Fálkinn - 16.06.1934, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: SvavarHjaltested.
AÖalskrifstofa:
Bannastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
AughjsingaverÖ: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Furða og undrun, það er það sem
jeg vil; ekki þekking og viðburð-
ir — ekki það vissa; áhættuna —
ekki ávinninginn.
Öll þráum við það rómantiska
hvort við erum ung eða gömul.
Viðgangurinn (succes) hjer í
heimi er raunalegur. Flestir sem
hlotið hafa viðgang eru „þreyttir
menn“. Þeir eru búnir. Þeir eru út-
brunnir í fortíðinni. Það er aðeins
í þeim dálítið af nútíð en ekkerl
af framtíð.
Eftirtektarverðu mennirnir eru
þessir bjarteygu sein berjast. Þeir
lil'a! Og áhugamálið rnikla hjer í
heimi er að lifa. Þeir eru þrungnir
af framtíð og manni finst þeir gefa
fyrirheit.
Og á hverurn degi gerist eitthvað
óvænt.
Hætta! Gott —■ menn yfirgefa liús
og heimili til þess að leita uppi
hættuna, ráðast á ísauðnir norður-
pólsins og suðurpólsins, frumskóga
Afriku og tinda Himalaya.
Ilættan er eilift, lokkandi æfintýr.
Það heillandi við skipið er, að það
getur sokkið.
Ilið ókunna er heimur sálarinnar,
Hið kunna er leiðinlegt — þur
staður.
Við gríþum dagblaðið til þess að
sjá hvað hefir gerst í gær. Á þeim
skorpna skika sem við erum, hefir
auðvitað ekki gerst neitt. Á hverj-
um morgni spyrjum við: ,Hvað
skeður næst?“
íþrótt tilverunnar er sú að lifa
— bara að maður kunni leikregl-
urnar.
„Alt er undir því komið hvernig
þú byrjar en ekki hvernig þú end-
ar“, segir Robert Louis Stevenson,
„það er ekki vissan eða árangurinn
sem gefur okkur gæfutilfinninguna".
Ef við eigum að deyja, þá lát-
um oss deyja unga. Ekki úr clli
heldur unga.
Verið eins og börn. Varðveitið
barnslundina. Guð orði okkur frá
gamla og ráðsetla heiminum. Vertu
barn og vertu altaf með í leikn-
um. Ef ekki þá ertu glataður fyrir
fult og alt.
Því — án þess að þjer verðið
eins og börn munuð þjer ekki koma
í himnariki.
Nei, gefið mjer það rómantiska.
Jeg hata realisma! Erfikenningin
er auðugri en sagan, því að sagan
segir aðeins það sem gerðist en
erfikenningin hvað hefði átt að
gerast.
Gefðu mjer rómantikina. Góða og
þykka bók, einsog „Greifan af
Monte Christo“, eða einhverja álíka
Jarðskjálftarnir í Eyjafirði.
Utsýni gfir kauptúnið i Dalvík.
Laugardagurinn 2. júní 1934
verður dagur, seni lengi mun
minst á Norðurlandi, einkum
við Eyjafjörð miðjan, á sama
hátl og Sunnlendingar austan
fjalls muna 26. ágúst og 5. sept-
ember 1896. Þó að jarðskjálft-
inn, sem varð fyrir rjettum
hálfum mánuði, sje að vísu lít-
ill i samanburði við' jarðskjálft-
ana 1896, þá er tjónið af honum
þó svo tilfinnanlegt, að margir
eiga um sárt að Itinda eftir, og
sú geigvænlega tilfinning, sem
greip fólkið á Dalvík og í Hrís-
ey þegar kippurinn mikli kom
eins og þrmna úr heiðskíru lofti,
og gerði á svipstundu óbyggi-
leg híbýli nær 50 fjölskyldna,
mun hafa rist svo djúpt, að eigi
firnist yfir hana i bráð.
Jarðskjálftinn gerði ekki boð
á undan sjer með smákippum
eða hræringum. Fvrsti kippur-
Hjer hefir gafl sprungið frá húsinu.
inn sem reið vfir var sá sterk-
asti, sem komið hefir í ölluum
þessum hræringum, enda urðu
áhrif hans svo mikil, að hús-
næði meira en 300 majnna er
ekki talið byggilegt el'tir. Og þó
að víða liafi hrunið og laskast
mannvirki í liinum síðari kipp-
um næstu sólarliringa á cftir, þá
mun J)að hafa verið stóri kipp-
urinn l'yrsti, sem vcikti mót-
stöðuafl húsanna og skenidi þau
þó að þær skemdir kæniu ekki
í ljós þegar í stað.
Þessi fyrsta hræring reið yfir
um miðjan dag, kl. þrjú kortjer
yfir eilt. Dynur og drunur, eins
og sambland brimorgs og
þrumugnýs fvlti loftið, jörðin
ljek á reiðskjálfi og hreyfing
hennar var hvorttveggja i senn,
cins og alda riði undir og að
bylmingsliögg væri látið ríða að
þunnu gólfi undir fótum manns.
Og sú ósjálfráða eðlishvöt, sem
vitlausa og öfgafulla, — góðan stól,
og jeg skal segja: hvað gelur verið
fullkomnara? Getur maður farið vit-
laust að með undursamlegra móti?
I'rank Crane.
jafnvel er til líjá þeim, sem
aldrei liafa heyrt jarðskjálfta
getið, hvað þá reynt hann, rjeði
gerðum fólksins. Allra hugsun
var sú sama: að komast sem
fljótast út — út undir himin-
hvolfið, sem aldrei hrynur, hvað
sem á gengur. — Það má heita
hin mesta mildi, að jarðskjálft-
inn varð að degi til, því að
sennilegt er, að ef hann hefði
orðið að nóttu til, mundi sú
harmsaga hafa fyígt þessum at-
burði sem verri er nokkru fjár-
munatjóni: líftjón og limlest-
ing fjölda fólks. Það er í raun
og veru undravert, þegar mað-
ur íhugar spellvirki þau, sem
reginöflin gerðu á mannaverk-
unum nvrðra fyrir hálfum mán-
uði, að þar skyldi ekkert manns-
Iíf týnast og aðeins ein mann-
eskja slasast, að þvj er frjett er.
Hið eiginlega jarðskjálfta-
svæði, þar sem hræringarnar
náðu bolmagni til að sprengja
sundur og fella mannvirki, var
mjög lítið um sig, í samanburði
við það, sem títt er um hina
meiri jarðskjálfta lijer á landi.
Það nær aðeins um neðanverð-
an Svarfaðardal og Árskóga-
strönd yfir fjörðinn og út eftir
honum og austur yfir hann til
Grenivíkur. Það er þessi spilda,
sem harðast hefir verið leikinn.
En vitanlega varð „útvarp“
jarðskjálftans margfalt umfangs
meira. Tilfinnanlegar hræringar
urðu meðfram öllum Eyjafirði
og langar leiðir austur og vesl-
ur. A Siglufirði kvað jarðskjálft-
inn hafa verið allsnarpur og
mun meiri en t. d. á Akureyri
og luisaskemdir urðu á bæjum
með norðanverðum firðinum að
austan, alt frá Grenivík, en þar
varð allmikið tjón, þó eigi jafn-
aðist það við Ilrisey eða Dalvik.
Snörp hreyfing varð alla leið
vestur að Húnaflóa, án þess að
tjón yrði á þeim slóðum, og
austur á bóginn voru hræringar
svo sterkar, að bær fjell á
Breiðumýri. Utan þessa stærra
svæðis fundust hreyfingar á
Mikið skemt hús. Gaflinn hruninn, hliðin sprungin svo að hún rjett
hangir uppi.