Fálkinn - 22.09.1934, Síða 14
14
F Á L K I N N
DÝRALÍF Á 750 METRA DÝPI.
Ameríkumennirnir dr. William
Beebe og Otis Barton gerðu sjer ný-
lega ferð til Bermudseyja og á 750
metra dýpi fóru þeir niður á hafs-
botn í kafaraklukku, sem vóg ná-
lægt Ivær smálestir. Hefir aldrei
verið farið dýpra undir yfirborð
sjávar. Kafaraklukkan var úr stáli
en með gluggum svo að hægt var að
taka myndir þaðan af dýralífi og
jurtagróðri á sjávarbotni. Tók Bar-
ton myndirnar, þ. á. m. kvikmynd-
ir, en Beebe hafði símasamband við
hjálparskipið á mðan.
Rafljós var i klukkunni og dró
það að sjer djúphafsfiskana. Segist
Beebe m. a. hafa sjeð þar sjálflýs-
andi fisk, sem líktist stjörnu. í 300
metra dýpi varð sjórinn afar kaldur
og skömmu síðar varð hann bleik-
ur á Iitinn. En á 700 metra dýpi
hafði sjórinn fengið á sig fagran
himinbláan lit með einkar fallegum
bjarma.
— í hvert skifti sem jeg hefi far-
ið niður i hafsdjúpin hefi jeg sann-
færst um, að það stoðar ekkert að
reyna að veiða djúphafsfiska i vörp-
ur. Fjöldinn allur af djúphafsdýr-
um syndir afar hart og forðar sjer
undan veiðitækjunum, segir dr.
Beebe. — Einn merkilegasti fiskur-
inn sem við sáum var á 740 metra
dýpi og eins og karfi á litinn. Við
sáum stórar torfum af sjálflýsandi
sverðfiskum og þúsundir af falleg-
um kolkröbbum. Ekki er dr. Beebe
í vafa um, að hægt sje að komast
miklu dýpra en þetta i kafaraklukk-
Enginn ætti að vera hirðulaus um svitann
sem jafnan fylgir öllu starfi.
EGAR þjer starfið innanhús allan dag-
inn er hætta á því, að þjer fáið óþæg-
indi í hörundið, af svitasýrum. Svo fram-
arlega sem þjer hreinsið ekki þessar lykt-
andi og skaðlegu sýrur fullkomlega úr
hörundinu, eigið þjer á hættu, að það
missi hið blómlega útlit sitt og að svita-
lyktin fari að verða fylgifiskur yðar öðr-
lum til ama.
Eigið ekkert á hættu: Það er til auðveld
og áhrifarík leið til þess að koma í veg
fyrir svitalyktina í eitt skifti fyrir öll.
Þegar þjer komið heim á kvöldin skuluð
þjer fá yður bað og nota hina nýju
LIFEBUOY HANDSÁPU. Hið heilnæma
löður hennar hreinsar frá rótum. Þegar
sápan freyðir á hörundi yðar, verður það
notalegt og hreint, losnar við skaðleg og
lyktandi óhreinindi og fyllir yður vellíð-
an. Og sápan verndar yður — heldur hör-
undinu hraustu og heilbrigðu! Fáið yð-
ur eitt stykki í dag!
LIFEBUOY
HANDSÁPAN
eyðir svitalyktinni.
LEVER BROTHERS T iMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLA>Tr-
um.
----x----
ALLSBER Á GÖTUNNI
Stúlka ein lenti í sumar í ónota-
legum vandræðum á götunni í Hol-
bæk í Danmörku. Er Holbæk bað-
staður við Eyrarsund og hafði
stúlkan farið í sjó eins og lög
gera ráð fyrir og að því loknu far-
ið úr sundbolnum og fleygt yfir
sig baðkápu, eins og siður er til
og labbað upp á aðalgötuna, sem
var troðfull af fólki. En þá vildi
svo til að bíll fór framhjá og svo
nærri, að hann reif af henni bað-
sloppinn. Þarna stóð stúlkugarmur-
inn eftir allsnakin á götunni, þang-
að til loksins að brjóstgóðan mann
bar að, sem lánaði henni kápuna
sína svo að hún komst heim til
sín.
------—-»♦ »i ----
Professorarnir við læknadeild há-
skólans í Valencia fóru nýlega í
fangelsi borgarinnar í þeim erind-
um að prófa einn af föngunum.
Hann heitir Eligio Hiras Caros og
hefur verið fangi siðan 1922, er
hann var dæmdur í æfilangt fang-
elsi fyrir morð. En maðurinn fjekk
leyfi til að halda áfram í fangelsinu
læknisfræðinámi, sem hann hafði
verið byrjaður á áður en ógæfan
henti hann. Prófessorarnir fóru inn
i klefann til hans og tóku til starfa,
en tveir varðmenn voru yfir þeim
á meðan. Þrátt fyrir það, að pró-
fessorarnir lögðu hinar erfiðustu
spurningar og verkefni fyrir fang-
ann stóðst hann prófið með bestu
einkunn. Hann verður nú gerður
hjúkrunarmaður við sjúkradeild
fangelsisins og vonar að geta fengið
að verða fangelsislæknir með tíman-
um.
----x-----
Hann Jovan Petrowich í Zagreb
gerir líklega lítið af því, að kyssa
framandi konur framvegis. Það bar
við nýlega, að Jovan fór á kaffi-
hús. Beint á móti honum sátu
maður og kona, alveg óvenju
falleg, að honum fanst. Jovan hefir
líklega eitthvað duflað við hana,
því skyndilega kemur ókunni mað-
urinn að borði hans og sest þar.
Og svo biður hann Jovan um að
gera sjer þann greiða að setjasi
hjá stúlkunni, því hann hafi sjeð
tengdaföður sinn ganga framhjá
og væri hrædur um að hann máske
kæmi inn í salinn. Jovan ljet ekki
segja sjer þetta tvisvar og settist
hjá stúlkunni. Það fór vel á með
þeim og stúlkan stakk upp á þvi
að þau gengu út — og út i skemti-
garð þar í nánd. Þangað komin
veit ekki Jovan fyr en stúlkan
fellur um háls honum og kyssir
hann ákaft og það þarf engan
að undra, að Jovan kysti á móti.
Litlu siðar kom kvongaði maðuri
inn til þeirra og þeir skildu sátt
og samlynd. En þegar Jovan fór
að gá að, var úrið hans, veski og
allir lausir peningar horfið — svo
eitthvað hefir nú gengið á í kossa-
hríðinni.
-----x----- i