Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1933, Page 3

Fálkinn - 20.05.1933, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framlcvæmdastj.: Svavar Hjáltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: A n l o n S c li j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriflarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. AUar áskriftanir greiðist fyrirfram. Anglúsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Skólarnir eru farnir að tiðka það á síðari árum sumir hverjir, að gera nemendum sínum kost á ódýr- um skemtiferðum í aðra lands- fjórðunga ti:l þess að kynnast þeim. Mun þetta hafa byrjað í Menta- skólanum hjer fyrir nokkrum árum og nú hafa fleiri skólar lekið það upp. Þannig eru nokkrir nemend- ui' Austurbæjarbarnaskólans nýlega lcomnir úr skemtiferð, sem eigi var í ánnan landsfjórðung, heldur aila leið til Færeyja. Svona ferðir eru hin þarfasta tiJslofnun og einmitt námsárin eru sá tíminn, sem hentugastur er til slíkra ferða. Þegar einstaklingur- inn er farinn að stunda lífsstarf sitt getur vel svo farið, að starfið bindi hann svo í báða skó að hon- um veitist aldrei tækifæri til ferða- lagsins. Hinsvegar er efnahagur námsfólks að jafnaði svo, að fæstir hafa ráð á því að verja miklu til skemtiferða einmitt þessi árin sem mest gagn er hægt að hafa af ferð- unum. Með öflugri hreyfingu mættj þó eflaust koma talsverðu tii Ieiðar í liessa átt. Ef skólafólk hefði það hugfast, að engin skemtun er betri nje hoiiari en ferðalag og legði þessvegna til hliðar og safnaði þeim krónum, sem fljótar eru að fara í aðrar skemtanir og hefði þær fyr- irliggjandi að vorinu, þá gæti það orðið talsverl álitlegur skildingur. Ætti þá þá að afráða ferðirnar að haustinu og safna í þær allan vet- nrinn. En svo er annað. Fjöldi skipa siglir með ströndum landsins með lóm farþegarými — vegna þess að þau eru of dýr. Fargjöldin milli íslenzkra hafna eru svo há, að það ferðast ekki aðrir en þeir sem þurfa að ferðast og hafa góð aura- ráð. Það væri ekki úr vegi, að þessi skip hefði ódýr fargjöld fyr- ir skólafójk og legðu áætlun sina nokkrar ferðir að sumrinu þannig, að sem mest gagn mætti hafa af ferðinni. Mundi þetta verða vel þeg- ið og engin hælta á, að skipafje- lögin hefðu tap á því. Þetta er al- siða í ýmsum öðrum löndum og jafnvel eru gerðar út ódýrar ferð- ir fyrir hvern sem hafa vill, lil þess að láta skipin hafa eitthvað að gera. Hafa fargjöld í skemtferðum aidrei verið eins iág eins og í sumar. Þannig er boðið tiJ skemtiferðar suður i Afríku með vandaðasta skipi Svia, „Drottningholm“ 20 daga ferð fyrir 350 krónur að meðreiknuðu fæði. Og nefna mætti fleiri dæmi þessu lík. Mætti ekki hjóða hálft fargjald með skipunum hjerna, svo að skólafóíkið fái að fcrðast? LEIKHÚSIÐ: Þrettá n da k vö I d. Árið 1027 var sjónleiknr sá, sem Leikfjelag fíeykjavikur sýnir nú jjessa dagana, „Þrettándákvöld“ eftir William Shakespeare sýndur i fyrsta sinn hér á landi. Þá hafði hr. Indriði Waage leikstjórn á lxendi en í J)etta sinn er j>að hr. Brynj- ólfur Jóhannesson. — Báðir þessir leikarar fara nú með sin gömln góðu hlutverk. Indriði leikur „Mal- vólíó“ en Brynjólfur leikur ,,Herra Andrés Bleiknef". Um gjörvallan heim á leikur þessi tök á þeim, sem góða list vilja sjá, og þvi væri liklegt, að honum yrði tekið með afhrigðum vel lijer á landi lika. — Meðferð- in er góð og allur útbúnaður sömuleiðis. — Búninga hefir Kon- unglegaleikhúsið í Kaupmánnahöfn verð svo vingjarnlegt að lána fje- laginu og eru þeir mjög fallegir. — Hljómsveit frá tónlistaskólanum leikur undir söngvana, sem sungn- ir eru af Kristjáni Kristjánssyni söngvara. — Hjer að ofan eru mynd- ir af þessum leikendum: lifsla myndin frá v. Kristján Kristjánsson söngvari sem fíflið, Tobias hiksti (Har. A. Sigurðsson) og Andrjes Bleiknefur (Br. Jóhannesson). — (Næsta mynd að neðan i 1. dálki Sebaslian (Geir Borg) og Víola (Þóra Borg). Næst Brynj. Jóhann- esson í hinu fjölbreytta hlutverki sínu og loks Malvolius (Indriði Waage) og Olivia (Emil Borg). — Það er nýlunda að sjá jafn vel farið með meistaraverk og þenn- an leik og þessvegna mun engan iðra að horfa á liann. Nýjar gleraugnaumgerðir eru komnar; einnig vaskaskinn, sem nauðsynleg eru til að fægja með gleraugu. Allsk. viðgerðir á gler- augum, t. d. lóðningar — fáið jijer best og ódýrast í Gleraugnabiiðinni, Laugaveg 2. Sigurður Gunnarsson fyf». próf.. verður 85 ára 25. j>. m. Hálfdán Guðjönsson vígslu- biskup, verður 70 ára 23. />. m. Sjera Friðrik Friðriksson, K. F. F. M., verður 05 ára 25. þ. m. Páll Einarsson hæstarjettar- dómari, verður 65 ára 25. þ. m. % • •H.-O "0..-• •n..-•-•«..■• •■%.•• Drekkiö Egils-öl

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.