Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Nýlega voru liðin 125 ár frá fæð- ingu hins vinsæla tónskálds og hljómsveitastjóra H. Lumbýe. Hanu var lengi hljómsveitarstjóri í Tivoli og víðar og samdi ógrynnin öll al lögum, sem enn lifa á vörum Dana. Morð íyrír hverja afborgun. I Var-hjeraðinu í Frakkiandi var lekinn fastur maður skömmu fyrir jólin i vetur, grunaður um morð. Höfðu fimm morð verið framin í Var í haust og vetur, altaf með mánaðar millibili. Hjeraðið er strjál- hygt og fjöllótt og var leitin því erfið að morðingjanum. Þótti aug- Ijóst að það væri sami maðurinn sem hefði þau öll á samviskunni, meðal annars af því að allir þeir sem myrtir voru höfðu verið skotn- ir með sömu tegund af kúlum. Sá sem síðast var myrtur var bílstjóri á vöruflutningabíl. Eftir jjetta morð voru 150 lögregluþjónar gerðir út til þess að hafa uppi á „smalamorðingjanum“, en svo var hann kallaður vegna þess, að fyrsti maðurinn sem hann hafði myrt var smali. Þeir leituðu upp um öll fjöll og loksins bar leitin árangur. Á leiðinni til Draguignan mættu nokkr- ir lögregluþjónar ungum manni á hjóli, sem tók ofan og bauð þeim hrosandi góðan daginn, um leið og tíánn fór framhjá. Lögreglumenn- irnir heiisuðu á móti en þótti viss- ara að stöðva piltinn og rannsaka plögg hans. Báru þau með sjer að hann hafði fengið refsingu fyrir ýinislegt smávegis og þessvegna var i'arið með hann á lögreglustöðina. Eftir langa yfirheyrslu játaði hann loks á sig að hafa framið tvö morð- in. Nokkru seinna játaði hann á sig þriðja morðið og um kvöldið það fjórða. En fimta morðið neitar hann að vera riðinn við. Þó benda upp- lýsingar þær, sem hann hefir gefið. á það, að hann muni vera valdur að því lika. Tiiefnið tii þessara morða er dá- lítið óvenjulegt. Morðinginn hafði missiri áður verið tekinn fastur fyr- ir kartöfluþjófnað og af því að hann hafði orðið uppvís að hnupli áður fjekk hann talsvert þunga refsingu. Hann bauðst tii að greiða bætur fyrir þjófnaðinn ef hann slyppi við refsinguna og var því boði tekið HOLBERGS-MINNISVARÐI í OSLO. „Selskabet for Oslo Bys Vel“ hefir beitt sjer fyrir þvi, að koma upp minnisvarða yfir Ludyig Holberg og efndi til samkepni um listaverkiö. Fyrstu verðiaun fjekk myndhöggv- arinn Dyre Vaa fyrir hópmyndina sem sjest til vinstri og hann nefnir: „Holberg rtiellem Husmor og Moral". Til hægri sjest tillögumynd mynd- höggvarans Qttar Espeland, sem fjekk önnur verðiaun. og átti hann að greiða 100 franka á mánuði. Vakti tilboðið furðu, þvi enginn vissi annað en maðurinn væri alveg eignalaus. En síðan hefir hann drepið mann i hvert skifti sem hann átti að greiða afborgun, og ávalt sent peningana í póstávís- un daginn eftir! Hann komst jafn- an á snoðir um ]>að fyrirfram, hvar hann gat myrt menn til fjár. Einn af þeim myrtu var á heimleið eftir að hafa selt kú, bílstjórinn var með vikukaup handa verkamönnum o. s, frv. Ást oo hatur. í Monaco er verið að rífast fyrir ijetti um 40 miljón franka arf og kynstur af dýrum gimsteinum. Er deilan risin útaf arfleiðsluskrá ame- rískrar auðkerlingar, sem hjet Maria Delphine Bacle. —- Hún sál- aðist fyrir rúmu ári suður i Monte Carlo södd lífdaga og 77 ára og Ijet eftir sig' 40 miljónir franka og' sand af gimsteinum, sem hún hafði ánafnað ungum vini sínum sem heitir Luiz Beaza de Guadra og var dansari —- „gigolo“ á einu gistihús- inu í borg spilavítisins. Þegar arfleiðsluskráin var gerð heyrum kunn mótmæltu tvær ítalsk- ar frænkur kerlingar og 1‘rændi hennar í Englandi þessari ráðstöf- un undir eins. Þau hafa safnað og lagt fram í rjettinum fjölda al' plöggum, sem eiga að sanna það að aldrei hai'i runnið af kerling- unni síðustu ár æfi hennar, og að það hafi verið dansarinn, sem sá um að hún væri ávalt full. Þess vegna hafi erfðaskráin verið gerð í ('ilæði og sje því ógild. Gamáll maurapúki í Kanlon hafði, I stað þess að gera arfleiðsluskrá látið eftir sig Spjald, þar sem á var ritað með dulmáli, hvar hann hafði geymt fjársjóði sína. Syni hans tókst að ráða' þessar dulrúnir og fann hann fjársjóðinn i leirkerum i must- eri nokkru þar skamt frá. „NORMANDIE“ VANN BLÁA BANDIÐ. Stærsta skip tíeimsins, „Nor- mandie“ hefir nýlega lokið fyrstu ferð sinni yfir Atlantshaf. Setti það nýtt hraðamet á ferðinni vestur og sigldi að meðaltali með 29.08 sjó'-' mílna hraða frá Gibraltar lil New York, eða á nálægt 2% klukkustund skemri tima yfir Atlantshafið cn ítalska skipið „Rex“, sem haft hefir metið, síðan það fór fram úr þýslca skipinu „Bremen“, „Normandie" er lang stærsta skipið, sem smíðað hefir verið i heiminum, um 73 þús- und smálestir. Nú er eftir að vtta, hvort Bretum lekst að sigra þetta franska met, með sk'i'pinu „Queen Mary“, sem bráðum verður fullgert.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.