Fálkinn


Fálkinn - 15.07.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 15.07.1933, Blaðsíða 1
28. Reykjavík, laugardagínn 15. júlí 1933 VI. HELGA ÁRIÐ í RÓM Róm er einna mesta ferðámannaborg í heimi, en þó þykir óvenjulega gestlcvæmt þar i sumar, jafnvel svo, að fóllc er í vand- ræðum með að fá inni. Ein aðalorsökin til þessa er heilaga árið, sem hófsi á páskum i vor. Vegna þess ferðast fjöldi sann- trúaðra kaþólskra manna til Rómaborgar í pílagrímsferð, en eigi er þar með húið. Aðrir ferðamenn fjölmenna lika lil Rómaborgar í ár vegna helga ársins, því að í ár verður hægt að sjá og skoða ýmislpgt og vera viðstaddur ýms hátíðahöld, sem eigi er kostur á ella, — / þeim löndum, sem kaþólskir eru fámennir, svo sem á norðurlöndum hafa þeir slegið sjer saman i hóp og er tekið á móti þeim sjerstaklega og landi þeirra lielgaðir þeir dagar er þeir standa við. Annar.s eru suðurgöngur orðnar með öðru móti en þær voru í gamla daga, er hópar pílagrímanna fóru fótgangandi dag eftir dag og viku eftir viku til að sjá páfann og hinn lieilaga stað og bæta fyrir sjer horfurnar á eilífri sáluhjálp. Nú ferðast þeir í járnbrautum og hafa þægindi nútímans. — Hjer á myndinni að ofan sjest páfinn í hásæti sínu í Pjeturskirkjunni i Róm, viðstaddur fyrstu hátíðar- athöfnina í tilefni af helga árinu, en alt í kringum hann sjást kardínádarnir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.