Fálkinn - 16.06.1934, Qupperneq 14
14
F Á L K 1 N N
Wilhelm Tell.
Frh, af bls. 11.
stóð mannfjöldinn í þjettum röð-
um. Ðrengnum, sem var bundinn
\dð trjeð, i'anst eplið vera eins og
blý á höfði sjer. Wilhelm Tell valdi
sjer tvær örvar, annari stakk hann
undir belti sjer en hina lagði hann
á bogastrenginn. Augnablik stóð
hann og hneigði höfuðið og lagði
augun aftur, —; hann var að biðjast
fyrir. Kyrðin var svo mikil, að vel
hefði mátt heyra laufblað falla lil
jarðar. Svo rjetti skyttan úr sjer,
augnaráð hans týsti ákveðnum vilja,
hönd hans var róleg og andlitið
eins og meitlað í stein. Hann
spenti bogann og skaut. Örið þaut
gegn um toftið, klauf eplið í tvo
jafn stóra hluti og stóð föst í trjenu.
Atlur mannfjöldinn ktiðaði af að-<
dáun og Gessler sneri sjer að Tell.
— Þetta var meistaraskot, kæri
lándráðamaður, sagði hann með
grimmúðlegu brosi, — en segðu
mjer: hvers vegna tókstu þjer tvær
örvar?
Tell tók hendinni til örvar-
innar í beltinu. — Ef fyrri örin
hefði orði barninu mínu að bana,
væri þessi nú kominn gegn um
hjartað á þjer, svaraði hann eins
og satt var.
— Jæja, svo að þú hótar að
drepa mig, hrópaði ríkisstjórinn í
ljræði, — gotl og vel, en jeg skal
halda loforð mitt við þig, þú skatt
ekki deyja. Jeg ætla að gefa þjer
lífið, en þú skalt lifa því i dýpstu
myrkrastofunni í höll minni.
Ljet hann svo grípa „landráða-
manninn“ höndum og hermenn-
irnir leiddu hann milli sín gegn um
æsta mannþröngina niður að vatn-
inu, þar sem skip ríkisstjórans lá
fyrir akkerum. Var farið með hann
um borð og siglt af stað. En þegar
lcomið var út á mitt vatnið, skall
á ofsarþk. Austurríkismennirnir
mistu alla stjórn á skipinu og voru
í þann veginn að gefa upp alla von,
þegar einhver þeirra mintist þess,
að fangi þeirra væri talin dugleg-
asti siglingamaðurinn í Sviss. Var
landstjóranum sagt frá þessu.
— Wiihelm Tell kom skipinu
undir eins á rjettan kjöl og tók
stefnu í mótsetta átt. Þrátt fyrir
öldurótið tókst honum að koma
skipinu alveg upp að ströndinni oog
í skjótri svipan tókst honum að
stökka í land upp á klett, en ljel
skipið, með Austurríkismönnunum
sigla sinn sjó. Hann klifraði fimlega
upp klettana og faldi sig í gjótu,
þar sem hann vissi að Gessler hinn
grimmi og menn hans mundu fara
fram hjá, ef þeim tækist að komast
i land. Þarna lá hann í leyni, stað-
ráðinn i því að losa Sviss við harð-
stjóra sinn. Alt í einu heyrði hann
fótatak nálgast. —------
—- Og ef mjer tekst nokkurntíma
framar að komast til Altdorff þá
sver jeg það, að jeg skal strádrepa
alt hyski þessa landráðamanns og
leggja heimili hans í auðn.
— Þú skalt aldrei framar koma
til Altdorf, tautaði Tell, og þegar
Gesler og menn hans — því það var
Gessler sem talað hafði — hjeldu
áfram, skaut Tell ör sinni og særði
Gessler lil bana. Honum skeikaði
ekki heldur í það skiftið.
Wilhelm Tell talaði kjark í þjóð
sina svo að hún gerði uppreisn
og rak Austurríkismenn úr landi
og gerði Sviss að sjálfstæðu riki á
ný. Þjóðin vildi gera hann að kon-
ungi sínum, en hann hristi höfuðið
við því og hjelt aftur heim i kof-
ann sinn uppi í fjöllum, því þar
undi hann betur en við jökulkalda
upphefð konungshallanna.
Tóta frænka.
„Stjernegutterne"
Það er nýstárleg söngvaraheim-
sókn, sem Reykvíkingar fá með
næstu ferð „Lyru“ hingað frá Nor-
egi. Flokkur 52 drengja, 10—12 ára
gamalla, undir forustu hins al-
kunna kórstjóra Johannes Berg-
Hansen í Osló, sem kunnur er um
öll Norðurlönd og víðar fyrir hina
ágætu stjórn sína á besta söngflokki
Norðmanna, „Guldbergs Akadem-
iske Iíor“. Hefir hann æft þennan
drengjasöngflokk sem nefnist „Stjer-
neguttene" undir íslandsförina og
hjelt nýlega söngskemtanir í Osló,
bæði i háskólasalnum og í Calmey-
ersgatens Missionshus, sem er
stærsti samkomusalurinn i Osló.
Þar var „Ó guð vors lands“, fyrst
á söngskránni, þjóðvísur eftir Ey-
vind Alnæs, „Gamle Noreg“ eftir
Monrad Johansen, er margir þekkja
hjer, af söngskemtunum Iíarlakórs
K. F. U. M., „Lördagskvell" — safn
af gömlum norskum dönsum, sem
þólti vera eitt besta viðfangsefni
drengjanna, og „An den schönen
blauen Donau“ eftir Strauss, sem
var lokanúmerið á hljómleikunum.
Þessi sömu lög verða öll sungin
hjer. Einn drengjanna, Björn Frös-
haug, sem er aðeins 12 ára, syngur
þarna einsöng, en annar, Arvid
Fladmoe leikur einleik á fiðlu og
leikur undir í öðrum lögum. —
Auk drengjanna koma fram á
hljómleikunum ýmsir fullorðnir,
sem einnig syngja í flokknum og
sumir einsöng, svo sem Erling Aas
óperusöngvari, en sá sem undir
leikur á slaghörpuna heitir Ebbe
Evensen.
Flokkurinn heldur tvo hljóm-
leika hjer í Reykjavík, aðræ í kirkju
en hina í Gainla Bio. Verða fyrri
hljómleikarnir haldnir 26. þ. m.
Fer flokkurinn aftur með sama
skipi og býr um borð í skipinu
meðan staðið verður við. Þetta er
sumarleyfisferð, sem drengirnir
fara og gera ráð fyrir að fá ferða-
lcostnaðinn borgaðan með ágóðan-
um af hljómleikunum í Osló,
Reykjavík og Færeyjum.
Nafn forustumannsins, Johannes
Berg-Hansens er trygging fyrir því,
að hjer sje góð og listræn skemtun
í boði, því að hann er svo viður-
kendur kórstjóri. Og áheyrendum
hjer er það nýlunda, að hlusta á
góðan drengjasöngflokk.
----x-----
Amerískur bóndi kom um daginn
til hreppstjórans og kvaraði undan
því, að einhver þorpari Ijeki sjer að
þvi að mjólka kýrnar hans á nótt-
inni. Hreppstjórin ákvað að rann-
saka málið og hjelt sjálfur vörð við
fjósið. Skömmu eftir miðnætti kom
karlmaður á náttskyrtunni gang-
andi út í fjós, mjólkaði kýrnar g
gaf síðan svinunum mjólkina. En
hreppstjórinn varð ekki lítið hissa,
er hann sá, að maðurinn var eng-
inn annar en bóndinn sjáll'ur. Aum-
ingja maðurinn gekk í svefni.
----x-----
Fyrir 8 mánuðum strauk ung
slúlka frá foreldrum sínum i París,
og fór með manni til Marseille. Síð-
an beyrði maður ekkert um örlög
stúlkunnar. Alveg nýlega fann kaup-
maður i litlum spænskum bæ.miða,
sem falinn hafði verið innan i saumi
á teppi, er keypt hafði verið í Rio
de Janeiro. A miðanum stóð: Er í
húsi frú Arturez. Caspredo sveik
mig og flutti mig hingað með valdi.
Segið lögreglunni .... og svo nafn
slúlkunnar og bústaður. Það kom í
ljós við rannsökn lögreglunnar, að
slúlkan hafði verið seld og var nú i
skækjuhúsi. Það hefir enn ekki
náðst í þorparann, sem kom henni
þangað.
GEORGE BRETAPRINS.. verið á ferðalagi um nýlendur Breta sjest prinsinn vera að gefa einum
HJÁ ZÚLU-BÚUM. og lýðlönd í Afríku. Meðal annars höfðingjanum gullbúinn göngustaf,
Georg Bretaprins, næstelsti sonur liefir hann heimsótt Zúlu-negrana og en til hægri eru Zúlu-blómarósir að
Georgs konungs hefir undanfarið eru myndirnar þaðan. Til vinstri dansa fyrir prinsinn.
FRÁ TIVOLI.
Tivoli, hinn frægi skemtistaður
Hafnarbúa opnar að jafnaði snenuna
í mai, og jafnan hafa þá einhverjar
nýungar verið gerðar á skemtigörð-
unum til þess að draga fólk að.
Myndin hjer að ofan er úr Tivolí-
görðunum, fró vatninu. Þar hefir i
ár verið reist eftirmynd af dönsku
fiskiveri. En bak við sjest ráðhúsið
í Kaupmannáhöfn.
-x-