Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 6
G
F Á L K I N N
Mandaríninn.
Gustaf Holmberg var heiðurs-
maður ■— enginn efaðist um
það. Þegar það bar við, að
hann við einstaka tækifæri fór
að renna huganum yfir liðna
æfi, gat hann aldrei fundið
neitt, sem hann þurfti að blygð-
ast sín fyrir eða sem gat rask-
að sálarfriði hans. Það var
um hann sem maður segir, að
„hann mátti ekki vamm sitt
vita“. Hann var heiðursmaður
og hann bar það líka með sjer,
livar sem á var litið.
Einu sinni lenti þeim saman
í rökræðu Holmberg og unga
Carlsen, syni verslunarfjelaga
hans í mörg lierrans ár. Báðir
eigendur firmans mátu unga
Carlsen mikils, hann var á-
hugasamur og fullur af alls-
konar hugmyndum, hafði heitt
hjarta og kaldan heila. Þeir
spurðu hann oft ráða og fóru
að ráðum hans.
Það hafði hlaupið hiti í sam-
ræðuna og ungi maðurinn hafði
elt olíu á eldinn með því að
gera neyðarlega athugasemd
við Holmberg þegar hann sagði:
„Já, en við erum heiðarlegir
menn, Carlsen —!“ Þá liafði
Carlsen sagt: „Hver hefir eig-
inlega sagt okkur það?“
Þessi spurning eða athuga-
semd hafði afdrifaríkar afleið-
ingar. Carlsen eldri spratt upp
úr mjúka hægindastólnum og
leit aðvörunaraugum til sonar
síns. Frú Holmberg brá svo
mikið við að hún misti sauma-
dótið sitt og Holmberg fölnaði
beinlínis við tilhugsunina um,
að nokkur maður gæti efast um
ráðvendni hans. Þau hófu and-
mæli öll i einu hljóði. En Erik
Carlsen var ekki maður sem
ljet sjer segjast umyrðalaust.
Þegar mesta hrynan var riðin
af sagði han ofur rólega: „Já
-— vitanlega erum við lieiðarleg-
ir! Það er víst og satt! Við er-
um það í dag og við vorum það
í gær! — En verðum við það
á morgun? Á hverju byggist
eiginlega heiðarleikinn ? Ann-
aðhvort er það hagsmunamál
fyrir okkur að vera það, eða
við höfum aldrei haft tækifæri
til að vera annað“.
„Nei, bíddu nú hægur, kunn-
ingi“, greip Holmberg fram í.
„Spurðu hann föður þinn, hvort
við höfum ekki — í þessi tutt-
ugu og sex ár sem við höfum
unnið saman — oft liaft tæki-
færi til að fá þessa svokölluðu
hvalreka, sem eru á landamær-
um þess heiðalega og óheiðar-
lega, og hvort við höfum nokk-
urntíma notað okkur þesskonar
tækifæri?“
Gamli Carlsen kinkaði kolli.
„Þetta getur verið“, sagði
Erik Carlsen, „en það er ekki
þannig sem jeg á við. Þið skul-
uð líka muna, að þið hafið ver-
ið tveir um að standast freist-
inguna — tvær heiðarlegar sam-
viskur, sem hafið gagnkvæmt
stutt hvor annan og — haft gát
hvor á öðrum. Enginn maður
getur talist fullkomlega heið-
arlegur nema hann hafi haft
tækifæri til að — drepa mand-
arininn!“
Drepa mandaríninn ? Holm-
berg gamli botnaði ekkert í
þessu. Erik Carlsen útskýrði
svo fyrir þeim fræga staðhæf-
ingu eftir Jean Jacques Rouss-
eau, sem er á þessa leið: „Til
þess að ná arfi eftir ríkan
mann, sem á heima einhvers-
staðar lengst inn í Kína, þarftu
ekki annað en að þrýsta á
hnapp og þá deyr maðurinn,
án þess að nokkur maður geti
grunað þig. IJver okkar mundi
ekki þrýsta á hnappinn, ef að
neyð og fátækt stæði fyrir dyr-
um ?“
„Nei, það mundum við aldrei
gera“, svöruðu báðir kaupsýslu-
mennirnir -— en raddir þeirra
voru ekki eiiis öruggar og áður.
„Gott og vel“, sagði ungi
Carlsen, „þá eruð þið áreiðan-
lega fullkomlega heiðarlegir
menn. En jeg vildi bara óska,
að það ætti aldrei fyrir okkur
að koma, að ganga undir þetta
próf“.
Nokkrum mánuðum seinna
fjekk Gustaf Holmherg sím-
Saga eftir Chr. Lorentz.
skeyti frá einum viðskiftabanka
sínum og þegar hann hafði les-
ið skeytið fór hann að skjálfa
eins og espilauf. Hann náði i
vagn og ók þegar í stað á harða
spretti til Erik Carlsen.
„Heyrðu, Erik, nú verðurðu
að gefa mjer gott ráð“, byrjaði
hann. „Það er viðvíkjandi góð-
um kunningja mínum. Hann
hefir lagt mestan hluta eigna
sinna í fyrirtæki, sem hann
hjelt að væri gróðavænlegt. En
nú sjer hann, að það er öðru
nær og að þessi hlutabrjef hans
verða ef til vill gersamlega
verðlaus. Það er enginn sem
veit um þetta ennþá, og hann
getur enn selt hlutabrjefin sjer
að skaðlausu. Hvað á hann að
gera?“
„Segðu mjer heldur allan
sannleikann undir eins“, sagði
Erik Carlsen rólega. Og Ilolm-
berg sem var í æstu skapi sagði
honum upp alla söguna. Ef
hann hjeldi hlutabrjefunum
mundi hann missa tvo þriðju
liluta allra eigna sinna. En ef
hann seldi þau undir eins, þá
gæti hann bjargað öllu. Erik
Carlsen kendi mjög í brjósti um
gamla manninn, en rödd hans
var eigi að síður föst og ákveð-
in þegar hann svaraði: „Holm-
berg, þjer megið ekki selja!“
„Og hversvegna eklíi?“
„Því að þá breyttuð þjer ekki
eins og heiðarlegur maður ....
Munið þjer — þá fjeflettið þjer
kaupandann“.
-,,Já, en jeg sel ekki neinum á-
kveðnum manni. Þeir sem lenda
á hlutabrjefunum mínum eru
einhverjir bráðókunnugir menn“
svaraði Holmberg.
„Mandaríninn á að deyja -—
-----munið þjer hvað við vor-
um að tala saman um einu
sinni?“
„,Hjer er ekki um neinn mand-
arín að tala heldur um sjálfan
mig. Jeg ætti þá að hafa þræl-
að hvern einasta dag í þrjátíu
ár, til þess að sjá alt lífsstarf
mitt verða að reyk og ösku i
einu vetfangi. Og það ert þú,
sonur vinar míns, sem gefur
mjer slík ráð“.
„Það er vitanlega mikil ó-
gæfa að tapa stórfje. En að fje-
fletta þjer ókunnugan mann að
yfirlögðu ráði, það er meira en
ógæfa, — það er smán“.
„Þú lætur þjer með öðrum
orðum annara um einlivern ó-
kunnugan mann en um mig.
Þetta er ef til vill einhver slung-
inn prettahundur og spákaup-
maður, sem lifir eingöngu á þv'i
að fjefletla aðra. Annars er það
að kaupa og selja hlutabrjéf
nokkuð sem allir geta gert, jafri-
vel allra heiðarlegustu menn,
Hvaða lifandi maður mundi
eiginlega láta sjer detta í hug
að luigsa sig um, í þeim spor-
urn sem jeg er i núna?“
„Jæja, en þú hugsar þig þó
um“.
„Já góði minn, þú veist vel
að jeg er elcki óheiðarlegur
maður. IJugsaðu þjer hara hve
mikið gott jeg gæti látið af níjér
leiða með öllum þessum pen-
ingum. Fátæklingarnir hafa al-
drei farið tómhentir frá mjer
— og ef jeg lofaði nú að nota
vextina af þessiun peningum i
góðgerða — -—“
Hann stansaði í miðri setn-
ingunni, vissi ekki sjálfur livað
hann var að segja. Erik Carlsen
kendi í hrjósti um hann. Hann
tók hendurnar á honum, horfði
blíðlega inn í augun á honum
og sagði:
Vertu hugrakkur, Holmberg!
Gleymdu ekki að þú hefir altaf
verið lieiðursmaður“.
Holmberg fann að hann vav
farinn að hata í Iijarta sínT:
þennan heiðarleika, sem hann
hafði altaf verið að hrósa sjer
ar, en nú var að steypa honum
i ógæfu.
„Jeg er alveg eins heiðarlegur
og þú“, sagði hann. „Og þú
þarft ekki að brýna fyrir mjer
hvað jeg eigi að gera og ekki
að gera“.
Hann kendi einhverskonar
einkennilegrar hlygðunar þegár
hann gekk út aftur frá Erik
Carlsen. Á leiðinni á simstöðina
þorði hann varla að líta fram
an í nolcurn mann sem hann
mætti. Hann gerði ítrekaðar til-
raunir til að fara inn en hvarf
jafnan frá dyrunum aftur.