Fálkinn - 09.09.1933, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Stúlkan í rauða kjólnum.
Eftir E. JELMS.
Þingsalurinn var troðfullur af
fólki, sem beið meö áhuga úr-
slita síðasta þáttarins af hörmu-
legum atburði. Riitzow leikhús-
stjóri liafði verið myrtur —
skotin íhöfuðið með skamm-
byssu.
Nú situr hin ákærða, Grethe
Hein, sem enn er ung og óþekt
leikkona og bíður úrslitanna —
fyrst viðureignarinnar milli
kæranda og verjanda og svo úr-
skurðar kviðdómsins: Sek! eða
sýkn!
Það fer liæg hreyfing um
mannfjöldann, alveg eins og
þegar tjaldið er dregið upp i
leikliúsi — kviðdómendurnir
koma inn í salinn, dómstjórinn
og málaflutningsmennirnir eru
sestir og undirbúningsathöfmn
hefst. Þetta tekur talsverðan
tima og maður veitir þvi eftir-
tekt að áheyrendurnir, sem hafa
komið þarna til að upplifa við-
burð, eru i þann veginn að
missa þolinmæðina.
Loksins snýr grábærði dóm-
stjórinn sjer að ungu stúlkunni
á ákærubekknum.
— Þjer heitið Grethe Hein
og eruð fædd 4. október 1908?
— Já, Röddin er lág en stúlk-
an hefir fult vald á henni.
— Yður hefir ekki verið refs-
að áður?
— Nei.
— Það er gott. Yður hefir
verið kynt, livað þjer eruð sök-
uð um, Grethe Hein. Þjer eruð
sökuð um að liafa drýgt hinn
mesta allra glæpa: morð! Ját-
ið þjer yður seka?
— Nei.
Unga stúlkan, sem er í ó-
brotnum, grænum kjól, liorfir
frjálsmannlega á dómarann.
Dómstjórinn gefur opinbera
ákærandanum merki um, að
hann megi taka til máls. Ákær-
andinn er hár og grannur mað-
ur, andlitsdrætirnir djúpir, aug-
un hvöss og nefið langt og bog-
ið.
— Háttvirti rjettur, tekur hann
til máls, en djúp kyrð verður
um allan salinn. Þjer sitjið hjer
i dag til þess að dæma í máli,
sem trauðlega mun valda yður
mikilla heilabrota. Sjaldan hefir
jafn alvarlegt mál komið fyrir
dómstól, sem jafnframt er eins
augljóst og þetta, og jeg er viss
um, að þegar þjer, dómendur
hafið heyrt sókn og vörn í því
munið þjer óhikað dæma sak-
borninginn sýknan.
Hann tók málhvíld sem
snöggvast en hjelt svo áfram:
— Hin 4. fyrra mánaðar sat
Rutzow leikhússtjóri, eins og
hann var vanur á hverjum degi,
á skrifstofu sinni í leikhúsinu
við Passauerstræti og var að
vinna. Þar kom fólk og fór.
Sumir komu til að leita sjer
um allan salinn.— Þjer sijið hjer
boð; leikbússtjóri eins og Rút-
zow, sem eigi aðeins liafði tvö
leikhús í höfuðstaðnum heldur
jafnframt hafði yfirumsjón
með ýmsum leikliúsum i
smærri borgunum, hafði mörgu
að sinna. Um klukkan eitt kom
ákærða, Grethe Hein á skrifstof-
una til að tala við leikhússtjór-
ann, en um það leiti var hann
úti i bæ til að borða, svo að
•.krifarinn sagði henni að koma
einhverntíma síðar, helst fyrri
hluta næsta dags.
Rútzow leikhússtjóri kom
ekki aftur fyr en klukkan hálf-
fjögur síðdegis og fór inn i
skrifstofu sína. Þá voru þeir
báðir farnir, skrifarinn, sem áð-
ur er getið og einkaritari leik-
hússtjórans, svo að RiitzoAV
leikhússtjóri kom ekki aftur
fyr en klukkan liálffjögur sið-
degis og fór inn í skrifstofu
sína. Þá voru þeir báðir farnir,
skrifarinn, sem áður er getið
og einkaritari leikbússtjórans,
svo að Rútzow var þarna einn.
Hvað gerst hefir á tímabilinu
frá 3% til 4.50 síðdegis vitum
við ekki nema að á þeim tíma
hefir Rútzow verið skotinn til
bana á skrifstofu sinni. Það er
margt á huldu um þetta, en þó
vitum við svo mikið, að við
getum sagt með nokkurnveginn
vissu, hver það var, sem hleypti
af skotinu, sem batt enda á líf
Riitzows.
Iílukkan fjögur kom Thal-
mann umsjónarmaður, sem til
þessa hefir stjórnað rekstri leik-
húss Rútzows í bænum Rauzen,
á skrifstofuna til þess að tala
við Rútzow. Þegar hann kom
inn á fremri skrifstofuna var
liurðin opin inn i skrifstofu for-
stjórans. Rútzow sat í skrif-
borðsstólnum sínum en fyrir
framan hann stóð á miðju gólf-
inu ung og grannvaxin stúlka.
Thalmann gat ekki sjeð framan
i hana en tók eftir því, að hún
var i hárauðum kjól. Hann gat
ekki heyrt hvað þau voru að
tala um, en tók eftir því, að
Riitzow forstjóri nefndi stúlk-
una oftar en einu sinni ungfrú
Hein. Thalmann hafði getað
sagt lögreglunni þetta nafn, svo
að hvað þetta snerti, var ekki
um neitt að efast.
Thalmann hafði farið út aft-
ur til þess að trufla elcki sam-
ræðuna. Kunningi hans stóð
og beið niðri á götunni, svo að
hann fór til hans til þess að
stytta sjer biðina. Klukkan
liálf fimm kom liann upp í
skrifstofuna aftur, en þá
var hurðin milli herbergjanna
lokuð. Hann heyrði að enn var
verið að tala á innri skrifstof-
unni og i talsverðum æsingi.
Thalman fór því aftur niður
til kunningja síns, en i stiganum
kom kvenmaður lilaupandi fram
hjá honum. Það var ekki ljós
í stiganum og þessvegna sá hann
ekki stúllama greinilega. En það
kemur í sama stað niður, hvort
Thalmann var í vissu eða ekki
hvað þetta snerti, þvi að niðri
í ganginum sá annar maður
þessa stúlku, sem flýtti sjer svo
mjög að komast út. Það var
dyravörðurinn — og hann sá
ungu stúlkuna grönnu, í rauða
kjólnum!
Þegar Thalmann kom inn í
skrifstofu Rútzows tveimur
mínútum síðar sá liann leikhús-
stjórann liggjandi á gólfinu ör-
endan.
Háttvirti kviðdómur! Getur
nokkur efi komist að í þessu
máli? Stúlkan í rauða kjólnum
myrti Rútzow leikhússtjóra, ef
til vill út af vonbrigðum yfh’
J)ví að fá ekki stöðu hjá hon-
um. Og stúlkan í rauða kjóln-
um er sú ákærða. Hún liefir
sjálf kannast við að hafa verið
lijá Rútzow leikhússtjóra þegar
Thalmann leit þangað inn fyrst
gegnum opnu hurðina. Með
þessu dæmir liún sjálfa sig. Því
að dyravörðurinn i húsinu sá
lika stúlkuna i rauða kjólnum,
þegar liún flýði eftir að liafa
framið morðið. Þessvegna er
ljóst að hún segir ósatt þegar
hún segist hafa verið komin út
kl. 4.20, og hún befir ekki
heldur getað sannað, að hún
hafi verið annarsstaðar á þeim
tíma. Og auk þessa eru það
vifilengjur, sem stoða hana ekki
liót, að segja að hún liafi aldrei
á æfi sinni átt rauðan kjól. Það
sloðar í þessu sambandi ekld
neitt, að hún var i grænum
kjól þegar hún var handtekin
— að öllum likindum þeim
sama, sem hún er í nú. Hátt-
virti dómur, jeg endurtek
spurningu mína. Getur nokkur
efi komist að hjer?“
Hann lineigði sig fyrir dóm-
urunurn og settist.
„Hverju hafið þjer að svara
til þessa?“ spurði dómstjórinn
og sneri sjer að stúlkunni og
verjanda henar, sem var ungur
rnaður og mjög ólíkur sækj-
andanum í sjón.
Stúlkan hafði staðið upp:
„Jeg á engan þátt í þessum
bræðilega glæp“, svaraði hún.
„Jeg fór til Riitzow leikhús-
stjóra til þess að spyrjast fyr-
r um stöðu, og hann gaf mjer
von um að jeg mundi geta feng-
ið hana. Jeg veit fyrir vist, að
jeg var komin niður á götuna
í síðasta lagi klukkan fimm
mínútur fyrir liálf fimm. Jeg
fullvissa yður um....“
„Getið þjer sannað það?“
Dómstjórin horfði hvast á hana.
Áður en hún fjekk ráðrúm
til að svara liafði verjandinn
staðið upp.
„Ungfrú Hein getur ekki
sannað hvar liún var til kl.
6,45. Hún gekk um göturnar og
hún mætti ekki neinum sem
hún þekti og enginn liefir tek-
ið eftir henni en þetta sannar
ekki sekt hennar fremur en
það, sem sækjandinn hefir
drepið á og styður ákæru sína
við“.
„Áður en jeg vik að hinum
ýmsu liðum ákærunnar ætla jeg
að minnast á nokkuð, sem sækj-
andinn drap ekkert á. Jeg liefi
látið stefna liingað sem vitni
ungfrú Ester Pollack, stúlku
sem hinn myrti þekti vel. Lög-
reglan fann sporvagnsmiða inni
á skrifstofu Rútzows leikhús-
stjóra og rannsókn hefir leitt
i ljós, að það er ungfrú Pollack
sem hefir notað þennan farmiða
heiman frá sjer og á skrifstofu
Rútzows. Vagnstjórinn man, að
ungfrú Pollack var í vagnin-
um á þessari leið og þennan
dag. Hann er liárviss um það
— ungfrú Pollack er fríð
stúlka, svo fríð að menn taka
ósjálfrátt eftir lienni, og þessi
sami vagnsljóri hefir oft sjeð
hana á þessari leið áður og
þekkir hana. Hann man enn-
fremur að hann tók sjerstak-
lega eftir fallega rauða kjóln-
um, sem hún var i — hann
er ekki í vafa um, að kjóllinn
var rauður og er reiðubúinn
að vinna eið að því.
Ef það væri í raun og veru
tilfellið, að ákærða segði ósatt
er hún heldur því fram, að
hún hafi ekki verið í rauð-
um heldur í grænum kjól
þennan umrædda dag, þá eru
það að minsta kosti tvær
stúlkur í rauðum kjól, sem hjer
geta komið til greina!“
Nú stóð ákærandinn upp.
„Vitnið Thalmann heyrði Rút-
zow leikhússtjóra greinilega
nefna orðin „ungfrú Hein“ við
stúlkuna í rauða kjólnum“.
Verjandinn ypti öxlum og
hjelt áfram:
„Ungfrú Hein viðurkennir líka
að liafa verið inni hjá Rútzow
forstjóra þennan umrædda dag
síödegis. En hún staðhæfir, að
hún hafi farið rjett á eftir og
neitar því ákveðið, að hún hafi
hlaupið niður stigann. Hefði
ungfrú Pollack ekki getað farið
inn i liúsið án þess að Thalmann
tæki eftir þvi meðan að hann
gekk fram og aftur um götuna
með kunningja sínum — og eftir
að ungfrú Hein var farin? Það
er ekkert því til fyrirstöðu að
það hafi verið tvær ungar stúlk-
ur inni lijá Rútzow, hvor eft-
ir aðra, meðan Thalmann beið
fyrir utan. Og það er eitt sem
gerir máhð flóknara en ella og
það er sporvagnsmiðinn. Það
er ungfrú Pollack — vinkona
Riitzows leikhússtjóra, sem hef-
ir notað hann og liann hefir
verið merktur af vagnstjóran-