Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.09.1933, Blaðsíða 3
F Á L Iv I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fiitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Bókaframleiðslan er óstöðvandi. Tonn eftir tonn fer úr prents'miðj- unum og hve óendanlega miklu segja þessar bækur ekki frá. En þó er það miklu fleira, sem ekki er sagt frá. Súmar hugsanir skrifa mennirnir aldrei en fela þær með blygðunar- tilfiiiingu. Sjerhver rithöfundur á ósagðar hugmyndir, ógrunaða harma og vonir, sem aldrei verða látnar í ljós. Hvílík bók mundi verða skrifuð, ef hinir þöglu strengir sálar hans feiigju að tala! Heimurinn er fullur af leyndum hlutum. Þeir eru hin dimnia hlið tunglsins, sem aldrei skín sól á og aldrei sjest. Þeir eru hin óendan- legi dularheinnir stjarnanna, sem við aðeins sjáum eins og lítinn ljós- depil. En hvað gerist á jiessum hnöttum, sem niárgir eru eins og risar i samanburði við vorn? Enn- þá hefir engin duglegur frjettarit- ari sent oss pistil þaðan. Við og stjörnubúarnir horfum undrandi hverir á aðra, en ávalt þegjandi. Hundurinn þinn horfir á þig svona spyrjandi augum, hve mjög langar hann ekki til að skilja orð þín. En hann og allur dýraheim- urinn er eins og þögult myrkur fyrir vitund vorri. Hvað hugsa flugurnar og fuglarnir? Undir fleti hafsins eru fleiri líí'- verur en í lofti og á landi en á milli vor og þeirra er lokuð hurð og öll verk þeirra eru okkur ó- rjúfandi leyndardómur. Og við mannverurnar erum hver öðrum gáta. Jafnvel meðal unn- enda eru leyndarmál, sem ekki eru sögð. í instu meðvilund þinni eru hlutir, sem þú hefir aldrei minst á við nokkra sál. Þú hefir átt hugs- anir, sem insta vitund þín hefir hvíslað að þjer, en þú hefir falið i skyndi; undraverðar hugsanir sem jni hefir fjötrað undir eins og þeim slcaut upp; — já, þú vilt jafnvcl ekki viðurkenna með sjálfum þjer, að þjer hafi nokkurntíma dottið þær í hug, Hvílikar dýrslegar tilfiningar, liví- lik glæpavöld, hvílikt niðurrif er ekki til i hugskoti mannsins, til- finningar, sem hann læsir niðri. Við þekkjum aðeins yfirborð sálarinnar, aðeins táknmál hlutanna. Hlutirn- ir sem hafa þýðingu í heiminum gerast bak við þjetta slæðu. Dæm- um því ekki hver aðra. Við vitum svo lítið um það, sem gerist i djúpi sálarinnar. Við sjáum verkn- aðinn, en hvað þekkjum við til þeirra freistinga, sem villugjörn sál hefir sigrast á. Frank Crane. Jón Jónsson læknir varð 65 ára 6. þ. m. IIVÍTAGULLIÐ í SÍUERÍU. í vestanverðri Síberíu, eigi langt frá Úralfjöllum hefir ^undist með alleinkennilegum hætti platínunáma, sem talin er hin stærsta i Rússa- veldi. Bóndi nokkur var að plægja akur sinn og rakst þá á hvítagulls- æð en ]>ekli ekki málminn og hafði ekki hugmynd um hve verðmætur hann var. Hjelt hann að þetta væri ómerkilegt efni, sem nóg var af þarna um slóðir. í tvö ár leið svo og beið, að bóndinn hafði ekki orð á }>essum málmfundi við nokkurn mann og hirti eigi l'rekar um hann. Hann hafði tekið mola af málmin- um heim með sjer og fleygði hon- um einhversstaðar á glámbekk. Skuldheimtumaður stjórnarinnar kom þá í heimsókn til þess. að krefja um skatt, sem var óborgað- ur og var nú komið að lögtaki. Kom maðurinn auga á molann og hrópar upp: „Þarna áttu silfur!“ Bóndinn varð glaður við og sagði manninum frá því, að hann hefði nóg af svona silfri, en haldið að málmurinn væri verðlaus. Innheimtumaðurinn tilkynti yf- irvöldunum fundinn þegar í stað og sendi þeim molannn og var hann rannsakaður. Þá fyrst kom í ljós, að j>etta var hvorki silfur eða annað verðminna heldur marg- falt dýrari málmur, nefnilega plat- ína eða hvítagull. Sendi stjórnin nú nefnd verkfræðinga á stáðinn og kom þá í ljós, að þarna var mesta platínunáman, sem menn hafa kynst í Rússlandi, i langan aldur. Það er ýmsum örðugleikum bund ið að vinna þennan dýra málm. En stjórnin hófst þegar handa. Fyrst voru sendir 50U hermenn á staðinn og liann girtur með gadda- vír og settar upp fallbyssur alt i kring til þess að verja hann g*gn árásum, Flugvjelar voru einnig sendar þangað í sama skyni, því að talsvert var um rán og grip- deildir á þessum slóðum. Fyrstu hvítagulls-sendingarnar voru send- ar ríkisbankanum í Moskva loft- leiðis undir nákvæmri vernd. Verk- fræðingarnir halda því fram, að í námunum muni vera hvítagull fyr- ir margar miljónir rúbla. Bóndinn hefir að svo komnu ekki fengið nein fundarlaun. Hann varð að fara burt af jörðinni, en var fengin önnur jörð til ábúðar á öðrum stað. Og líklega fær hann eftirgefinn skattinn, sem varð or- sök til þess að menn fengu að vita um námulundinn. FJIÚ ANNE LINDBERGII. Kona hins frægasta allra flug- manna, frú Anne Lindbergh, er i flestu ólik manni sínum, segir útlent blað. Hann er hetja og kann ekki að liræðast, en lmn er kvíðin, tilfinninganæm. Andlitið er sálrænt en ekki fagurt. Hún er greindari Gunnar Einarsson fyrv. kaup- maður verður 80 ára 11. þ. m. en systur hennar tvær, Elisabeth og Constance. Faðir hennar, Dwight Whitney Morrow hafði framkvæmdir að fyrsta Atlantshafsflugi Lindberghs, sem gerð hann heimsfrægan. Um sama leyti kyntist I.indbergh fjöl- skyldunni. í fyrstunni vissi fólk ekki hvor elsta dóttirin það væri, sem Lind- hergh var að draga sig eftir, jafn- vel ekki þeir nánustu. Hann var álíka nrikið með þeim hvorri um sig. Var það sú háa, granna og friða, Elísabeth eða var það Anne litla? Það var skrafað, að hann vissi það ekki sjálfur. í einu er þeim líkt farið hjónunum að þau liatast við öll opinber skrif og læti almennings kringum sig. Henrii var það mjög á móti skapi að blöðin skniíuðu svo mjög um hana þegar hún eignaðisl fyrri barn- ið. Og erfiðasti tími æfi hennar var um það leyti sem barninu var rænt og alt. það blaðamntal er þvi fylgdi. Eitt Amerikublaðið skrifaði tíu blaðsíður um barnsránið, er það vitnaðist. Ein sagan er birt var í sambandi við þetta hljóðaði á þá leið, að þau hefðu alls ekki átt sjálf barnið sem hvarf, heldur hefði það verið kjör- barn, sem þau hefðu tekið vegna þess að þau hefðu haldið að þau mundu ekká eignast neitt barn. En vitanlega var saga þessi hreinn upp- spuni. í New York er haldið brúðkaup 13. hverja mínútu, en 6. hverja minútu fæðist þar barn og 2. hvern tima kemur skip frá Evrópu. 51. hverja mínútu stendur nýsmiðað liús íullgert, 10. hyerja minútu er opnuð ný verslun. í New York eru fleiri talsímar en í Berlín, París, Róm, London og Leningrad til samans. í New York eiga heima fleiri Þjóðverjar en í Bremen, flciri ítalir en í Róm, fleiri írar en í Dublin og tíundi hluti allra gyð- inga í heiminum. ----x---- Póla Negri skildi fyrir nokkru við mann sinn, Midvani prins, og hefir nú gifst á laun ameríkanska auðkýfingnum Mac Cormick, sem er frændi ltockefellers. Eru þau nú á brúðkaupsferð við Miðjarð- arhafið. Þetta er fjórða hjónaband kvikmyndastjörnunnar. Hún hefir áður verið gift pólskum liðsforingja barón Poppner, Domski greifa og Midvaai prins. Því meiri ánægju sem þjer óskiö af gleraugum yöar. því betur verða þau aö vera sniðin efiir yðar liæfi. Einungis fil BRUUN, sjóntækjafræðings eigið þjer að sækja rið um gleraugu yðar. Muniö, aö það gildir velferð yöar og sjón. Snúið yður til BRUUN, Gieraugnabúðin: LAUGAVEG 2. Frú Dagbjört Brandsdóttir, Baldursg. 22, verður 70 ára 13. þ. m. Geir Sigurðsson skipJttjóri, Vesturg. 26 A, varð 60 ára í gær. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestí ur verður kO ára 13. þ. m. Jón Guðmundsson, hóteleigandi í Valhöll, varð 50 ára 7. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.