Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1933, Qupperneq 3

Fálkinn - 02.09.1933, Qupperneq 3
F A I. K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vith. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvsrmdástj.: Sravar Iljaltested. Aðatskrifstofa: líanKaslræli 3, Reykjavik. Simi 2210. 'Ipin virka dagá kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Ulaöið kemur út hvern laugardag. Vskriflarverð er lcr. 1.70 á mánuði; vr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Yllar áskriftanir greiðist fyrirfram. [uglýsinyaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Reiði. hjer stoðar vitanlega ekkert að segja, að þú skulir aldrei reiðast. hað er árangurslaust að segja slíkt við gagnnýtan mann. Því að gremjan er eðlilegur logi, sem bloss- ar upp við sum tækifæri og spring- ur eins og bensín, sem logandi eldspíta kemur að. Þá er aðeins eitt ráð: að bíða! Aðhafstu ekki neitt meðan reiði- loginn er blossandi. Segðu ekkert og dæmdu ekki fyr en blossinn er sloknaður. Því að reiði er að jafn- aði erting særðrar fordildar. Við setjum okkar eigin meiningu hátt og þegar einhver fyrirlítur hana finst okkur eins og kastað sje skarni á hvít föt. Við finnuni mjög til þess, að aðrir eigi að hera virðingu fyrir oss og þegar farið er með okkur eins og við værum einskisvirði, þá erum við reiðu- búnir til alls til að halda okkur uppi. Við reiðumst þegar stærilæti okkar er misboðið. Reiðin er sjálfs- þótti, sem kviknað hefir í. Látum logann blossa upp ef þörf er á, ragnið og brjótið ef ykk- ur hægir við það. En farðu inn og vertu einn á meðan þú nýtur þessarar skemtunar. Lokaðu hurð- inni á meðan á þvi stendur. Skrifaðu aidrei brjef í reiði. Eða ef þú mátt til, þá sendu það að ininsta kosti ekki. Eftir nokkra daga áttu miklu hægra með að ná þjer niður á þeim, sem móðgaði þig. Gerðu ekki viðskifti þegar þú ert reiður, því að þá er það særð- ur sjálfsþótti sem ræður, og særð- ur sjálfsþótti ræður jafnan illa. Bíddu í nokkra daga og láttu vit- ið en ekki tilfinningarnar ráða. Sjertu reiður þá gefst best að segja ekki eitt orð. Segir þú ekk- ert þá veit hinn ekkert hvar hanii hefir þig, og sá rólegi er ávalt bet- ur settur en sá æsti. Jafnvel þó þú ætlir að berja mann, er betra að vera rólegur. Reiðin gerir höggin sterkari, en rólegur maður hittir betur. Það sem þú hugsar í æsingi verð- ur þú að borga með auðmýkt þeg- ar þú stillist. Fátt gott er gert í reiði, en allskonar afbrot, áflog, morð og stríð, sem er summa allra glæpa, eru gerð í reiði. Fyrsti og stærsti lærdómurinn er sá, að hafa vald yfir skapsmun- um sínum. Og sje ljett að særa þig þá mundu: að gera ekki neitt fyr skapið er komið i samt lag. Frank Crane. Vegna þess hve trúmálahreyfing- in „Christian Science" hefir fengið öran vöxt i Bandaríkjunum, hefir miðstöð þessarar hreyfingár i Boston orðið of lítil, hvað húsa- kynni snertir og er nú í ráði að reisa nýja stórbyggingu fyrir skrif- stofur og útgáfustarfsemi fjelagsskap tirins, undir eins og auðið verður. Myndin hjer að ofan er af þessari áformuðu byggingu. Var þetta á- kveðið nýlega á fundi fjelaganna er að þessari hreyfingu standa. —- Þar verða prentsmiðjur og skrif- stofur blaðanna „The Christian Science Monitor“, „The Christian Science JournaI“ og „The Chrisian Science Sentinel“ en auk þessara blaða verða prentuð á þessum stað öll þau smárit og bækur, sem fje- lagsskapurinn gefur út. Þessi nýja stórlbygging, sem verð- ur með stærstu útgáfubyggingum heimsins tekur yfir nálægt 58.000 ferfet og er áætlað að hún muni kosta um 3 miljónir dollara. Er slaðurinn fyrir bygginguna ákveð- inn og yfirvöldin gera sitt til að flýta fyrir framkvæmd hennar, m. a. til þess að bæta úr atvinnuleysi- inu. Eins og sjá má af inyndinm verður bygging þessi mishá. A þann veginn, sem liggur út að aðalgöt- unni verður húsið níu hæðir og verða þar skrifstofur, en annars verður húsið 4—5 hæða hátt. Bygg- ingu hússins verður hagað þannig, að ])að geti orðið samræmdur lið- ur úr stórri heildbyggingu, sem fjelagsskapurinn þarfnast fyrir að byggja á komandi tið. Er þá gert ráð fyrir að byggingarnar myndi hvyrfingu, en í miðju verði hentugl lúm fyrir kirkju. Byggingin er gerð í itölskum renaissancestíl og neðsta hæðin úr graníti, en þær efri úr kalksteini. Margar nýjungar í byggingarlisl verða notaðar í þessu húsi, m. a. hvað upphitun snertir. Maðurinn sem gerl hefir teikningar að þessu stórhýsi heitir Chester Lindsay Churchll en verkfræðingafjelagið Lookwood-Green í Boston byggir það. — Núverandi húsakynni Chris- tian Science, sem reist voru 1908 verða framvegis notuð sem skrif- stofubygging fyrir söfnuð fjelagsins. Frú Sigríður Bergþórsdóttir, Marargötu 7, varð 50 ára 25. f. m. Tómas Jónsson, kaupmaður, verður 50 ára 7. þ. m. ÓKYRÐ í ESTLANDl. Það hefir kvisast að stjórnin í Estlandi væri í þann veginn að lýsa landið í umsátursástandi. Er sagt að nú þegar hafi verið fyrir- skipuð ritskoðun á öllu prentuðu ináli og að strangt eftirlit sje með öllum fundarhöldum. Lögreglunni er heimilt að hleypa upp fundum, ef ið að æsa till andúðar gegn stjórn- inni. Ennfremur hefir fjelagsskap- ur ung-socialista og tvö önnur fje- lög, sem liafa tekið upp einkennis- búning fyrir meðlimi sína, verið bannað og sömuleiðis nokkur dag- blöð. Myndin hjer að ofan er úr sænsku götunni í höfuðstaðnmu Reval, sem nú heitir Tallin. í SVIFFLUGU YFIIl EYRARSUND. Þann 12. f. m. lókst sænsk-aust- urríska verkfræðingnum Spahr- mann að komast á svifflugu yfir sundið milli Malmö og Amager og til baka aftur til Malmö eftir dá- litla viðstöðu. Ljet. hann flugvjel draga sig upp í 250 metra hæð en sveif siðan sjálfur á hreyfillaus- um vængjunum yfir sundið og gekk prýðilega. Hjer er mynd af verk- fræðingnum- i svifflugu sinni. i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.