Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.05.1935, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Njósnarar Skáldsaga eftir William le Queux. og aftur fjell gríman-yfir magra, þunna and- litið, þetta afmyndaða andlit, og þegar hann talaði aftur, voru orðin formleg og nákvæm, eins og vanalega. — Þessar kenningar mínar falla senni- lega ekki í smekk yðar, kæra Signorina, en þjer hafið sagt mjer, að faðir yðar hafi haft líkar skoðanir. Mjer skilst hann sje með- limur í hinu mikla Bræðralagi, sem ein- hverntíma mun stjórna lieiminum. Claudia hristi hægt höfuðið. — Gamli pabbi minn talar ekki eins vel og þjer, en hann getur talað tímunum saman. Hinsveg- ar myndi hann aldrei starfa að þessu, jafn- vel þótt tækifæri gæfist. Kryplingurinn setti upp vonbrigða svip. — Eins og allir hinir veikari, mun hann liafa gott af framkvæmdum hinna sterkari bræðra sagði hann dapurlega. —- Jæja, verið þjer 'sælar, Signorina, jeg hitti yður sjálfsagt oft áður en þjer farið. Og jeg sje yður líka i París. Jeg fer hjeðan hjerumbil samtímis yður. Þar er áríðandi verk í framkvæmd og hinn mikli Salmon hefir skipað mjer að sjá um það. Addio! Hann ’var farinn — þessi einkennilegi maður, sem fjekst við njósnir og var um leið byltingamaður og hugsjónamaður. Hann myndi altaf dreyma um þann dag, þegar hin- ir þrælbundnu myndu slíta fjötra sína og rjetta út nýleystar hendur sínar til að steypa keisurum og harðstjórum af stóli og tilkynna háum rómi endurfæðingu mannsins, samn- ing lieimsfriðarins og Bræðralag þjóðanna með eitt markmið og eina hugsjón. Claudia stundi þegar hann var farinn. Hug- sjónin var stór og fögur. En hún kæmi ekki til framkvæmda, hvorki á hennar tíð nje barnabarna hennar. Og samt — hvað aum- ingja gamli Gobbo gat verið elskulegur, þrátt fyrir sjervisku sína og draumóra. Þegar tími var til kominn, fór hún að búa sig til ferðarinnar. Salmon var hygginn að láta hana ekki vera svo lengi í Róm, að fólk yrði leitt á henni. Hann ætlaði að láta liana koma aftur þangað, sem hún hafði gengið mest í augu fólks, með nýja sigurvinninga. Hún játaði með sjálfri sjer, að hann væri o- viðjafnanlegur í sinu starfi — að hann gæti hlúð að upprennandi listafólki með sjerstakri umhyggju. En hversvegna hafði hún strax tekið á- horfendurna fangna? Þá spurningu lagði hún oft fyrir sjálfa sig. Hún var viss um, að Sal- mon ætti mikinn þátt í því með klóklegri auglýsingastarfsemi og þrálátum meðmæl- um með því sem hann vildi koma á mark- aðinn. En eitthvað fleira hlaut að liggja á bak við þetta. Rödd hennar var lítil og gáfa hennar held- ur ekki mikil. Hún var nógu óvilhöll til að að játa það með sjálfri sjer, og naistum skammaðist sín er hún hugsaði til þess, hve litið hún hafði til brunns að bera. Það var ekki rödd hennar og listgáfa, sem hafði gert alla unga menn í Róm vitlausa eftir henni — það var fegurð hennar. Eegurðin og æskublóminn og framkoma hennar á leiksviðinu — þetta var það, sem gekk í augu fólks. Þessara heimsku áhorf- enda, sem var sannarlega vorkunn, er þeir keptust við að klappa fyrir bágborinni lista- konu, bara ef hún var snoppufríð. Helst hefði hún óskað sjer bæði fegurðar og hæfileika eins og Yvette Guilbert og ör- fáar aðrar höfðu. En það var nú vonlaust, svo hún varð að gera sig ánægða með það, sem var. Hún brosti viðkvæmnislega er hún minnt- ist hins eina mikla viðburðar í lífi sínu. Það voru töfrár henriar og fegurð en ekki list hennar, sem hafði fært henni ástina — hreina og stöðuglynda ást Carlo. Hún skildi við unnusta sinn með sundur- leitum tilfinningum. Annarsvegar var það, að lífið i París hlaut að verða einmanalegt án hans, en lijnsvegar þurfti hún nú ekki lengur að gæta að hverju orði og hreyfingu af hræðslu við, að hann færi að spyrja hana spjörunum úr. Inst i hjarta sínu hafði hún óskað að úti- loka sig frá honum meðan þetta ár væri að líða, þangað til hún væri laus við þennan svívirðilega samning og gæti litið hann eins hreinskilnu augnai'áði og lians eigið augna- ráð var. — Guð má vita, livenær við getum sjest aftur, sagði liann dapurlega er þau kvöddust. — Það hefir verið talað um að senda mig til París í sjerstökum erindum, og þá muridum við sjást tiltölulega oft. En þetta er alt í ó- vissu enn, og auðvitað er það of gott.til að vera satt. Svo heyri jeg líka utan að mjer, að jeg kunni að verða sendur í utanríkis- ráðuneytið í London og fái sæmilega stöðu þar. — Það væri betra — finst þjer ekki, Carlo? sagði Claudia blíðlega. Einhvernveginn bjóst hún við að verða rólegri í Paris ef hann væri þar ekki. — Miklu betra af þessu tvennu, elskan mín. Og ef við svo giftum okkur þar, svo lítið bæri á, myndi ráðuneytið ekkert skifta sjer af því. Jeg skal að minsta kosti vinjia eins og hestur. Já, að Carlo kæmi til London það var það, sem hún óskaði öllu framar. Þar var .hann öruggari og laus við öll álirif frá Salmon og óaldarflokki hans. Að minsta kosti vonaði hún það. Síðan fór hún frá Róm og segir ekki af ferðum hennar fyrr en komið var til París. Hún ók til ibúðarinnar, sem henni hefði ver- ið sagt að myndi vera þar tilbúin handa henni. Miðaldra kvenmaður, sem leit vel úl og var með snjóhvíta húfu á höfði, opnaði dyrnar og hneigði sig. — Velkomin til París, mademoiselle. Alt er tilbúið handa yður. og maður -sem vill tala við yður biður í stofunni. Claudia var næstum hnigin niður af hræðslu. Hún hafði fengið margar heimsQkn- ir uppá siðkastið og allar höfðu þær á eiri- hvern hátt verið henni til ama. Skjálfandi og með hjartslátt og máttlaus í hnjánum fór hún inn í fallega salinn til að hitta gest sinn. Hún greip andann á lofti, er hún sá hann — stóra, digra manninn með skallann, snyrti- lega yfirskeggið, og dálítið grett andlit, sem dró nokkuð úr hinni vingjarnlegu fram- koinu, — Salmon sjálfan. — Jeg er liissa á að hitta yður hjer, stam- aði hún, og vissi ekki hvað liún átti að segja. — Þjer hafið svo mikið að gera. Hvernig fenguð þjer tíma til að fara lringað? Hann leit á liana með grimdarsvip. — Þetta er stærsta starfið í lífi mínu, sagði liann stuttaralega. Hún tók eftir því, að röddin var ekkert vingjarnleg lengur. — Öll önnur störf mín mega fara fjandans til fyrir mjer. Jeg kom liingað til þess að hafa tal af yður. Hún sá strax, að liann var í hættulegu skapi, en skarpleiki konunnar kom lienni til hjálpar. Nú varð hún að afvopna hann. Hún gekk til hans með iðrunarsvip. — Ó, lir. Salmon, þjer eruð reiður við mig, hef jeg fengið að vita hjá signor Matt- elli. En jeg gerði það, sem jeg gat. Jeg gat ekki að því gert, að leikið var á mig. Hann leit fast á hana. — Eruð þjer þá viss um, að leikið hafi verið á yður? Svo hann hafði hana þá grunaða. Það hafði hún líka getað skilið á Gobbo. Hún rjetti úr sjer með þeim virðuleikasvip sem hún gat. — Þjer eruð orðinn breyttur síðan jeg sá yður síðast, hr. Salmon, og komið öðruvísi fram en þá. Þá komuð þjer fram eins og prúðménni, en nú ........ Hún gerði áhrifamikla þögn, og brosti síðan til hans, eins ómótstæðilega og liún gat. Hún hafði heyrt, að hariii væri veikur gegn slíku. Og nú ætlaði hún að reyna hverju fríðleiki hennar fengi áorkað. IJann sefaðist dálítið við bros hemiar: Ef jeg bara gæti verið viss um einlægni yð- ar, tautaði hann. — Getið þjer efast um liana? spurði hún með sinni innilegustu rödd. —- Þjer björg- uðuð mjer frá tortímingu, og gerðuð mjer mögulegt að giftast manninum sem jeg elska, síðar meir. Finst yður trúlegt, að jeg gleymi því, sem þjer hafið gert fyrir mig? Einlæglega sagt, hefði jeg heldur kosið að launa yður á annan hátt. En engu að síður mun jeg standa við skuldbindingar mínar. Tortryggnu augun mýktust ofurlitið, og maðurinn í Salmon beygði sig i bili, fvrir kænsku konunnar. — Við skulum tala um þetta á vinsamleg- an hátt, sagði hann og röddin mýktist tals- vert. Þjer sýnduð af yður hræðilegan klaufa skap síðast. Mein Gott, það var nærri því búið að koma okkur í bölvun. Þjer hljótið að hafa haldið illa á hæfileikimi yðar. Þau höfðu nú setst niður og sneru hvort á móti öðru, sitt í hvorum stólnum. Claudia hallaði sjer fram og var iðrandi á svipinn, og spenti greipar. — Það var ekki mjer að kenna. Jeg bað Signor Mattelli að skýra málið fyrir yðul'. Carlo var klókari en nokkur okkar lijelt. — O, sei sei, hann er ekki klókur. Bara venjulegur stirðbusa Englendingur, sagði Salmon með ósvikinni þýskri fyrirlitningu á seingáfuðum Englendingum. — Ef þjer hefðuð haldið svolítið betur á spilunum, hefði enginn vandi verið að vefja honum um fingur yðar. Claudiu langaði mest til að drepa hann þar sem hann sat í stólnum, og gera þannig enda á þessari óþolandi persónu. En þar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.