Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.03.1933, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Ágúst Nýlega voru liðin 200 ár siðan þj'óðhöfðingi einn dó, sem margar sög ur liafa myndast um og það ekki að ástæðulausu, því að maðurinn var að mörgu leytii einkennilegur og þannig gerður, að tekið var eft- ir honum. Þetta var Agúst Saxa- fursti og síðar Pólverjakonungur, sem liloíið hefir viðurnefnið slerki. Maðurinn sem sneri sundur skeifu milii handanna. ...... hann tók stóra, langa og þunga járnpipu upp milli fingranna, eins og hún væri títuprjónn. Eng- inn gat leikið það eftir honum“ segir liertogafrúin af Orleans, sem heimsótti hinn unga ríkiserfingja 1087. Sjö árum síðar varð liann kjörfursti af Saxlandi og konungur Póllands. Óefað liefir liann verið sjerlega ramur að afli, því að marg- ar krafíasögurnar um liann voru komnar í liámæli uin hans daga og vottfestar af sjónarvottum. Hann tók gulldiska og gullföt og kreisti þau saman í lófa sjer eins og pappír og einu sinni þegar vel lá á lionum tók hann skeifu með berum liöndum og braut hana sundur í miðju. Skeifa þessi er enn höfð til sýnis á þjóð- menjásafninu í Dresden^ Á sama safni eru líka byssur með meifa en þriggja metra löngum hlaupum. Venjulegir menskir menn urðu að hafa stoð undir hlaupinu að fram- an er þeir skutu úr þessum ferlíkj- um, en Ágúst lijelt þeim iárjettum i lausu lofti og hleypti af þeim án þess að skjálf.a yrði vart i hend- inni. Brynja lians var ekki neitt smá- smíði. Bollilífarnar bak og fyrir voru 40 þund á þyngd en hjálmurinn 13 pund. Og þessu klæddist hann er hann gekk til víga, án þess að sjeð vrði að hlífarnar gerðu honum erf- itt fyrir. Safnið í Ilresden, sem áður er getið, á sjerstæða myndastyttu af Ágúst sterka. Hann sjest þar undir glerklukku í krýningarskrúða sínum, er liann var í þegar hann var krýnd- ur konungur Póllands í Iíraká. Er það blá skikkja með ísaumuðum blómum úr gullþræði og brydding- ar margar og breiðar úr liermelinu- skinni, en undir stálbrynja. Gullkór- ónu ber hann á höfði, sverðslíðrin alsett gimsteinum og hjöltin ineð stórum tópasteinum. Á bringunni hangir fílsorðan danska og í annari hendi ber liann veldissprota og epli úr skiru gulli. Andlit iikneskisins er gert efíir afsteypu sem gerð var af andliti konungs meðan liann lifði og kvað vera svo eðlilegt að menn furðar á að sjá myndina ekki siður en sumar bestu vaxmyndirnar á safni madame Toussau i London. Þessi afsteypa var týnd í 175 ár en þegar hún fanst var líkneskisandlit- sterki. ið gert eftir henni og er þvi ekki gamalt. Ágúst sterki var mikill kvenna- vinur og lítið. hreinlífur, enda voru þjóðhöfðingjar þeirra ára flestir með því markinu brendir. En nú er komin önnur öld og nú hneyxlar Garol Rúmenakonuúgur allan heim inn með ástamálum sínum og cru þau þó ekki nema smáræði hjá bralli Ágústs sterka. Ennþá ganga suður i Saxlaudi munnmæli um úrræði þau, sem Ágúst hafði til þess að koma vilja sínuin fram. Þannig var það einu sinni, að hjákona konungsins, hin fagra greifynja af Königsmark heimt- aði að fá að aka út — í sleða. En nu var þetta um hásumarið. Morgun- inn eftir var sleði við dyrnar og liringlaði í bjöllunum á hestunum; og lnin fór út og ók á harða spretti upp á torgið og leiftruðu snjókrist- allarnir á götunni. Það hlaut að hafa snjóað um nóttina eða hvernig lá i þessu? Konungur hafði látið strá salti á götuna frá höllinni og á torg- ið um nóttina. — Annað skifti, sömuleiðis að sumarlagi, voru þau stödd í veiðihöllinni Moritzburg, konungur og hin dutlungafulla ást- mey hans. Það var heitt og hún dæsti og sagði: „Jeg vildi óska, að hjerna væri svolitið af þjettum trjám með- fram veginum svo að það væri for- sæla“. Forsæla skal verða komin á morgun", svaraði hann og um morg- uninn eftir var komin þarna röð af háum lauftrjám. Hafði liann látið heila sveit af liermönnum setja nið- ur trje um nóttina, meðfram vegin- um fram af höllinni. Þessi trjágöng eru til ennþá og undrast menn að þau skuli hafa orðið til á einni nóttu. „Þetta eru riddara-skrautkerin svokölluðu“, segir leiðbeinandinn i , postulínssalnum" i gömlu konungs- höllinni í Dresden, og bendir á 12 stór skrautker kinversk, nærri því mannhæðar há og með bláu útflúri. En að þau eru kend við riddara á þá sögu, að Ágúst sterki var einkar hrifiim af öllum kínverskmn skraut- gripum, enda var kínverskur list- iðnaður tiltölulega miklu fremri evrópeiskum, en nú er. Og einkum dáðist hann mjög að kínverska postulíninu og varð sú aðdáun til þess, að hann kom á stofn fyrstu postulínsgerðinni í Evrópu, en það- an er komið hið fræga Meissner- postulin. — Friðrik Vilhjálmur Prússakonungur vissi vel hve hrif- inn Ágúst var af kínverska postu- líninu, en sjálfur hafði hann lítið dálæti á slíku, en lagði liinsvegar mikla áherslu á, að hafa hraustlega hermenn kringum sig. í lífverði hans voru eingöngu grannvaxnir og beinvaxnir menn og eigi minni, en tveir metrar á hæð. Sendi hann Ágústi því 28 kínversk postulínsker en í þakklætis skyni sendi Ágúst honum heilan riðil liermanna og voru allir yfir tvo metra. Tólf af kerunum eru enn í höllinni, en sum hafa verið seld og þykja ekki lista- verk nú á dögum. Hutchinson sá, setn í smnar ætlaði að fljúga hjer um með fjölskyldu sina, en strandaði í Grænlandi við litinn orðstír hefir nýverið reynt að fá leyfi til að láta dætur sínar tvær sýna sig á fjölleikahúsi, til þess að afla sjer fjár til nýrrar flugferðar, sem hann liafði áformað frá Lond- on til Ástralíu. En yfirvöldin neituðu um leyfið. -----x----- NÝIR HERMANNABÚNINGAR Á ENGLANDI Enska herstjórnin hefir nýlega lögleitt nýja einkennisbúninga handa fótgönguliðinu. Eru þeir úr „Kahki“ eins og gömlu búningarnir en frá- brugnir þeim að ýmsu leyti, ekki sist höfuðfötin. Nýju búningarnir þykja ekki eins fallegir og þeir gömlu en hinsvegar er fullyrt að þeir sjeu miklu hentugri. HUGVITSMANNASÝNINGIN í KAUPMANNAHÖFN Sýning með þessu nafni liefir ver- ið haldin i Kaupmannahöfn undan- farnar vikur og hefir þar verið margt furðulegt að sjá, af allskonar Uþpfyndingum og nýjungum. Eru á sýningunni úm 300 nýjar uppgötv- anir Meðal þeirra, sem einna mesta atliygli liefir vakið er ein eftir danskan mann, Axel Andersen fra Middelfarl. Hefir hann fundið upp aðferð til þess að beygja Irje eins og honum líst og er talið, að þetta •sje mjög þýðingarmikið fyrir trje- smiði og muni hafa í för með sjer nýjáh stíl, I. d. i liúsgagnasmíði. Hjer á myndinni sjest hugvitsmað- urinn með ýmsa muni, sem hann hefir gert úr beygjanlega timbrinu sinu. VESÚVÍUS FARINN AÐ GJÓSA. Vesúvius er athafnameira eldfjall en Hekla, og mun flestum hjer á landi þykja bættur skaðinn. Hekla sjálf hefir ekki gosið siðan 1845, en i nágrenni liennar liafa orðið Ivö gos síðan, nfl. í Krakatindi ár- ið 1878 og á Lambafit vorið 1913. Hinsvegar er eldur uppi í Vesúvius með fárra ára millibili. Þannig gaus hann mikið árið 1929 og nú herma nýjustu frjettir, að hann sje farinn að gjósa aftur. Myndin hjer að of- an er frá gosinu 1929.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.