vera nema svolitið blóm, það getur verið dýrmætur kjörgripur, fallegl barn eða nýtrúlofað hjónaleysi; svona fegurðar- og gæfuáhrif hlýja hiartanu, svo að maður lyftist upp fyrir það, sem máske þrengir að því í þann svipinn. Að Jiekkja og kannast við sitt eig- ið liugarfar er líka einkar nauðsyn- iegt til þess að hlotnast ánægju og jafnvægi. — Maður verður umfram alt að vita, hve langt hæfiieiki sjálfs manns, til þess að vera þolinmóður, iniskunnsamur og nærgætinn nær, svo að maður geti í tíma stöðvað sjálfan sig eða aðra. — Að þekkja takmörk sjálfs sín er skilyrði fyrir jafnvægi og samræmi, en það eru hvorttveggja mikilsverðir hlutir í tilverunni. ----x---- Z E B O gerir ofna og eldavjelar skín- andi fallegar. Hraðvirkur Gljá- , dimmur og blæfallegur Fæsl í öllum verslunum. : Vátryggingarfjelagið NYE j DANSKE siofnað 186* tekur [ að sjer LÍFTFYGGINGAR { og BRUNaTRYGGINGAR allskonar með bestu vá- Iryggingarkjörum. Aðalskrifstofa fyrir Island: Sigfús Sighvaisson, Amtmannsstíg 2. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ÞEGAR HÁRIÐ GRÁNAR GF SNÉMMA Margir eru sammála um, að hvitt hár fari vel við unalegt andiit með frísklegum hörundslit, en af því að breytingin á háralitnum, frá dökku og i hvítl þykir óviðfeldin með m hún er að ganga um garð, er ekken við þvi að segja, að kvenfólkið verji svoditlu fje og fyrirhöfn til þess að l.alda sinum upprunalega háralit i lengstu lög. Það úrræði stendur altaf cpið að lita hárið, en áður en maður byrjar því, verður maður að gera sjer Ijóst, að ef maður byrjar á annafc Lorð verður maður að halda áfram — ef ekki alla æfi, þá að minsta kosti þangað til maður er orðinn svo gamall, að gráu hárin eru talin hæfa andlilinu betur. Það er óneit- anlegt að hárið er ljótt meðan gráu hárin gera það „skjótt“. Og nú á timum verður ekki sagt, að hár- litun sje skaðleg, því að nú er farið að framleiða skaðlausa hárliti og víðast hvar völ á fólki, sem kann að lita hárið. En vilji fólk ekki lita hárið, þá er sú leið altaf til að „tóna“ það, þ. e. a. s. skola það eftir þvottinn. Er gott að nota kamillute fyrir ljóst hár og „Henna“ í'yrir dökt. Þetta hvort- Iveggja gefur hárinu fallegan gljáa, ljósa hárinu gyltan en dökka hárinu rauðleitan og felur gráu hárin. „Henna“ er til bæði sem duft og i plötum. Það fyrnefnda er fyrsl hrært út í miklu heitu vatni, svo að úr því verður deig og er það lagt á hárið og látið liggja við það kor- tjer til hálftima eftir þvi hvaða gljáa maður vill fá á hárið; síðan er hár- ið þvegið á venjulegan hátt. Ef plöl- urnar eru notaðar eru þær soðnar við hægan eld í vatni og vatnið síð- an síjað frá og notað. — Kamillu- laufin eru soðin — hnefafylli í Vi lítra af vatni — á sama hátt, en sje hárið mjög grátt verður að nota meira af laufinu og það er soðið í óemailjeruðum járnpotti þangað til vatnið er orðið svart eins og kal’fi. Vitanlega verður að þvo hár- ið áður en svona litarefni eru not- uð, j)ví að engin fila má vera i hár- inu. Flest liár prýkkar við að fá á sig gljáa og eins er gott að nugga hárrótina með nokkrum dropum af hreinni olivenolíu, svo að hör- undið verði ekki of þurt og fari að ruynda flösu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.