Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 2
2
F Á L K 1 N N
------ QAMLA BÍÓ ----------
Kötturinn 00 fiðlan.
Prýðis skeintileg söngmynd,
gerS eftir samnefndri óperettu
Jerome Kerns og Otto Harbacks.
Aðalhlutverkin leika:
JEA NE TTE MA CDO NA L D
RAMON NOVARRO og
JEAN HERSHOLT.
Myndin verður sýnd bráðlega.
Fyrir aðeins
kr. 1.50 á mánnði
Getur |iú veltt bier oo heim-
ill þinu bestu ánæoiu tvo
daoa vikunnar, iauoardao oo
sunnudao. Ekkert blað er
skemtileora oo fróðleora en
í New York var slofiiuð stór
hljómsveit i vetur og hefir hún
haldið fyrstu hljómleika sína. í
hljómsveitinni. eru 80 konur en eng-
inn karlmaður og allar konurnav
eru giftar atvinnuleysingjum.
Hljómsveitarstjórinn heitir Antonia
Birco.
Þessi lituðu efni
eru jafn falleg og ný.
það gera
súrefnis-áhrif
R A D I 0 N
Þetta er leyndarmálið við hinn undursamlega Radion-
þvott — SÚREFNLSÞVÆLIÐ. Þvoið fötin úr Radion;
miljónir af smáum súrefnisbólum hjálpa yður við vinn-
una. Þær gera þvælinu kleift að þrýstast gegnum þvott-
inn — og reka úr föstustu óhreinindi og gera þvottinn
fallegan og hreinan eins og nýr væri. Vegna þess hve
þvælið er mikilvirkt þarf hvorki að núa þvottinn nje
nudda, en það slítur fötunum. Þess-
vegna gerir Radion fötin endingar-
betri. í Radion er alt það, sem með
þarf til þess að þvo þvottinn fullkom-
Iega í einni atrennu. Fáið yður pakka
í dag.
RADION
IIÐ UNDURSAMLEGA SÚR-
EFNISÞV OTT ADUFT.
M-RADIS^Io" A LEV£» PRODUCT
NÝJ A B í O
Ömar vorsins.
(Friihlingsstitnmeii)
Unaðsleg söngmynd, bygð á völs-
um Johanns Strauss, og tekin í
Wien undir stjórn Paul Fejos.
Aðalhlutverkin leika:
ADELE KERN,
SZÖKE SZAKÁLL,
OSKAR KARLWEISS og
HANS THIMIG.
Sýnd bráðlega.
BRASSO
FÆGILÖGUR
ber sem gull af eiri.
Fæst i flestum verslunurn.
Stólkerrurnar
eru komnar
Húsoagnaverslun
Hristjáns Siggeirssonar
Laugaveg 13.
Hljóm- og talmyndir.
KÖTTURINN OG FIÐLAN.
Undirstaðan undir jiessari kvik-
mynd er óperetta eftir Jerome Kern
og Otto Harback. Náði þessi söng-
leikur miklum vinsældum og Metro-
Goldwyn-Mayer-fjelagið einsetti sjer
að gera úr efninu kvikmynd, sem
væri enn betri en sjálf fyrirmyndin.
Valdi það í aðalhlutverkin Jeanette
MacDonald, sem eins og allir vila
er með bestu söngkonum j)eirr:i
kvikmyndadisa, sem nú er völ á,
og sem mótleikara hennar Ramon
Novarro, sem gerði þann galdur
sjer til dægrastyttingar, að ferðast
um Ameríku mánuðum saman, eitt
sinn er hann var ekki bundinn viö
kvikmyndun, og hatda htjómleika!
Árum saman hafði hann verið einn
vinsælasti kvikmyndaleikari Ame-
ríku, en engan af hans inörgu að-
dáendum i þeirri grein grunaði, að
hann væri jafnframt afburða söng-
maður. — Það eru þessi tvö, sem
hafa á hendi aðalhlutverkin í söng-
leiknum og bera hann uppi. En
þarna eru fleiri ágætis leikendur
með stór hlutverk, svo sem Jean
Hersholt, sem leikur roskinn tón-
listarkennara, ennfremur Vivienna
Segal, er leikur fræga óperettusöng-
konu, Frank Morgan og Gharles
Bulterworth (ógleymanlega skoplcgt
hlutverk).
Tónsmíðar óperettunnar, sem bin-
ast í jjessari mynd, eru hver ann-
ari betri. Má nefna lögin „Nóttin
er til ásta ætluð“, „Ekki sagði hún
nei“, og „Reyndu' að gleyma“ sem
dæmi upp á lög sem áheyrandinn
man lengi, eftir að liann hefir sjeð
myndina.
„Kötturinn og liðlan" er skemtx-
mynd, fjörug og lifgandi, en efnið
vitanlega hvorki hetra nje verra
en í óperetlum yfirleitl. Myndin
hefir hlotið hina bestu dóma er-
lendis, og verið skipað á bekk með
allra bestu söngmynduni síðari ára.
Eiga hinir ágætu aðalleikendur,
Jeanette MacDonald og Ramon
Novarro, ásamt Jean Hersholt, vit-
anlega mestan þáttinn i j>ví. Mynd-
in verður sýnd á GAMLA BÍÓ inn-
an skamms.
ÓMAR VORSINS.
„Ómar vorsins“ eru valstónar eft-
ir Johann Strauss og þessvegna er
ástarsagan, sem jiessir vorómar bera
uppi, vitanlega gamaldags, eins og
sjá iná af j)ví, að elskendurnir í
myndinni eru svo feimnir, að þeir
þora ekki að tjá hvor öðrum ást
sína. En elskendurnir eru ungur.
kennari við tónlistnskólann í Wien
og stúlkan Hannerl, sem er þar í
annari deild, að læra söng. Syslir
hennar er líka við nám í skólanum,
og jiegar ungi kennarinn trúir lienni
fyrir því, að hann sje ástfanginn,
heldur stúlkan vitanlega, að l>að.
sje hún sjálf, sem hefir tendrað
ástarlogaiin í hjarta hans og telui'
sig i laumi trúlofaða honum. Þann-
ig byrjar söguþráðurinn, en vitan-
lega spinst svo út af þessum uppruna
niargvíslegur og skemtilegur mis-
skilningur, sem einkum snýst um
föður stúlknanna, og geta þeir, sem
|)ekkja Szöke Szakall gelið sjer j>ess
til, að eigi muni leiðinlega haldið
á spilunum hjá j)essum símisskilj-
andi föður, því að ])að er Szöke
sjálfur, sem leikur hann. En vitan-
lega er myndinni ekki lokið fyr en
misskiliiingurinn leiðrjettist og alt
er fallið í ljúfa löð, með tvöfaldri
trúlofun og ölin tilheyrandi því
að svoleiðis verða myndir í gaml i
slíjnum ávalt að enda.
Þær systurnar eru leiknar af
Adele Kern og Ursula tírabley, en
þíinn elskhugann, sein hefir stærra
hlutverkið, leikur Oskar Karlweiss,
Hinn er leikinn af Haris Timig.
Myndin er tekin ai' fjelagi í Wien,
undir stjórn Paul Fejos og hefir
farið sigurför um alla Evrópu. Hún
verður sýnd á Nýja Bíú innan
skamms.
í Þýskalandi er póstur fluttur
mikið með bilum, þar sem járn-
brautir ná ekki til. Eru alls 3861
bílapóstleiðir í landinu, samtals
136.433 kílómetrar á lengd.