Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 10
10
F Á L K 1 N N
Nr. 331. Adamson dustar gólfteppið.
S k r í
— Bravó. Við setjam nýtt kaf-
aramet. Jeg hefi gefið út 130
faðma.
List og raunvera.
r
— Og jeg sem er nýkominn heim
af fundi þar sem við höfum gert
samþyktir um almenna afvopnun.
t I u r.
— Þalcka yður fyrir öli fataefna-
sýnishornin. En fyrst um sinn þarf
jeg ekki að fá mjer ný föt.
— Þú manst vist eftir öllum bók-
unum, sem jeg hefi lánað þjer und-
anfarin ár?
— Já, meira en það.
— Mjer fanst rjettara, að þú
fengir bókaskápinn líka.
Fangavörðurinn: — Hvað á mað-
ur að gera. Jeg hefi haldið yður
heilli viku of lengi í lugthúsinu.
— Það er ekki annar vandinn
en að draga hana frá næst.
Lund og Lind höfSu veriS virkta-
vinir árum saman og aldrei komist
hnífur á milli þeirra. Og til marks
um það hve vinátta þeirra var rót-
gróin, þá voru þeir jafngóðir vinir
eftir sem áður, eftir að þeir höfðu
trúlofast sömu stúlkunni báðir. Til
þess að fyrirbyggja, að ósætt gæti
orðið út úr stúlkunni, gerðu þeir
ineð sjer samning um, að ef unn-
ustan yrði barnshafandi, skyldu þeir
greiða kostnaðinn að jöfnu.
Rúmu missiri eftir þennan samn-
ing varð Lind að fara í söluferð til
útlanda, þvi hann var vörubjóður.
Lund lofaði að halda verndarhendi
yfir unnustunni á meðan. Lind var
tvo mánuði að heiman. Þegar hann
var á heimleiðinni símaði hann til
Lund, sem kom og tók á móti hon-
um á járnbrautarstöðinni. Lund var
með svartan borða um handlegginn
og mjög alvarlegur.
— Er hann faðir þinn dáinn?
spurði Lind.
— Nei, svaraði Lund alvarlegur.
— En hún móðir þín. Lund hristi
höfuðið.
Nú fór Lind að gruna það versta,
en hann þorði ekki að spyrja að
þvi sem honum datt í hug en sagði:
— Þá er það eitthvert systkina
þinna.
— Ekki heldur, svaraði Lund.
Þá náfölnaði Lind. Hann varð að
styðja sig við Lund og sagði með
grátstafina i hálsinum:
— Er — er hún Ella — Ella okk-
ar dau—hauð?
— Nei, hvíslaði Lund. — En hún
hefir eignast tvo drengi og minn
fæddist andvana.
Strákar voru að leika sjer að þvi
að búa til mannamyndir úr forar-
leðju. Danskur maður gengur frain
hjá og spyr hvað þeir sjeu að gera.
— Við erum að búa til íslending.
segja þeir.
— Viljið þið ekki búa til Dana?
spyr maðurinn.
— Við getum það ekki, segja
strákarnir. Við höfum ekki nóga
drullu í hann.
Prófessorinn — Hvað meinar
maður með hugtakinu „bundinn
hiti ?“
Stúdentinn (hugsar sig um): —
Jú, veðsettur vetrarfrakki.
Frúin (við nýju vinnukonuna):
— Þúuðu siðustu húsbændurnir yð-
ur?
Vinnukonar (fer hjá sjer): —
Bara húsbóndinn.
Liðþjálfinn (við herdeildina): —
Lítið þið á piltar. Þegar þið gang-
ið hergöngu skuluð þið ekki vera
hræddir við að stíga hart niður.
Smellið þið löppunum í jörðina, svo
að það lcomi jarðskjálfti hjá and-
fætlingunum!
Læknirinn og presturinn eru sam-
l'erða um bygð þar sem farsótt geng-
ur. Þá segir presturinn: -— Hvernig
stendur á því, að þið læknarnir
bannið öðrum að koma á sýkt heim-
ili, en farið þangað sjálfir?
— Það er eins með okkur lækn-
ana og ykkur prestana: Við gerum
það, sem við segjum að aðrir megi
ekki gera.
Greifafrúin: — Jeg ætla að kalla
yður Mínu, þvi að síðasta þernan
mín var kölluð því nafni.
Vinnukonan: — Þá ætla jeg að
kalla yður Rúnu Brands, því að
síðasta húsmóðir mín hjet það.
— Frændi, geturðu sagt mjer
hvaða fugl það er, sem hefir tvö
augu en getur ekki sjeð, tvo fætur,
sem hann getur ekki gengið á, tvo
vængi sem hann getur eklci notað
— en samt getur hann flogið eins
hátt og Eiffelturninn.
— Nei, mjer finst þetta óskiljan-
leg gáta.
— Það er dauður hrafn.
— Ekki getur dauður hrafn flogið.
— Það getur Eifelturninn ekki
heldur.
— María, flýtið þjer yður að þvo
hann Trygg úr volgu vatni og sápu
— hann glefsaði i sótarann.
— Jeg hefi sagt yður það i eitt
skifti fyrir öll, Gudda, að jeg vil
ekki hafa þessar heimsóknir lög-
regluþjónsins.
— Hjálpi mjer! Hefir hann nú
heimsótt yður líka?
Prestur og læknir sem báðir hjetu
sama nafninu áttu heima sinn á
hvorri hæð i sama húsinu. Svo dó
presturinn einn góðan veðurdag en
um lílct leyti fór læknirinn í skemti-
ferð til suðurlanda. Þegar hann var
kominn þangað sendi hann konu
sinni svohljóðandi skeyti, en af
misgáningi var það afhent prests-
ekkjunni. Skeytið hljóðaði svo:
„Ferðin gekk sæmilega. Kvelst af
*