Fálkinn - 11.03.1933, Blaðsíða 12
12
FÁLKl-NN
sýn hafði umheimurinn engar l'regn-
ir af þeim, nema hvaS smábaujiir,
sem að þeii- höfðu haft meS sjer og
kastað út, rak við Noreg og ísland.
En orðsendingarnar í þessum bauj-
um báru það með sjer, að þeim hafði
verið kastað út skömmu eftir að
þeir lögðu af stað frá Danaey.
Það ATar farið að fyrnast yfir þessa
ferð og allir þóltust vissir um, að
hún mundl vérða óráðin gáta uin
aldur og æfi. En þá bar það við,
sumarið 1930, að norskur vísinda-
léiðangur gekk i land á Hvíteyju,
sém er skamt fyyrir austan Spitz-
bergen og fann þar beinagrindurn-
ar af leiðangursmönnunum og ýms-
an farangur þeirra, og dagbækur,
sem sögðu ítarlega frá flugferðinni
norður á ísa og sleðaferðinni frá
því að þeir skildu við loftbelginn
sem hjet „Örninn“, og þangaS til
þeir komust með sleða sína í Hvít-
ey. Sömuleiðis fundust myndir sem
þeir höfðu tekið og reyndist liægt
að framkalla þær. En eftir að þeir
voru konmir á land i Hvítey hættir
frásögnin og veit enginn hvað hefir
orðið þeim að bana, hvort það hef-
ir verið hungur, kuldi eða sjúk-
dómar.
Tóta frænka.
Gasmaðurinn.
Frú Landon var i stórköflóttum.
snjáðum og slitnum morgunkjól,
með hettuklút á höfðinu og kálfs-
lappir á báðum fótum. Hún studdi
annari hendi á mjöðm en hjelt
sópnum í hinni. Var með öðrum orð-
um alveg eins og gólfþvottakona.
En frú Landon var engin þvotta-
konaj SÍður en svo! Hún var fin
frú og þeinr sem voru boðnir í te
til hennar fansl sómi að því —
mikill sómi.
En frú Landon var vinnukonu-
laus í svipinn ....
Fyrir nokkrum dögum hafði Maria
vinnukona komið inn til hennar, öll
útgrátin og með símskeyti i hend-
inni: ,Mamma fárveik. Komdu strax!‘
Frú Landon fognaði svolítið í and-
liti fyrst í stað, við tilhugsunina
um að eiga að verða vinnukonu-
laus í tvo eða kanske þrjá daga,
en þegar hún heyrði ekkan í Maríu
og kveinin: „Mamma er dauðveik“
þá komst hún við og fjekk tár i
augun. Hr. Landon athugaði áætlan-
irnar og frúin bjó út nesti handa
Maríu: eitt harðsoðið egg, eina kó-
tellettu, brauð, hálfa flösku af rauð-
víni og kaffi á hilaflösku. Hr. Lan-
don fjekk henni öskju með Globoid,
því að manni hættir svo oft við
höfuðverk í lestinni. Og loks gáfu
þau hcnni peninga til ferðarinnar.
María var nefnilega góð og dugleg
vinnukona, sem lcunni vel lil verka
sinna. Hún var snillingur í matar-
gerð, þvoði og stagaði þvottinn ag
var afar hreinleg. „En það sem jeg
met mest *við hana Maríu er, að
hún lileypur aldrei með þvaður“
sagði frú Landon.
En vitanlega varð ekki betra að
\era stúlkulaus fyrir þetta. Frú
Landon reyndi i fyrstu aS taka
sjer lnisverkin ljett. Fyrstu þrjá dag-
ana ljet liún alt danka. Borðbúnað-
urinn lá i haug i eldhúsinu með
matarleifum og öllu saman. Á hús-
gögnunum var þykt lag af ryki og
gólfteppið var orðið afmyndað af
tvinnaspottum, brauðmylsnu og
brjefarusli. Það var hörmuleg sjón.
Það mátti koma sjer hjá ýmsu meS
þvi að borða á veitingahúsi, en eigi
að síður er það ömurlegt að hátta
í rúmi, sem ekki hefir verið búið um
í þrjá daga.
Málið fór að vandast þegar María
kom ekki heldur fimta daginn. Því-
að þann dag var frú Landon vön að
liafa gesti. Hún reyndi að ná i
þvottakonu en árangurslaust. Þá
einsétti hún sjer að ráðast í þrek-
virki! Hún klæddi sig eins og að
framan segir og tók lil óspiltra mál-
anna sjálf!
Hún var alveg óvön verkinú syo
að það sóttist seint. Fyrst tók hún
sópinn eins og hún var vön að laka
tekönnuna, milli fingranna, en henni
varS bráðlega ljóst, að hún þyrfti
að tnka fastar á sópnum. Svitinn
rann af henni og votar hárlætlurnar
komu fram undan hettuklútnum.
„Herra minn trúr, ef liann sæi
mig svona“, hugsaði hún og brosti.
Hann mundi liklega ekki þekkja
hana aflur, því að hann hafði al-
drei sjeð hana nema í fallegum sam-
kvæmiskjólum og prýðilega málaða.
Þa.S mun varla þurfa að taka það
fram að þessi „liann“ var ekki
maðurinn liennar, heldur ljómandi
fallegur ungur maður, um hálfþrít-
ugt sem átti heima uppi á tofti í
ssina húsinu. Þau höfðu, þó undar-
legt megi virðast, kynst í kjailaraú-
um. Ungi maðurinn iiafði enga
geymslu, svo að lijónin höfðu boð-
ið honum að nota þeirra. Og upp
úr þessu óx viSkynningin og nií
hafði frú Landon verið dauðskotin
i unga manninum í nokkrar vikur.
Hún hafði verið gift í tuttugu ár
og aldrei dottið í hug að verða
manni sínum ótrú þangað til nú, að
þetta hræðilega, sem mun vera kall-
að- , ástriða“ greip hana heljartök-
um. Ungi maðurinn var fremur fá-
látur og þur á manninn ennþá, en
það var enginn vafi á, að hann var
astfanginn. Augnaráðið og mjúka en
fasta handtakið tók af allan vafa um
þf.S. Nokkrum sinnum liafði hann
verið að þvi kominn að falla fyrir
freistingunni .... en svo .... nei!
Samviskan .... Kanske ....
Það var ekki viðlit að liann mætti
sjá hana svona, með sópinn í hend-
inni og gamla hettuklútini) og kálfs-
lappirnar. Það lá við að frú Landon
sárnaði við Mariu, en hristi það saml
af sjer, því að líklega væri móðir
hennar dáin úr því að hún var ekki
komin enn.
Veslings konan! Aumingja María!
Nú var hringt.
Mikil skelfing, hvað átti hún að
gera? Hún varð að ljúka upp. Það
gat hugsast að það væri ekki nema
búðarsendill, úr því að það var
svona snemma dags. Hún opnaði í
hálfa gátt.
„Jeg er gasmaðurinn“, sagði mað-
ui' í einkennisbúningi, í grallaraleg-
um lón. Hann horfði rannsakandi
á frú Landon.
„Nú, en þetta er ekki hún vin-
kona mín með Ijósu lokkana? María,
hjet hún það ekki? Jæja, haldið þjer
hara áfram, jeg rata þetta hjálpar-
laust, held jeg“.
,,.íú, hann rataði, það var óhætt
um það. Þegar hann hafði lesið á
mæiirinn kom hann aftur.
„Jæja, svo María litla er farin?
Hún verður varla lengi í burtu, er
það? Og þjer eigið að taka til hjerna
meðan hún er að heiman, geri jeg
ráð fyrir?“
Frú Landon gat ómögulega fariS
að segja aS segja að hún væri hús-
móðirin, eins og hún var til fara.
Ilún kinkaði kolli og roðnaði lítið
eitt.
„Já, jeg skildi það undir eins“,
sagði gasmaðurinn meðan hann var
að skrifa lölurnar í reikningabók-
ina sína. „Jeg er nefnilega mann-
þekkjari og þessvegna er jeg í
svoddan áliti hjá þeim þarna á gas-
slöðinni. Og mjer skjátlast aldrei,
þó að þau sjeu mörg eldhúsin,
sem jeg kem i dagsdaglega. Þeir
eru slundum þreytandi, allir þessir
stigar, en svo er þetta líka skemti-
legt verk. Hugsið þjer yður alt, sem
maður t'ær að heyra! Til dæmis
hjerna á heimilinu. .. .! En nú finst
mjer að þjer ætluð að vera búin að
laka fram konjaksflöskuna, án þess
nð jeg biðji yður um það. Hún
María er ekki vön að vera sein að
því“.
„Ha-a, gaf María yður konjak?.."
, Auðvitað mál, og hún var altaf
svo viðræðugóð. Það kemur visl
ekki að sök, einkum þegar l'rúin ligg-
ur i bælinu fram yfir hádegi og
veil ekkerl um það. En að hugsa
sjer, að María skyldi geta logið sjer
út ferðina....“
„Vissuð.. vissuS þjer, að María
ætlaði að fara?“
„0 sussujá, María leyndi mig
aldrei neinu og sagði mjer að hún
ætlaði í „gamanferð“ með unnust-
anum sínum — hann er bílstjóri.
Han átti^að senda henni símskeyti
um, að móðir hennar lægi fyrir
dauðanum. Það hefir altaf álirif, sjá-
ið þjer. , Svo verð jeg víst að skæla
dálítið", sagðí hún við mig, „en þá
þori jeg að veðja um, að þau lofa
mjer að fara og borga fyrir mig
ferðina“. Einu sinni sagSi hún mjer
hvernig hún ljeki á húsbændurnar
þegar hún væri send í búðirnar og
jeg verð aS segja, að hún er sniðug
hún María litla og viss er jeg um,
að húsbóndinn hefir gefið henni far-
gjaldið.... Jú, það hefir ekki staÖ-
ið á honum með það, því að hann
og hún María.... nú jæja, þjer skilj-
ið....“
Gasmaðurinn drap titlinga og var
hinn drýgindalegasti.
„Hvað eruð þjer að segja?“
„Þjer skuluð ekki verða hissa á
því, gulliö milt? Landon er á þön-
um á eftir öllum stelpum lijerna í
nágrenninu, en honum er það vor-
kunnarmál, því að hún frú Landon
er svo feit og digur að hún flýtur
út af görmunum.... nei, Blessað
gulliS mitt, verðið þjer ekki svorm
lundarleg!.... Þjer skiljið visl að
þjer sjáið hana aldrei nema í full-
um skrúða, málaða, mjelaða og í-
borna, en María verður að nudda
hana með gúmmíhanska á hverjum
morgni til þess að ná af henni
skvapinu, og þessu nuddi hefir María
lýst svo átakanlega fyrir mjer, aS
mjer lá við að fá krampa af hlátri.
Og á eftir sagði jeg unga manninum
hjerna uppi á loftinu söguna og
hann.... en hvað gengur að yður
blessunin, eruð þjer aS verða veik4
„Hafið þjer. ... hafið þjer.... er
það satt að þjer hafið sagl honum
það? Og hvað sagði hann?
, Jeg skildi eklci baun af því sem
hann sagði, en hann stakk að mjer
t’imm krónum og svo tók hann fast
i höndina á mjer og sagði: „Þakku
yður hjarfanlega. . . . hjartanlega
fvrir!“
Bæði vuru skærio góð.
Einu sinni var í NorðuiTandi
kaupmaður nokkur, sem orðlagður
var fyrir ákafa sinn og fljótfærni,
0{ var þá slundum „fótaskortur“ á
tungunni, þegar mest lá við. Hann
hafði um tíma ráðsmann „utanbúð-
ar“, sem Daníel hjet. Daníei var
hæglátur maður og greindur vel, en
þótti frekar værukær og þungur til
vinnu. Sumarmorgun nokkurn i blið-
viðri og brakandi þerri, kom kaup
inaður óvenjulega seint á fætur, tii
að líta eftir hey- og fiskþurkun og
er hann kemur út úr dyrunum, sjer
hann livar Daníel stendur og hallar
sjer upp að húsgafli og hefst ekki
að. Kallar þá kaupmpaður til hans
ákaflega og segir:
„Þú mátt ekki dana svona stand-
ill!“
Daníel leit til hans og svaraði:
„Standinn á jeg þá að hvurna?“
Ef þjer viijið eignast
GÓÐA BÓK
þá kaupið
SAMLÍF-
ÞJÓÐLÍF
eftir
Dr. Guðm. Finnbogason.
Fæst hjá bóksöium.
Send gegn póstkröfu um
ait land.
VerÖ kr. 5.50 bundin og
kr. 4.00 óbundin.
Fyrir eina
40 aura á viku
Getur þú veitt þjer oo heitn-
ili þiuu bestu únæoiu tvo
daoa vikunnar, lauoardao oo
sunnudao. Gkkert blað er
skemtileora oo fróðleora en
Ensk-íslensk orðabók
kom' út nú í suuiar, í 3. úl-
gáfu. Geir T. Zoéga, rektor,
hafði lokið við að endurskoða
hana og búa undir prentun
skömmu áður en hann dó 1928.
Þessi 3. útgáfa er mikið aukin,
bæði að orðaforða, nýjum
þýðingum og einkum skýring-
ardæmum, setningum og tals-
háttum, enda er hán mun
stærri en 2. útgáfa, eða rúml.
44 arkir en 2. útgáfa var 35
arkir.
Verð bókarinnar 1 vönduðu
shirtingsbandi er kr. 18.00 og
er það mjög ódýrt sje tillit
tekið til eldri úgáfu bókar
þessarar. Nokkur -eintök hafa
verið bundin í skinn og kosta
þau kr. 23.00 eintakið.
Bókin fæst hjá bóksölum og í
Bókaverslun
Sig. Kristjánssonar
Bankastrœti 3 — Reykjavik
/HEITMANN'S
kaldur litur til
i heimalitunar.
Best að aufllýsa f Fálkanum.