Fálkinn - 03.02.1934, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
móa og saí’naði þjóðsögum Eski-
móa og gerði athuganir á þjóð-
írú og forneskju, með svo góð-
um árangri, að heimildir lians
vörpuðu alveg nýju ljósi .yfir
menningu þjóðarinnar. Hann
Iiafði eftir veruna í Thuli, skor-
að á dönsku stjórnina að stofna
selslöð í Thule, sem væri i senn
aðstoð norðurfara og verslunar-
stöð ])ólar-eskimóanna, en því
var ekki sint og fjekk því Ras-
mussen sjálfur lijeraðið að ljeni
hjá Dönum og rak þar verslun
síðan, seldi veiðimömium vörur
og keypti skinn. Árið 1912 gerði
hann ásamt Freuchen út leið-
angur lil Pearylands norður yfir
jökulinn og til baka aftur. Tókst
sú för ágætlega, þó að útþúnað-
m allur væri eigi fullkomnari
en sá, sem eskimóar hafa á slík-
um ferðum. Var ferð þessi nefnd
1. Thuleleiðangurinn. Annan
Tlndeleiðangurinn fór dr. Ras-
mussen 1916, var liann fjölmenn
ari og meðal þátttakenda voru
dr. Lauge Kocli, sem nú er orð-
inn frægur maður fyrir rann-
sóknir sinar á Grændlandi og
Svíinn dr. W,ulff, sem var hjer
á ferðimn 1911 ásamt Albert
Engström. Þessi ferð var farin
með endilangri norðurströnd
Grænlands og varð mesta glæfra-
för. Þeir fjelagarnir sultu lieilt
sumar og dr. Wull’f dó úr hungri.
Höfðu þeir ætltð sjer að vera 5
mánuði í ferðinni en voru 25.
Og eiginlega var þessi leiðangur
fyrir utan verksvið Rasmussens.
Hann var fyrst og fremst mann-
fræðingur og menningarsögu-
fræðingur, hann vildi kynnast
sem flestum greinum Eskimóa
og stöðum þeim, sem þeir höfðu
áður lifað á, til þess að fá gögn
lii yfirlits um flutning þeirra og
menningu á ýmsum tímum, en
hrein landkönnunarferö eins og
norðurferðin 1916—T8 var hon-
um allsendis óþörf.
ög eftir þetta eru það ekki
landfræðisrannsóknir heldur
verkefnið: þjóðfræði Eskimóa,
sem allur hugur lians lieinist að.
Hann skoðaði fornleifar þeirra,
hann safnar vísum og sögum og
lögum, hann heimsækir liverja
hygð og talar við alla. Hann inn-
lifast eskimóum, þeir elska hann
cins og goð og dáðst að honum,
og enginn maður hefir verið jafn
vinsæll í Grænlandi og liann fyr
eða siðar. En honum er ekki nóg
að lcynnast Eskimóunum í Græn-
landi. Verkefnið var vaxið upp i
heildarrannsókn á Eskimóum
livar scm er í lieiminum og þess-
vegna gerir liann út leiðangur
þann lúnn mikla, sem liann varð
frægastur fyrir: Sleðáferðina
ve‘ iur yfir nyrstu jaðra Canada
alt vcstur til Alaska, ogheimsæk-
ir í þeirri ferð nálega alla núlif-
andi Eskimóaflokka þar. Þessa
ferð fer hann á árunum 1921—
’24 og hún varð til þess að afla
homun heimsfrægðar. Eftir hana
cr dr. Rasmussen jafnan talinn
í fJokki helstu landkönmiða
Dr. Knud Basmussen á banabeði
heimsins. Hefir ítarleg bók í
þremur binduin komið út um
þá ferð, og ennþá er ekki lokið
útgáfu vísindaritsins um ferðina,
sem er afar yfirgripsmikið verk.
Eftir þessa ferð dvaldi dr. Ras-
mussen meira heima en áður og
vann úr dagbókum sínum og
söfnumfráCanadaferðiinnásamt
fjélaga sínum dr. Therkel Math-
iasen, Dvaldi hann þá lögum
úti í sveit í litlu húsi er hanu
:!ii þar, til þess að liafa sem best
næði. En Grænland kallaði. Sein-
ustu ár æfi sinnar var dr. Ras-
nussen i Grænlandi á hverju
sumri og vann aðallega að rann-
sóknum á fornum bústöðum
eskimóabygða, sem nú eru fyr-
ir löngu komnar í eyði. Af þess-
um rannsóknum ætlaði hann að
komast að niðurstöðu um ferðir
Eskimóa og þjóðflutninga, fyrst
og fremst í Grænlandi, ef verða
mætti, að af því mætti fá svar
við hinni vandasömu spurningu
um, livaðan Eskimóar sjeu i
raun og veru komnir, svo og
skyldleika þeirra við mongólska
kynþáttinn. Jafnfram starfaði
hann að kvikmyndatöku, sumar-
ið 1932 með dr. Fanck er hann
var að taka myndina „Grænland
kallar!“ og í sumar að kvilc-
myndinni „Bolos Bryllup“ sem
hann tók fyrir þýskt fjelag.
En cigi er nema hálfsögð saga,
þó sagt sje ferðum dr. Rasmus-
sens. Hann var eigi aðeins vís-
indamaður lieldur einnig skáld
og merkur rithöfundur. Fyrstu
bækur Iians voru „Nye Menne-
sker“, „Under Nordenvindens
vöbe“ og „The People of the
Polar North“ (um Eskimóana i
Thule). Árið 1915 gaf liann út
.Min Rejsedagbog" og „Foran
Dagens Öje“. Frá ferðinni 1916
’18 segir hann í „Grönland
langs Polhavet“ og árangur af
jóðsögusöfnun sinni birtir hann
i „Mytlier og Sagn fra Grönland“
l>á koma hinar miklu bækur
hans frá Ganadaferðinni o. fl.
o. fl. Hann hefir skrifað fjölda
if smásögum og lýsa þær eink-
um lífi og húgsunarhætti Eski-
móa. Nokkrar þeirra hafa birst
í þessu blaði. Einnig hafa komið
nokkrar bækur út eftir hann á
grænlensku, en það mál skrifaði
hann og lalaði til fulnustu. Ivnud
’asmussen segir aðdáanlega vel
frá, sögur hans eru þrungnar af
nnsýni og samúð og málið Ijetl
og leikandi. Og eflaust yerður
jiess langt að bíða, að nokkur
rithöfundur kunni jafngóð skil
á þvi, að lýsa Bskimóum eins og
hann.
Knud Rasmussen kom cins og
áður er sagt til Islands sumarið
sem hann varð stúdent og' má
vera að hann hafi komið lijer
áður, er liann fluttist sem ung-
lingur til Danmerkur. Nokkrum
Isinnum kom hann við hjer á
landi á ferðum sínum, en vorið
1929 dvaldi hann lijer -í Reykja-
vík í fyrirlestrarerindum við há-
skólann, sendur af liáskóla Iíaup-
mannahafnar. Var hann hjer þá
nokkrar vikur. Fyrsti fyrirlest-
urinn var haldinn hjer í Kaup-
þingsalnum, en það kom á dag-
inn, að þau húsakynni reyndust
3Í‘ lítil. Fólkið stóð í lmapp úti á
gangi, því að allir vildu sjá Kuud
Rasmussen, þennan fræga mann,
sem liafði farið fyrir norðan alt
Grænland og norðan alt Canada.
Og fyrirlestrarnir voru fluttir í
Nýja Bíó. En þeir sem í fyrsta
skifti komu til að sjá manninn
komu aftur til að heyra hann.
Því að visu var gaman að sjá dr.
Knud Rasmussen, þennan lág-
vaxna, síkvikandi og iðandi
inann, með hrafnsvarta hárið,
hvassa nefið og snöru augun, en
jiað var þó ennþá meira gaman
að lieyra hann tala.
Um manninn Knud Rasmus-
sen mætti skrifa langt mál, því
að þó að hann væri frægur sem
ferðamaður og sem mesti eski-
móa-þekkjandi heimsins um sína
daga, þá var persónuleiki hans
eigi síðri. Alþýðlegri mann getur
ekki, meiri fjörkálfur var ekki
til, og alúðlegri manni mun leit-
un á. Það var ekki þur og þótta-
legur vísindamaður, drembinn af
heimsfrægðinni, sem liittist und-
ir nafninu dr. Knud Rasmussen.
Það var ungur maður sem
virtist vera 15 árum yngri en
hann var — iðandí af fjöri og
ljómandi af vitsmunum og alúð.
Enginn maður sem hefir upplif-
að að tala við liann gleymir hon-
um. Og allir bera lilýjan lmg til
lians. Mjer er til efs að hann liafi
áttl nokkurn óvin á æfi sinni.
Hann kom sem snöggvast við
hjer í Reykjavík á síðustu för
sinni vestur síðastliðið sumar.
ilafði komið með leiðangurs-
skipi sínu „Nordstjernen“ hing-
að en skifti hjer um skip og hjell
áfram á báti sínum „Kivioq“
vestur til Angmagsalik, jiví að
hann bjóst við að honum yrði
greiðari leið gegnum ísinn en
stærra skipinu. Það var sjáan-
legt, að honum hafði farið aftur
þau fjögur ár er liðin voru síð-
an liann dvaldi hjer, enda hafði
hann átt við veikindi að stríða
á þvi tímahili. En samur var eld-
móðurinn og fjörið eins og fyr.
Hann kom hjer snemma dags.
en sigldi nóttina eftir hraðbyri
til Grænlands.
Danska þjóðin er fálækari eft-
ir fráfall dr. Knud Rásmussen
því að slíkir menn sem liann
fæðast sjaldnar en ei'nu sinni á
öld. Hans verður ávalt minst
sem hins mcrkasta Grænlands-
postula sem uppi hefir verið, þvi
að það er hann, sem áþreifanleg-
ast hefir látið heiminn vita, að
Grænland er lil og að Eskimóar
eru til. Og livað þcir eru.