Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Soapy. Soapy bylti sjer óþreyjufull- ur á bekknuni sínum í xMadi- son Square. Þegar konur seni ekki eiga loðkápur fara að verða l)líðar við mennina sína og Soapy fer að ókyrrast á bekknum sínum i Madison Square, ])á er veturinn farinn að nálgast. Visið laufblað dalaði ofan í fangið á Soapv. Það var nafn- spjald vetrarins. Veturinn er góður við þessa föstu leigjend- ur í Madison Square og gerir Jjeim boð góðum tíma á undan sjer. Soa])y varð að viðurkenna þá staðreynd, að nú væri tími til kominn að fara að taka ákvörð- un um þær leiðir og úrræði, er neyta skyldi lil þess að verj- asl komandi kuldum. Og þess vegna var hann að bylta sjer á bekknum. Þeir voru ekki báfleygir draumarnir hans Soapy fyrir veturinn. Þar var engin áætlun um skemtiferð til Miðjarðar- hafslanda. Alt og suml sem sál hans þráði var þriggja mánaða fangelsi. Þriggja mánaða öryggi um fæði og húsnæði og fjelags- skap við álíka menn og hann var sjálfur, í skjóli fyrir norð- annepjunni og lögreglusnuðrur- unuin — ])að var hámarks- sæluhugsjón Soapys. í mörg ár hafði hið ágæta risnuheimili, Blackwellfangels- ið, verið vetrarlægi hans. Al- veg á sama liátt og liinir hetur stæðu samborgarar hans keyptu sjer farmiða til Palm Beach eða Miðjarðarhafslandanna, hafði Soapy gert sínar einföldu ráðstafanir til þess að fá ó- keypis húsaskjól yfir hávetur- inn á sínum stað. Og nú var tími til kominn að fara að gera ráðstafanirnar. Því að þrjú ein- lök af sunnudagsblaði undir vestinu, i buxunum og sokkun- um, höfðu ekki megnað að lialda kuldánum undan í nótt, ])ar sem hann svaf á bekknum sínum, á sama stað og vant var, rjett við gosbrunninn. Fangelsið var því fyrir sjón- um Soapy sem langþráður stað- ur, sem reynandi væri að fara að nálgast. Hann hafnaði gjöf- um þeim, sem fátæklingum borgarinnar voru rjettar í nafni mannkærleikans. Soapy fanst lögin vera miklu mannúðlegri en mannkærleikinn. Það var til óþrjótandi röð af stofnunum, einkastofnunum og borgarinn- ar, sem liann gat farið i til þess að fá mat og húsnæði. En Soapy og hans jafningjum að sjálfsvirðingu fanst eittliverl remmuhragð að liknargjöfum. Það verður að horga þær með auðmýkt, þó að þær kosti ekki peninga. Hver gisting kostaði skatl, sem heitir bað og' hver brauðsneið kostaði nærgöngul- ar spurningar. Þessvegna var betra að vera gestur laganna. í fangelsinu ráða ákveðnar regl- ur, og þar er ekki verið að sletta sjer fram í einkamál manna á óviðeigandi hátt. Þegar Soapy hafði ákveðið að fara í fangelsi tók hann óð- ar að undirbúa þá ráðagerð. Það voru óteljandi auðveldar leiðir lil að komasl þangað. Sú þægilegasta var að fara á dýran veitingastað og fá sjer góða mál- líð, og svo um leið og maður neitaði að borga — að láta af- benda sig lögreglunni þegjandi og hljóðalaust. Þá annaðist lög- regluþjónninn það, sem ó vant- aði. Soapy skildi við bekkinn sinn og slangraði út úr garðinum og' þrammaði á ská yfir asfalttjörn- ina, sem Broadway og Fifth Avenue renna út í. Spottakorn uppi á Broadwav stansaði liann fyrir utan gla^silegt veitingahús, sem á hverju kvöldi hefir að bjóða úrval af ávöxtum vín- berjanna, silkiormsins og laus- lætisins. Soapy bafði fult traust á sjálf- um sjer, all frá neðsta vestis- bnappinum og upp úr. Hann var nýrakaður, jakkinn hans ein- staklega snyrtilegur og svarta bálshnýtið sitt hafði hann feng- ið að gjöf frá heimatrúboðs- stúlku síðasta bænadag. Ef hann næði sjer í borð á veitingastaðn- um án þess að vekja athygli, þá færi alt vel. Sá hluti hans, sem var sýnilegur ofan horðsins mundi ekki vekja neinn grun hjá þjóninum. Andarsteik væri hæfilegur rjettur, liugsaði Söapy með einni flösku af Cliablis, og síðan Camembert, bolli al' kaffi og vindill. Nóg að fá sjer vindil fyrir einn dollar. Reikn- ingurinn yrði ])á ekki svo hár, að hann vekti uppnám eða hefni- girni af hálfu veitingamanns- ins; og þó mundi maturinn seðja hann svo, að honum mundi líða vel á leiðinni í vetr- arherhúðirnar. En þegar Soapy steig' fætin- um inn fyrir dyrnar í veitinga- salnum rak yfirþjónninn augu i raunalegu skóna hans og rifn- ar buxnaskálmarnar. Sterkar og æfðar hendur sneru honum við og ýttu honum hægt og hljóð- lega út á gangstjettina og l)jörg- uðu öndinni, sem hafði átt að verða fyrir tilræðinu, frá háðu- legum afdrifum. Soapy gugnaði á Broadway. Það sýndist svo sem leiðin á hinn margþráða stað væri ekki hrúuð kræsingum. Hann varð að athuga önnur ráð til þess að að komast í tugthúsið. Búðargluggi einn á horninu Eftir O. HENRY. á Sixth Avenue vakti athygli hans fyrir það hve fallegar vör- ur voru í hönum og hve vel hann var upplýstur. Soapy tók upp stein úr götunni og kastaði í gluggann. Fólk kom lilaupandi fyrir hornið með lögregluþjón í broddi fylkingar. Soapy brosti með hendurnar í vösunum er hann sá lögregluþjóninn og stóð grafkyr. „Hvar er maðurinn, sem gerði þetta?“ spurði lögregíuþjónninn flumósa. „Gætuð þjer ekki hugsað yð- ur, að jeg væri eitthvað við það riðinn?“ sagði Soapy kesknis- lega, en þó lilýlega eins og mað- ur sem fagnar uppfyllingu óska sinna. En lögregluþjónninn tók ekki Soapy gildan. Fólk sem mölvar rúður, bíður ekki eftir vörðum laganna og fer að skeggræða við ])á. Það tekur til fótanna. Lög- regluþjónninn sá til manns dálít- i'ð neðar. Hann var á hlaupum til að ná í sporvagn. Og hann þaut á eftir honum með kylf- una á lofti. En Soapy ranglaði áfram hryggur í huga vfir heillaleysi sínu. Hinumegin við götuna var veitingahús, ekki sjerlega við- hafnarmikið. Það bauð opinn faðminn svöngum mönnum með ljetta buddu. Andrúms- loftið þar inni var þykt eins og leirtauið; súpan og borðdúk- arnir þunt. Soapy skálmaði með neðri blutann á sjer þarna inn, án þess að vckja nokkur mótmælí. Hann settist við borð og innbyrti buff, pönnuköku og eplabúðing. Síðan trúði liann þjóninum fvrir því, að hann væri gerókunugur þarna í borginni og jafn ókunnugur væri hann peningum. „Flýtið þjer yður nú að ná í lögregluþjón en látið ekki við- skiftamenn lögreglunnar þurfa að biða að óþörfu“, sagði Soapy. „Jeg hef ekki svo mikið við þig að kalla á lögregluþjón, sagði þjónninn og augun i hon- um urðu eins og kirsiher í inanhattan cocktail. „Hæí Conni!“ Soapy datt á vinstra eyrað á beinharða götuna en þjónarn- ir tveir lnirfu inn aftur til vinnu sinnar. Hann stóð uþp, lið fyrir lið, eins og þegar maður opn- ar tommustokk, og burstaði ryk- ið af fötum sínum. Vonin um lugthúsvistina var eins hæpin og rósrauður draumur, og fangelsið virlist vei’a langt und- an. Lögregluþjónn sem stóð skarnt frá fyrir utan lyfjabúð, hló þegar hann sá aðfarirnar og labbaði á burt. Soapy hafði gengið framhjá dimmum þvergötum þegar hon- óx svo kjarkur að liann dirfð- ist að gera eina tilraun enn að freista gæfunnar. Ung stúlka skrambi löguleg og aðlaðandi að sjá stóð fyrir framan búðar- glugga og liorfði með aðdáun á bolla og blekbyttur og fáeina metra frá stóð blóðþyrstur lög- regluþjónn. Stúlkan bar það með sjér að hún væri í tölu heldra fólks og ])etta í sam- bandi við árvekni og skyldu- rækni lögregluþjónsins gaf So- apy bestu vonir um, að bráð- um tæki hinn þráði og þægi- legi armur laganna hann undir arminn, og' myndi trvggja hon- um tugtlnisábúð þangað til færi að vora. Soapy lagaði slifsið, sem heimatrúboðsstúlkan hafði gel'- ið lionum, dró krumpaðar man- sjetturnar fram i dagsljósið, setti hattinn á skakk og vatt sjer að stúlkunni. Hann sendi lienni augnagot, sagði humm hunim, hóstaði, ræskti sig, sletti i góminn, blístraði og gleymdi yfirleitt engu af hinum óæðri viðkynningarformála, sem strætaflagarar nota. Unga stúlkan flutti sig um eitt skref, en hjelt svo áfram að skoða raksáþubolla í glugganum. So- apy tók eftir að lögregluþjónn- inn gaf honum auga svo lítið bar á. Svo færði liann sig al- veg að stúlkunni, tók i hatlinn og sagði: „Góða kveldið, fröken. Lang- ar vður ekki til að koma og lcika við mig?“ Lögregluþjónnin horfði énn á þau. Unga stúlkan þurfti ekki annað en henda honum með litla fingrinum ,og þá lief'ði Soapy verið kominn á rjetta Icið í liöfn. Hann var þegar far- inn að finna ylinn í fangaklef- anum. En unga stúlkan sneri sjer að honum, rjetti út hendina og tók i jakkaermina á Soapy. „Vist vil jeg það“, svaraði hún hrosandi, „ef þú getur náð í flösku. Jeg liefði verið búinn áð tala við þig fyrir löngu, el' lögreglusnuðrarinn hefði ekki hangið þarna“. Og með stelpuna hangandi á sjer lababði Soapy burt, fram hjá lögregluþjóninum, yfirhug- aður af harmi og þunglyndi. llann virtist vera dæmdur til ])ess að fá ekki að fara í tugt- húsið. Á næsla götuhorni hristi hann af sjer stúlkuna og' flýði eins og fætur toguðu. Hann staðnæmdist í þeim bæjarhluta, sem mest hefir að bjóða af ljettúðugum götum, lijörtum, loforðum og vísum. Konur í loðkápum og kárlar með uppbretta frakkakraga dikuðu framhjá og töluðu glað- lega saman í vetrarloftinu. So- apy datt all i einu í hug, að það væri ekki einleikið þella með óhöppin, og livort það hefði verið lagl á liann, að liann yrði ónæmur fyrir fangelsun. Hann hrökk við þegar liann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.