Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 1

Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 1
LAXFOSS I NORÐURA Árnar í Borgarfirði eru sælustaður allra laxveiðimanna. Þangað hafa.sömu ensku laxveiðamennirnir sútt ár eftir ár og jafn- vel áratug eftir áratug, eins og Bell gamli, sem mun vera þrásæknasti laxveiðamaðurinn, sem dvalið hefir hjer á landi. En á síðustu árum eru Reykvíkingar orðnir sæknari í laxinn í Borgarfirði en áður var, þar sem að verður komist fyrir enskum veiði- leyfum. Grímsá, Þverá, Norðurá og Langá munu vera frægustu laxárnar í Borgarfirði, en Laxá heitir þar engin, vegna þess að það er engin skilgreining á borgfirskri á, að kalla lmna Laxá — Þær eru það allar. Iiinsvegar eru tveir Laxfossar til i Borgar- firði, bæði i Grímsá og Norðurá. Sjest sá síðarnefndi hjer á myndinni og er nokkru fyrir neðan Hreðavatn. en skamt ofar í sömu ánni er Glanni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.