Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1934, Qupperneq 2

Fálkinn - 03.02.1934, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ ---------- „Maðame Butterflv". Talmyndaútgáfa í 10 þáttuni eftir einni af heimsins falleg- ustu og þektustu ástarsögum 'eftir John L. Long og David fíelasco. Aðalhlutverkið leikur af ó- viðjafnanlegri snitd: SYLVIA SIDNEY CARY GRANI) CHARLTE RUGGLES. Mynd seni kennir. EfilLS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. adur god, nu betn. Afarsterkur rafall. Mikið sogmagn. Verðið nú Kr. 165. Fæst hjá raftækja- sölum. ryksugan SIEMENS TÆKI ------ NÝJABÍO ------------ Veriualendiiigar. ' Talmynd eftir samnefndu leik- riti gerð af Svensk Filinin- dustri undir stjórn Gustaf* Ed- grpn. Aðalhlutverk: ANNA LISA ERICSSON og GÖSTA KJELLERTZ. Heillandi sænsk þjóðarlýsing nieð töfrablæ hinna ágæstustu sænsku kvikmynda. Sýnd um helgina. SVANA-VITAIIN smjorlíki SIRIUS SÓDAVATN GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ tryggja gæðin. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrimssoa Sími 1090. Reykjavík. Fálkinn er besta heimilisblaðið Samkvæmisskór B I MEIR EN l|f 30 LITDM FrA lArusi Ier eina íslenska smjörlíkið, sem jafngildir sumar- smjöri að A-fjör- efnamagni. Alll með isleitskuin skrpum1 «fi Hljóm- og talmyndir. VERMALENDINGAR. Sænski alþýðuleikurinn „Várm- lándingerne“ er talinn einn vinsæl- asti leikurinn í Sviþjóð, leikur, sem fólk verður áldrei þreytt á að sjá og heyra. Það er jþvi eðlilegt, að Svensk Filmindustri rjeðist í þenn- an leik, eftir að talmyndin kom til sögunnar og legði á sig bæði fyrir- höfn og kostnað tii þess að gera kvikmyndina verðuga eftirmynd frummyndarinnar. Þetta hefir tek- ist, og yfir myndinni er einhver töfrabjarmi sænska sveilalífsns, eins og menn kannast við úr sögum Selmu Lagerlöf og af liinum frægu kvikmyndum Sjöströms og Maurit/ Stiller. En í þessari mynd hljómar jafnframt hið fagra sænska mál — hreimfegursta tunga Norðurlanda. Efni leiksins er ekki frumlegt. Það er gamla sagan um ástir ríka sonarins og fálæku dótturinnar, en ])á sögu Jireytist fólk aldrei á að heyra. Sveinn stórbóndi i Holti vill gifta Eirík son sinn Brittu dóttur Óla ríka, sem hefir lánað Sveini peninga. En Eiríkur, sem stundar nám i Uppsölum ann Önnu, dóttir fátæks bónda i nágrenninu og þegar faðir hans auglýsir trúlofun hans og Brittu i fjölmennri veislu, þá mótinælir Eiríkur og tekur Önnu í faðm sjer. En Sveinn er ekki af haki dottinn. Þegar Eirikur er far- inn aftur til Uppsala fer hann ti! foreldra Önnu og hótar að flæma þau upp af jörðinni, ef Anna skrifi ekki Eiríki uppsagnarbréf og segi honum, að hún hafi trúlofasl vinnu- manni foreldra sinna, sem hafði unnið kauplaust í sjö ár, og þóttist eiga kröfu til hennar. Anna gerir þetta loks, og í vonbrigðum sínum lofar Eiríkur föður sínum að giftast Brittu og biður um lýsingu. En þetta fellur Önnu þyngra en svo að hún fái afhorið það og henni liggiir við sturlun og foreldrar hennar van- meghast af harmi. Einn dag kemur Sveinn bóndi til þeirra til þess að telja þau á að senda Önnu burt áð- ur en Eiríkur komi heim, svo að hún espist ekki við að sjá hann. En meðan Sveinn stendur við nær Anna í sleða hans og hverfur. Sleðaförin eru rakin að vök úti á vatninu og allir telja víst að liún hafi fyrirfarið sjer. Og nú vaknar loks samviska Stóra-Sveins og hann iðrast hrapp- mensku sinnar. En þá kemur fregn- in um að Anna sje enn á lífi og nú er ekkert til fyrirstöðu framar að elskendurnir nái saman. — Leikurinn, sem myndin er gerð eftir, er samin af Svíunum Sölve Cederstrand og Gustaf Edgren og hefir sá síðarnefndi annast leikstjórn myndarinnar. Hljómsveitin er undir forustu Jóns Kámanns. Aðalleikend- ur í myndinni, elskhugarnir, eru Gösta Kjellertz og Anna-Lisa Erics- son, hin forkunnafríða leikkona. Svein stórbónda leikur Mathias Taube, en Hilda Bergström leikur konu hans, og ríka Óla leikur Arthur Cederberg og Linnea Edgren Britu dóttur hans. Georg Blomstedt leikur skrítinn umrenning, en Ivar Hedquist, einn góðkunnasti „kar- akterleikari" Svía, og inörgum kunn- ur úr sænskum kvikmyndum, leik- ur fátæka bóndann. Þetta c r mynd, sem tvímælalaust mun geta sjer vinsældir hjer, svo framarlega sem smekkurinn er ekki orðinn gjörhreytlur síðan sænsku myndirnar af Lagerlöf sögunum þóttu allra mynda bestar. Sem aukamynd verður sýnd glím- an á íslensku vikunni í Stokkhólmi. „MADAME BUTTERFLY". Þetta er kvikmynd, sem segir hina heimsfrægu ástarsögu saklausu jap- önsku stúlkunnar Cho-Cho-San og ameriska sjóliðsforingjans Pinker- ton. Er saga þessi sönn í m örgum atriðum, en Cho-Cho-San, sem sagan lætur fremja sjálfsmorð var þó lil skamms tima á lífi í Japan. Höf- undurinn sem samdi þessa frægu ástarsögu heitir John L. Lang, en David Belasco sanadi leikrit upp úr sögunni og loks gerði ítalska tón- skáldið Puccini hina heimsfrægu óperu sína upp úr sögunni, og það er óperan, sem hefir aflað sögunni heimfrægðar. Cho-Cho-San er af góðum ættuni og forkunnar fögur en missir föður sinn og eignir og ræðst í tehús hjá Garo hjúskaparmiðlara, sem lofar henni góðu gjaforði. Tiginn Japani, Yamadari að nafni er farinn að draga sig eftir henni, en þá kemur ainerikönsk flodadeild i borgina og Cho-Cho-San kynnist Pinkerton liðs- foringja á einu skipinu og Burton vini hans og fella þau hugi saman. Tehúseigandinn reiðist Cho-Cho-San út af þessu, því að hann hefir átt að fá þóknun fyrir að útvega Yama- dory stúlkuna. Pinkerlon giftist henni, þrátt fyrir að hann er trú- lofaður i Ameríku, þvi vinur hans segir honum að japanskt hjóna- band gangi úr gildi, undir eins og maðurinn fari frá konunni. Þau lifa saman í sælu nokkra mán- uði og Pinkerton kallar hána aldrei annað en „Butterfly“ (fiðrildið) eftir að hann hefir komist að þvi, að það er rjett þýðing á hinu jap- anska nafni hennar. En svo líður að því að flotadeildin á að hverfa heim til Bandaríkjanna aftur. Pink- erton kemur sjer eigi til að segja konunni að hann verði að skilja við hana, en hún frjettir það úr annari átt. En svo huggar hún sig við það, að hann muni koma aftur, uin það leyti sem rauðbrystingurinn i garð- inum lijá þeim byggi sjer hreiður á ný. Pinkerton fer og timinn liður. Þrisvar sinnum byggir rauðbrysting- urinn sjer hreiður og enn er Pinker- ton eklci kominn. En Cho-Cho-San bíður og þráir. Hún hefir alið hon- um son missiri eftir að hann fór og nú er drengurinn hálfs þriðja árs. En Pinkerton heldur að japanska konan hafi gleymt honuiii, enda hef- ir hann aldrei tekið hjónabandið alvartega. Hann giftist unnustu sinni í Bandarikjunum og æfintýrið í Japan er orðið honum eins og fjar- lægur draumur. En eftir þrjú ár vill svo til að hann kemur til jap- anska bæjarins í heimsókn. Ameríski konsúllinn á staðnum, segir honum að „Butterfly" biði jafnan eftir hon- um. Samvisku sinnar vegna fer hann til hennar og segir henni upp alla sögu. Hún tekur tíðindunum með Framh. á bls. 15. I

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.