Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.03.1933, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: SvavarHjaltested. Aöalskrifstofa: Bamcastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t li s g a d e 14. Blaðið kemur úl hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankaslræti 3. Skradðaraþankar. ,,Á morgun, segir hinn lati.“ En það eru fleiri en þeir, sem alment eru kallaðir letingjar, sem fresta því Ij 1 morguns, sem þeir gefa gert i dag og eiga að gera i dag'. I'að getur stundum verið gott að skjóta málum á frest. En liversu lengi hægt sje að skjóta máli á fresl án þess að spilla málinu, er vitan- lega undir aðstæðum komið. Hjer á landi eru það tvær andstæður: flaust- ur og seinlæti, sem virðast eiga best ílökin i þjóðinni, en frernur lítið sjest af því, sem á milli liggur. I’að þarf ekki að kvarta yfir því, að hjer sje eigi nóg af flaustursverk- unum í almennu þjóðlifi. Svo mikið er hjer af vanhugsuðum verkum, knúðum fram í flýti og með ónægri yfirvegun að þeir sem vilja halda sjer við spakmælið „festina lente“ — flýttu þjer hægt — hafa mikið til síns máís. en einmitt þetta spakmæli segir sannleikann um, að maður eigi ekki að draga á langinn. Menn eiga að hraða liverju máli, en menn mega ekki flana að því. Eða: menn eiga aidrei að flýta sjer svo mikið, að það komi fum á þá. „Aldrei skildi seinn maður flýta sjer“, segir annað máltæki — og er sprottið af reynsl- unni á því, að þegar maður flýtir sjer umfram það sem geta hans leyfir, þá vinst honum ver en ef hann færi hægar. En svo kemur hin andstæðan — mennirnir sem ekki skjóta málunum á langinn til þess að hugleiða þau og undirbúa ákvörðun sina, heldur til þess að reyna að svæfa málið, fyrir sjer eða öðrum. Menn sem eru svo ólireinskilnir, að þeir vilja ekki koma til dyranna eins og þeir eru klæddir vilja livorki segja já eða nei, heldur aðeins segja, að þeir vilji hugsa málið. Það er í mjög fáum til- feltum, sem þeir gera einmitt þetta: að lmgsa. Þeir stinga sjálfum sjer svefnþorn í málinu og það endist þangað til þeir eru krafðir á ný, og þá eru þeir manna vísastir til að segja, að þeir hafi hugsað svo mikið um þetía mikla mál, sem í hlut á (hvort sem það er nú stórmál eða smávægilegt), að það hafi vaxið svo í Imga þeirra, að nú standi þeir raunverulega. fjær fullnaðardóminum en þeir gerðu í öndverðu. Og svo eru þeir altaf að hugsa! Áfram og áfram en aldrei kemur niðurstaðan. Þeir verða aldrei búnir að hugsa. Og málið sofnar og deyr um stuiul — rís upp aftur, deyr aftur, þangað lil forvígismennirnir liætta að tala við þessa „hugsandi“ menn og gera það sem þeifn sýnist. 40 ára stýrimannsafmæli. Myndin hjer að ofan er af fjórum mönn.um, sem mikið koma við sjó- menskúsögu Reykjavíkur og er birt i tilefni af því, að núna 8. mars voru liðin fjörutíu ár síðan þeir útskrif- uðust af Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Með lögum frá 1890 var breyft skipulagi á skólanum og hann gerður að opinberum skóla og út- skrifaði hann stýrimenn þá árið eft- ir, en í mars 1893 útskrifuðust þeir fyrstu, sem höfðu setið allan skóla- tímann eftir nýju reglugerðinni. Voru það þessir fjórir, sem á myndinni sjást, nefnilega (talið frá vinstri): Kristinn Magnússon, Þorsteinn Þor- steinsson í Þórshamri, Pjetur Ingjalds son skipstjóri og Þorvaldur Jónsson netagerðarmaður en tveir eru dánir, Einar Ketilsson og Jón Þórðarson frá Ráðagerði. Fylgdu p’rófi þessu ineiri rjettindi en áður og nú fóru íslenskir farmenn að sigla skipum milli landa, án þess að þurfa að leita erlendra skóla. Próf það sem inn- leitt var með lögunum frá 1890 svar- ar til hins svonefnda minna prófs nú, en opnaði þó leiðina til þess að geta siglt skipum milli landa. Munu þeir Kristinn Magnússon og Hjalti Jóns- son hafa fengið fyrstir leyfi til að sigla milli landa, þeirra íslenskra farmanna, sem stundað hafa nám sitt hjer á landi. Ekkjufrú Olivie M. Guðmunds- son vei'ður 75 ára 21. þ. m. Frú Guðríður Þórðardáttir, Fjölnisveg 9, varð 50 ára í gær. HEILBRIGÐl FEGURÐ OG BIFREIÐAR. Nýlega var opnuð i „Forum“ í Kaupmannahöfn sýning á bifreiðum og önnur, sem kölluð er „Heilbrigði og fegurð", var opnuð um sama leiti i Iðnaðarmannahöllinni. Tvídálka myndin sem hjer fylgir, er tekin við opnun bifreiðasýningarinnar og sjást þar Friðrik krónprins, sem er vernd- ari sýningarinnar og Axel prins á bak við hann, en fremst á myndinni sjest Hans Lystrup, bifreiðaheild- sali, við liliðina á krónprinsinum. Hin myiidin er tekin á sýningunni í Iðnaðarmannahöllinni. Sjest þar stærsta hárkolla í heimi, og er sagt að hún vekji mesta athygli allra þeirra muna, sem eru á þessari sýn- ingu. Er hárkollan 100 sentimetra há og þegar stúlkan sem ber þetta ferlíki á höfðinu fer um sýningar- salina verður öllum litið á liana og ferlíkið. Aumingja kvenmaðurinn er ekki öfundsverður að ganga með þetta á höfðinu, en það bætir úr, að það er tekið eftir henni. Líldega mun hárkollan fremur eiga að teljast til Stefán Erlendsson bómli í Ytri- Njarðvík, verður sjötugur 20. þ. m. fegurðarinnar en heilbrigðinnar, en ef alt er eftir þessu á sýningunni verður manni á að efast um hvort sýningin beri nafn með rentu. heitmann’s kaldur litur til heimalitunar. Það er ekkert efamúl, að bestu gler- augun fáið þjer i gleraugna- 2búðinni á Laugaveg 2, hjá Bruun. Dragið ekki að fá yður lestrar,- vinnu-, sól- og hvíldargleraugu á Lvg. 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.